— GESTAPÓ —
Síðbúin rammælisveizla
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 15/12/08 15:17

‹Situr súr á svip niðri á bryggju og mænir út á fjarðarmynnið›
Ég viss um það kemur enginn. Það hefur greinilega ekki verið neinn farþegi með strandfararskipinu til Ýsufjarðar í dag.
Samt er allt tilbúið í félagsheimilinu. Hafdís á Strönd búin að baka haug af vöfflum, þeyta fleiri gallon af rjóma og hita heilu stöðuvötnin af kakó... búið að dekka borð fyrir fleiri mann og svo kemur örugglega enginn.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ragnar á Brimslæk 15/12/08 15:19

Blessaður vertu ekki með þessa fýlu. Ég er þó alla vega hérna og ég á nú líka rammæli í dag. Annars var það nú ljóta vitleysan að auglýsa bara í "Ýsólfi". Það er nú ekki beinlínis mesta lesna blaðið á landinu... enda óttalegur Bændaflokkssnepill ‹hnussar›
Jæja, ég ætla alla vega að varða leiðina upp að félagsheimilinu ef einhver skyldi álpast hingað í veisluna. Heldurðu að Regína komi ekki alla vega‹Ljómar upp›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 15/12/08 15:24

‹Kemur á snævi þökktum landróvernum í gegnum snjóskaflana›

Sæll Sundlaugur og til hamingju með rafmælið.
‹Færir Sundlaugi körfu með ostum, fínu rauðvíni, nýjustu bókina eftir Gulla Sendil og saltkex, innpakkað í sellófan›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 15/12/08 15:25

‹Kemur í loftbelgi›

Halló er kaffi? ‹Ljómar upp›
‹Dregur upp hina myndarlegustu speedo sundskýlu og gefur Sundlaugi›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 15/12/08 15:31

‹Ljómar upp›‹Stekkur hæð sína›
Vei, húrra, ég vissi að það myndi einhver koma. Velkomin, velkomin og komið inni í félagsheimilið og fáið ykkur hressingu. ‹Skoðar gjafirnar og skín af gleði›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ragnar á Brimslæk 15/12/08 15:32

Já og svo getið þið líka fengið ykkur „mysu“ ‹blikkar›
Biðjið Hafdísi bara um að gefa ykkur af mysunni hans Ragnars.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 15/12/08 15:34

‹Hváir› Mysu!?! Hver heldur þú að vilji mysu þegar rjúkandi kakó er í boði? Það verður hins vegar fínt að eiga mysuna frá þér, Ragnar minn, þegar við setjumst að kvöldsnæðingi.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 15/12/08 15:39

‹Rennur að félagsheimilinuí jeppa, snarast út.›

Sælir piltar! Hélduði að ég myndi gleyma ykkur? Til hamingju báðir tveir!

‹Knúskyssir bæði Ragnar og Sundlaug. ›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Allaballi 15/12/08 15:41

Hannibal veri með þér Sundlaugur sæll .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 15/12/08 15:43

‹Ljómar eins og sól› Og það bætir enn í, velkomin, velkomin.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ragnar á Brimslæk 15/12/08 15:50

‹Ljómar upp ›Og Regína komin líka.‹ Roðnar og strýkur varlega kinnina sem Regína kyssti›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 15/12/08 16:11

Komið inn, endilega, öll sömun... Halló, Hvæsi, ekki kaffæra Tigru í snjónum. Hún er örugglega sterkari en þú.
Hérna gangið í bæinn. ‹Vísar gestum inn í félagsheimilið þar sem búið er að dekka borð fyrir tugi manns og kynnir Hafdísi frá Strönd sem staðið hefur í stórbakstri og kakómalli síðan snemma í morgun.›
Hérna njótið bara og skemmtið ykkur vel. Ef einhver vill fara með gamanmál þá er sviðið þarna og svo er hérna píluspil og ballskák og og og hérna líka hérna svo er sko sundlaugin opin fyrir alla sem vilja fara í sund ‹baðar út höndum og er mikið niðri fyrir›. Þið segið bara henn Berglind frá Strönd, sko hérna sko dóttur hennar Hafdísar sko, sem vinnur í sundlauginni.... hún Berglind sko... ekki hún Hafdís... og og segið henni bara, sko henni Berglind, að ég hafi sent ykkur. Við fáum sko ókeypis í allan dag.
Hérna, svo gaman að fá ykkur.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 15/12/08 16:25

‹Veður yfir fjöll og firnindi á snjóþrúgum og veltir fyrir sér af hverju fólk hafi verið að ganga á vínberjum›
Til rafmingju Sundlaugur og Ragnar.

‹Gefur Sundlaugi kóbaltslegin sundgleraugu og Ragnari brú á lækinn›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ragnar á Brimslæk 15/12/08 16:38

He, Laugi, hún Krossa er komin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 15/12/08 16:41

Æði... ég meina frábært. Labbaðirðu alla þessa leið, Krossa mín. Já, það er mikið á sig lagt. Komdu nú inn og njóttu góðgerða. Þú getur svo alltaf tekið strandfaraskipið heim á morgun, ef svo ber undir.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 15/12/08 16:45

Bíddu nú við.. er ég að missa af teiti ?

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 15/12/08 16:47

‹Mætir svífandi á kústskafti›

Til hamingju drengir, maður lætur sig nú ekki vanta á svona fagnað!
‹Knúsar Sundlaug og færir honum nýtt sundhandklæði í stíl við sundskýluna frá Tigru og sundgleraugun frá Krossu›
‹Réttir Ragnari flösku af leyniefnabættu ákavíti› Getur þú ekki notað svonalagað, ég veit það þýðir ekkert að færa honum Sunda neitt sterkara en malt... ‹Blikkar Ragnar›

Hvað segiði, er Hafdís á strönd í kakómallinu? Ég ætla, hérna, aaaðeins að rabba við hana. ‹Laumast fram í eldhús og skvettir smá leyniefni í kakópottana. Stillir sig ekki um að hræra tvisvar rangsælis í hverjum potti og svo þrisvar réttsælis›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 15/12/08 16:51

Góðan dag. Mér var boðið til fagnaðar. Er eitthvert gistihús hér í byggðinni?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: