— GESTAPÓ —
Gamanvísur
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 9/12/08 14:36

Á þessum þræði má birta gamanvísur héðan og þaðan, frumsamdar eður ei. Æskilegt er að geta höfundar þó það sé ekki skylda.

Ég skellti upp úr þegar ég las Vísnahornið í Mogganum um daginn. Fannst tilefni að birta það hér:

Þórir Jónsson vakti athygli á því að í jólablaði Moggans sé sagt frá því að allir fái sagir í Hjalladal í Heiðmörk "til að höggva trén":

Miklu orkar höndin hög
held að seint því linni.
Höggvin tré með Sandvik sög
suðrí Heiðmörkinni.

Hjálmar Freysteinsson undraðist þetta:

Ýmislegt á ævi minni
undrast hefi mjög.
Nú er hægt í Heiðmörkinni
að höggva tré með sög.

En Friðrik Steingrímsson kippti sér ekkert upp við það, enda ýmsar sagir til í Mývatnssveitinni:

Úrval virðist orðið glæst
engin höft né þyrnar,
ef að höggsög hefur bæst
við hinar tegundirnar.

Hermann Jóhannesson rekur þeta til tækninnar, kannski Íslenskrar erfðagreiningar?

Gríðarvel er grenið ræktað
og genabætt svo mjög
að nú er, ef þér hentar, hægt að
höggva það með sög.

Þá Kristján Eiríksson:

Nú lokið skal raunanna rexi,
um rangt mál ei lengur neinn pexi,
annars höndin mín hög
þá heggur með sög
eða sagar þá sundur með exi.

Loks Davíð Hjálmar Haraldsson:

Rangfærslur rétt er að laga.
Í Reykholti í eldgamla daga
framið var morð
þá féllu svo orð
við ódæðið: "Eigi skal saga."

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
9/12/08 17:21

Ég hefði hlegið upphátt að þessum vísum ef ég væri ekki staddur þar sem slíkt er ósiður.

Ég heyrði fyrir ekki svo löngu af hagyrðingum, sem ortu um frétt af 110 ára danskri konu. Hún þakkaði háan aldur því að hafa aldrei drukkið áfengi, reykt tóbak eða stundað kynlíf. Margar góðar vísur urðu til um þetta en því miður man ég bara eina:

Víst er orðinn aldur hár,
enn er hún samt að tifa.
En til hvers var hún í öll þessi ár
eiginlega að lifa?

Það er kannski enn verra að ég kann ekki deili á höfundi. Óskandi væri að einhver snjall Póari gæti fyllt upp í holur þessa innleggs míns með nafni höfundar og e.t.v. fleiri erindum sem urðu til við þetta tilefni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 10/12/08 09:26

Uppáhaldsvísan mín kemur að norðan og eftir því sem mér skilst er höfundur óþekktur en margir verið nefndir til sögunnar. Hefur flogið víða í allnokkur ár:

Einu sinni átti ég hreindýr
og reið því í hel.
Þetta eru ekki greind dýr,
en þau ríða vel.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 10/12/08 11:59

Heimskautafroskur mælti:

Uppáhaldsvísan mín kemur að norðan og eftir því sem mér skilst er höfundur óþekktur en margir verið nefndir til sögunnar. Hefur flogið víða í allnokkur ár:

Einu sinni átti ég hreindýr
og reið því í hel.
Þetta eru ekki greind dýr,
en þau ríða vel.

Ég býst við að þetta sé útúrsnúningur á vísu sem Björn Þorláksson fréttamaður segir vera frumraun sína í vísnagerð, frá skólaárum sínum á Laugum.

Einu sinni átti ég hreindýr
en engan sel.
Þetta eru ekki greind dýr
en líður vel.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 10/12/08 14:49

Það gat nú verð að þetta ætti rætur að rekja til Bjössa. Annars finnst mér hin nýrri útgáfan skemmtilegri og gaman að fara með hana í fínum samkvæmum. Menn setur hljóða.
En hef heyrt að fleiri eigni sér vísuna.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 12/12/08 21:37

Einhvern tímann las ég brilliant níðkvæði um látinn mann sem endaði e-n veginn á þessa leið: "Vér kúkum á hans kistulok..." og svo kom eitthvað sem ég man ómögulega. Kann einhver þetta kvæði?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 12/12/08 22:02

Hún er löngu orðin klassísk vísan hans Hákons Aðalsteinssonar

Kvæði:

Týndir og slasaðir bíða menn bana
sem bægslast á hestum um grundir og hlíð
Ég hef til þessa haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem ég ríð.

Þykir mér þetta með betri tilsvörum og hefur að jafnaði verið gerður góður rómur að henni.

Fyrst að þessi augljósa er frá þá ber einnig að nefna að Sveinn frá Elivogum gat verið alveg stórskemmtilegur, sem og Páll Ólafsson og fleiri góðir.
Káinn átti einnig góðar, samanber þegar hann orti um prest sem hafði getið sóknarbarn sínu barn

Kvæði:

Séra Jónas skellti á skeið,
skákaði öllum hinum,
óklyfbærri ösnu reið
út úr söfnuðinum.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 13/12/08 03:01

Fyrst minnst er á Káin... ég hef alltaf haft gaman af þessari vísu hans:

Gyðingurinn gaf mér brugg,
götuhornin fóru á rugg.
Í fyrsta skipti, fyrir víst,
fann ég það – að jörðin snýst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lokka Lokbrá 13/12/08 03:10

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›
Yndislegt, loksins áttaði hann sig á snúningi jarðarinnar með því að upplifa hann sjálfur... Flott! og töff að koma orðum sínum og reynslu svona vel fram í vísu... Maeistari Káin ‹Ljómar upp›

-Lesbía - Hefur stimpil frá Innflytjendahliðinu fyrir fína beljuspeki! - Opinber eign Wayne Gretzky-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 13/12/08 13:35

Veturinn 1956-57 orti Böðvar Guðmundsson, þá á 18. ári, mikinn brag um Norðurvistina á Reykholti. Lýsti heimavistinni og öllum hennar íbúum. Um sjálfan sig orti hann svo:

Böðvar er oft í bóli
bjó þar með sára lófa,
hitnaði títt í hamsi
hugrekkið þó ei dugði
rembdist þar skarpt í rekkju
rambaði til af drambi.
Kámugar svitakvíslar
klístruðust um hans ístru.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
13/12/08 15:08

Í háa tíð hefur reikað um huga mér seinnipartur, sem mér finnst fyndinn. Hvernig hann komst þangað er mér því miður gleymt og hulið og hvorki man ég fyrripartinn né mögulegan höfund. Nú prjóna ég sjálfur fyrripart framan við seinnipartinn og lýsi jafnframt eftir upprunalegum fyrriparti og höfundi hins seinni:

Lífgjafinn rigna lætur oft -
þaðer ljótur siður.
Það ætti' að rigna upp í loft,
en ekki niður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 17/12/08 20:04

Ég er eins og eftir loft
árás það er lygi
mál að ég sé alltof oft
ein á fylleríi.

Þessi vísa hljómar sem bull en ef hún er lesin sem ein setning verður hún: Ég er eins og eftir loftárás. Það er lygimál að ég sé alltof oft ein á fylleríi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 17/12/08 20:26

Þessi er góð. Fyrir mörgum árum síðan lærði ég hana, & ef minnir svíkur mig ekki,
þá var útgáfan sem fyrir mér var höfð í 2.persónu; einhvurnveginn á þessaleið:

Þú ert einsog eftir loft-
árás! Það er lygi-
legt, að þú sért ennþá oft-
ast á fylleríi!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 17/12/08 20:50

Þessi vísa var í TummuKukku, þeirri stórskemmtilegu söngbók. Í henni er líka þessi, sem var ort um óvinsælan sveituna er hann dó:

Hann Davíð bóndi á Dröngum
er dáinn; það var ljótan.
Svo hjartanlega hafði
ég hlakkað til að skjót'ann.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 17/12/08 22:21

Voru það vísur með smáu letri hér og þar?
Þessari man ég eftir:

Hann þurfti feikn að flýta sér
hann frændi minn sem stamar:
Hérna, hvar er, hérna hér
hvar er ka ka ka ...

Er þetta viltaust munað, eða finnst ykkur þetta líka dálitið töff ofstuðlun?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 18/12/08 10:33

Er hún ekki svona?

Hann Davíð bóndi á Dröngum
er dáinn; það var ljótan.
Svo hjartanlega hafði ég,
hlakkað til að skjót'ann.

Önnur ágæt er held ég svona;

Hann litli Jón skaut Gunnu systur sína,
af sestán skrefa færi og tókst að hitta.
Þá sagið móðir hans, hún stóra Stína;
sá stutti verður einhverntímann skytta

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 18/12/08 11:13

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Þessi er góð. Fyrir mörgum árum síðan lærði ég hana, & ef minnir svíkur mig ekki,
þá var útgáfan sem fyrir mér var höfð í 2.persónu; einhvurnveginn á þessaleið:

Þú ert einsog eftir loft-
árás! Það er lygi-
legt, að þú sért ennþá oft-
ast á fylleríi!

Hmm, líklega er hún eins og þú skrifaðir hana, ég man ekki alveg hvernig hún var.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/12/08 13:33

Þið sem munið vísur eigið heiður skilið... ég man ekki einu sinni hvað ég hef ort... xT

To live outside the law, you must be honest.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: