— GESTAPÓ —
Jólatrén í musterum Mammons
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/12/08 10:13

Heil og sæl kæru vinir.
Ég veit að ekki er vel séð að vera með áróður hér, en nú bara verð ég.

Í dag er svokölluð kreppa í svokölluðum raunheimum og því aldrei eins mikilvægt og nú að sýna samkennd og hlýhug í garð náungans.
Jólatréin sem standa í Kringlunni og Smáralindinni eru samkomustaður fyrir pakka handa þeim börnum sem minna mega sín í samfélaginu, örlítill vottur af þeirri manngæsku sem þjóðin er fær um að sýna sínum minni bróður.

Ég veit að margir hér eru í sömu stöðu og ég, peningarnir hrökkva ekki alla leið fram að næstu mánaðarmótum, bílalánið hefur hækkað, húsnæðisskuldbindingarnar eru komnar fram úr hófi og matur er á góðri leið með að verða munaðarvara.
En ég á samt fyrir jólagjöfum handa minni fjölskyldu.

Svo í stað þess að kaupa dýrar jólagjafir þetta árið hef ég ákveðið að skera við nögl til Ewings og Bebe en í staðinn kaupa 2 gjafir og setja undir jólatréð í Kringlunni/Smáralindinni.
Er nú þegar búin að kaupa eina og hún kostaði mig ekki lifur og lungu, en er engu að síður skemmtileg og á vonandi eftir að vekja lukku hjá strák á aldrinum 5-9 ára.

Því hvet ég ykkur, kæru vinir, til að gefa maka ykkar og/eða börnum gjöf sem er 400 krónum ódýrari, skreppa í einhverja búð og gefa barni sem á minna en þið jólagjöf þetta árið.
Það verða sennilega færri pakkar undir þessum trjám þetta árið en það síðasta og því er ennþá mikilvægara að minna á þessi tré.

Aðventukveðjur frá heiðingjanum.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 3/12/08 10:27

Ég ætla að gefa! ‹Ljómar upp›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 3/12/08 13:42

‹Leggur umslag undir tréð með bréfi sem á stendur "andvirði kostnaðar þess að grafa brunn í Sómalíu hefur verið gefið í þínu nafni til Hjálparstofnunar Kirkjunnar"›

Svona nær maður tvöfaldri gleði út úr gjöfinni.

‹Ljómar upp›

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 3/12/08 13:47

Já veistu, ég held barasta að ég gefi eitthvað undir tréð líka þetta ár. Takk fyrir að minna mig á það!

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 3/12/08 14:43

Ég vil líka minna á okkur gamalmennin. Okkur leiðist og það þarf ekki mikið til að gleðja okkur.
‹Starir þegjandi út í loftið›

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/12/08 14:45

Þetta er góð hugmynd. Það er líka svo auðvelt að velja gjafir handa börnum. Fullorðnir þurfa svo flókið og mismunandi dót.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 3/12/08 15:50

Hmmm, fyrrum vinnustaðurinn minn gerir þetta á hverju ári, veit ekki hvort ég sé í aðstöðu til að gera þetta í ár en ég man allavega að fyrir einhver jólin stóð ég heila kvöldstund að pakka inn gjöfum sem fylltu risa sendibíl af pökkum.

Sem og þá vil ég minna á eitt, og það er að vera ekki að pakka of vel inn, því allir pakkar sem fara undir tréð eru opnaðir og
"ritskoðaðir".
Það er gert vegna þess að það hefur komið fyrir að í pökkunum hafa verið tóm drykkjarílát, tómir kassar og allskonar rusl.

Það er ekki jólaandi og get ég ekki ímyndað hvernig það er að horfa á afkvæmi sitt opna pakka frá "jólasveininum" og í honum er
kassi með tómri bjórflösku.

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 3/12/08 17:01

Tréin?

Annars getur vel verið að ég taki til í "neyðargjafa"hrúgunni...

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 3/12/08 17:17

Ég hef nú gert þetta undanfarin tvö ár. Vonandi finnur maður eitthvað sniðugt að gefa þetta árið.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 3/12/08 18:07

Vegna aðstæðna ætla ég bara að gefa börnunum í fjölskyldunni gjafir en þar sem ég hef örlítið rýmri auraráð nú í desember en síðustu mánuði ætla ég að setja eina eða tvær undir tréð í Kringlunni. Takk fyrir áminninguna kæra Norn, þú ert hetja og fyrirmynd þegar kemur að mannúð og manngæsku! ‹Knúsar Nornu›

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 3/12/08 18:59

Það þarf að hugsa um "hina"! - Annars fannst mér á sínum tíma að hefði átt að finna sökudólgana að tómu pökkunum og stjaksetja þá!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 3/12/08 19:27

Finngálkn mælti:

Það þarf að hugsa um "hina"! - Annars fannst mér á sínum tíma að hefði átt að finna sökudólgana að tómu pökkunum og stjaksetja þá!

Það gerist ekki oft... en núna er ég fullkomnlega sammála Finngálkn!

Mu!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/12/08 19:29

Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst að það hefði átt að krossfesta þá. Stjaksetning er ögn skjótvirkari dauðdagi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 3/12/08 19:30

Er ekki nóg að gasa þá?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/12/08 19:31

Of skjótvirkt ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 3/12/08 20:45

Takk fyrir áminninguna elsku Norna mín! Ég ætla að reyna að muna eftir þessu og láta Prímadonnu og Dívu gefa sitthvorn pakkann undir tréð. ‹Ljómar upp›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 3/12/08 20:47

Þarfagreinir mælti:

Ég er ekki alveg sammála. Mér finnst að það hefði átt að krossfesta þá. Stjaksetning er ögn skjótvirkari dauðdagi.

Nærtækast hefði verið að ræða við jólasveininn og komast að samkomulagi um að allir jólapakkar sem sökudólgarnir fá í framtíðinni breytist í samskonar pakka og þeim sjálfum fannst svo sniðugir.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/12/08 20:49

Já, það er skáldlega réttlátt - og ekki jafn ofbeldisfullt. Ofbeldi á ekki heima á jólunum, heldur páskunum, þegar menn velta sér upp úr pínu Krists.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: