— GESTAPÓ —
Hinn mikilfenglegi kynnir sig
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3, 4  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hinn mikilfenglegi 18/11/08 05:42

Langar mig með þræði þessum að kynna mig, ég ber það mikilfenglega viðurnefni "Hinn mikilfenglegi"
Mun það viðurnefni hafa fest sig við mig er mikilfengleiki minn skein yfir þessa fögru eyju og endurspeglaði hann sig í mikilfenglegum sólmyrkva.
Hef ég ákveðið hér og með hinsvegar að nýta mikilfengleika minn nú til ritstarfa.
Héðan í frá mun mikilfengleiki minn skýna af þráðum þessum er byrtast munu á alneti er kallað er.

Ég mun bera 2 mikilfenglega fætur
og 10 mikilfenglegar tær.
Tunga mín mikilfengleg er,
Allt frá stönglum niðrí rætur.

Ber ég mikilfenglegt nef,
einnig mikilfengleg augu,
2 mikilfengleg eyru ég hef,
Og að auki er ég mikilfenglega sætur.

Með kærri kveðju
Hinn mikilfenglegi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 18/11/08 08:32

Sæll Milli Vanilli. Velkominn.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 18/11/08 09:33

Voðaleg ofnotkun á Y er þetta hjá þér maður. Dr Zoidberg yrði alveg hoppandi ef hann sæi til þín.

Vertu annars velkominn.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 18/11/08 10:13

Hinn mikilfenglegi mælti:

...
Héðan í frá mun mikilfengleiki minn skýna af þráðum þessum er byrtast munu á alneti er kallað er.
...

Var þessi y/ý-notkun mikilfenglega meðvituð ákvörðun?

En mikilfenglega velkominn.

... Er fólk alveg hætt að fara um Innflytjendahliðið annars?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 18/11/08 10:30

Þetta hlið er „svo 2006“.

Nei, af kynningunum skuluð þér þekkja þá.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hinn mikilfenglegi 18/11/08 16:36

krossgata mælti:

Hinn mikilfenglegi mælti:

...
Héðan í frá mun mikilfengleiki minn skýna af þráðum þessum er byrtast munu á alneti er kallað er.
...

Var þessi y/ý-notkun mikilfenglega meðvituð ákvörðun?

Hinn lágkúrulegi einkaritari minn hefur sagt lausum störfum sínum, og sé ég að tillraun mín í tilgangi þeim að koma upp nýjum mikilfenglegum ritstíl hafa brugðist. Mun ég eigi ofnota y svo lengi sem mikilfenglegi minn skýn á vef þessum. En hinn mikilfenglegi mun eigi byðjast afsökunar á svo lítilfenglegu athæfi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 18/11/08 16:46

Hinn mikilfenglegi mælti:

krossgata mælti:

Hinn mikilfenglegi mælti:

...
Héðan í frá mun mikilfengleiki minn skýna af þráðum þessum er byrtast munu á alneti er kallað er.
...

Var þessi y/ý-notkun mikilfenglega meðvituð ákvörðun?

Hinn lágkúrulegi einkaritari minn hefur sagt lausum störfum sínum, og sé ég að tillraun mín í tilgangi þeim að koma upp nýjum mikilfenglegum ritstíl hafa brugðist. Mun ég eigi ofnota y svo lengi sem mikilfenglegi minn skýn á vef þessum. En hinn mikilfenglegi mun eigi byðjast afsökunar á svo lítilfenglegu athæfi.

Væri það ekki mikilfengleiki?

Annars er jú mjög æskilegt að innflytjendur komi hér inn, jafnvel áður en þeir koma í hliðið. Hliðið er aðalega hugsað fyrir fólk sem vill komast innfyrir sjálf landamæri Baggalútíu, ef það vill t.a.m. fá sér kakó á Kaffi Blút eða eitthvað. Annars er þetta mikilfengleg kynning miðað við það hversu vanrþróaður þessi einstaklingur greinilega er.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 18/11/08 16:54

Þér ortuð afar illa. Að því sögðu bjóðum vér yður velkomna. Vér erum í góðu skapi í dag, svo þér ættuð að taka í hönd vora, á meðan hún er enn fram rétt.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 18/11/08 17:46

Hinn mikilfenglegi mælti:

krossgata mælti:

Hinn mikilfenglegi mælti:

...
Héðan í frá mun mikilfengleiki minn skýna af þráðum þessum er byrtast munu á alneti er kallað er.
...

Var þessi y/ý-notkun mikilfenglega meðvituð ákvörðun?

Hinn lágkúrulegi einkaritari minn hefur sagt lausum störfum sínum, og sé ég að tillraun mín í tilgangi þeim að koma upp nýjum mikilfenglegum ritstíl hafa brugðist. Mun ég eigi ofnota y svo lengi sem mikilfenglegi minn skýn á vef þessum. En hinn mikilfenglegi mun eigi byðjast afsökunar á svo lítilfenglegu athæfi.

Þú segist ekki ætla að ofnota Y en í sömu setningu og næstu geriru það tvisvar?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 18/11/08 17:54

Og það í sömu orðum, svo til.

‹Skellir sér á lær.›

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Annrún 18/11/08 18:58

Bíddu bíddu, er ég þá hætt að vera yngst hérna? ohhhhh ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Saklaus og sæt sveitastelpa - Opinbert ræktartröll Gestapó (ásamt Fergesji) - Alltaf til í góðar sturtuferðir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 18/11/08 19:00

Naaaaahh. Þú ert ennþá yngst. Þú og Grétar litli.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Annrún 18/11/08 19:04

Jarmi mælti:

Naaaaahh. Þú ert ennþá yngst. Þú og Grétar litli.

Hver er Grétar? ótrúlega raunheimalegt nafn verð ég að segja...

Saklaus og sæt sveitastelpa - Opinbert ræktartröll Gestapó (ásamt Fergesji) - Alltaf til í góðar sturtuferðir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 18/11/08 19:06

Annrún mælti:

Jarmi mælti:

Naaaaahh. Þú ert ennþá yngst. Þú og Grétar litli.

Hver er Grétar? ótrúlega raunheimalegt nafn verð ég að segja...

Nú hann Grétar Væni.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 18/11/08 19:06

Grayne Wetzky auðvitað, eða var það öfugt... ‹Klórar sér í höfðinu›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 18/11/08 19:06

Annrún mælti:

Jarmi mælti:

Naaaaahh. Þú ert ennþá yngst. Þú og Grétar litli.

Hver er Grétar? ótrúlega raunheimalegt nafn verð ég að segja...

Það er víst ég. Ég er víst ungur að árum en ég er búinn að vera á Gestapó síðan í apríl.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 18/11/08 19:06

Þekkir þú ekki Væna-Grétar? Fínn strákur.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Annrún 18/11/08 19:08

Já ég var nú bara að tala um að vera yngst hér inni, það er ég er ekki orðin tveggja vikna gömul.. annars er ég víst ekkert svo ung í raunheimum... bara smá ung ‹Ljómar upp›

Saklaus og sæt sveitastelpa - Opinbert ræktartröll Gestapó (ásamt Fergesji) - Alltaf til í góðar sturtuferðir.
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: