— GESTAPÓ —
Pó kynnir sig
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
13/11/08 18:51

Mér sýnist hefðin að kynna sig - það hafði farið fram hjá mér þangað til nú og kynni ég mig því hér með þrátt fyrir að vera nú þegar umþb mánaðargamall.

Ég heiti Pó en er ekki stubbur, þótt lágvaxinn sé (stubbmörk eru í einum og sjötíu hjá karlmönnum). Ég er af karlkyni og kann því ágætlega. Ég lít út fyrir að vera eldri en ég er. Mér er sagt að ég hafi óvenjufagurt nef en mjög ljót eyru. Tíu tær og tíu fingur. Áhugamál mín eru af skornum skammti, en ég safna bókum og hef einu sinni farið í bíó. Ég hata Internetið og reyni af fremsta megni að forðast það. Sumir segja mig gamla sál í ungum líkama. Aðrir segja að ég hafi enga sál.

Þráðinn Kveðist á stunda ég öðrum þráðum fremur, enda á ég kvæðabók heima hjá mér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/11/08 19:19

Velkominn hér vinur sæll
sem vísnafræðin stundar.
Þú ert karl minn klár og dæll
og kvæðin fínu grundar....

Með öðrum orðum, velkominn og gleymdu þessum leir sem fyrst...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/11/08 19:20

Velkominn. Þú ert semsagt yngri en á grönum má sjá?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
13/11/08 19:24

Þakka ykkur báðum - það má segja það, Regína, vel að orði komist.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 13/11/08 19:38

Þú ert sá langefnilegasti sem ég hef séð , kæri Pó. En af hverju þetta nafn og þessi mynd?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 13/11/08 21:26

Kærlega velkominn Pó að þetta ljúfa vefsvæði. xT

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Sæll vertu elsku þú . Kynning þín ber keim af auglýsingum einkamáladálkana . Hér búa alslags furðufuglar við allra hæfi

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 13/11/08 22:10

Pó mælti:

Mér er sagt að ég hafi óvenju[...]jót eyru. Tíu tær og tíu fingur [...]
ég safna bókum og hef einu sinni farið í bíó.
Ég hata Internetið og reyni af fremsta megni að forðast það. [...]
Aðrir segja að ég hafi enga sál.
Þráðinn Kveðist á stunda ég öðrum þráðum fremur, enda á ég kvæðabók heima hjá mér.

Ofantilvitnað, sem er drjúgur meirihlutar kynningar Pós, fær mig til að virða manninn mjög. Mér finnst - með fáeinum undantekningum - allir sem ég hitti vera óspennandi karakterar (stundum skipti ég um skoðun við nánari kynni) en þessi er nú þegar að mínu skapi. Kannske fæ ég einhvern tíman að glugga í kvæðabókina.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 13/11/08 22:32

Vel sértu kominn. Gaman að þú skyldir hafa ratað á þennan kima vefsins fyrst þú forðast græjuna með fremsta móti. Sál? Ojújú, oseisei.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
14/11/08 00:17

Þakka enn og aftur góðar viðtökur. Sérstaklega Hlebba fyrir ljúft hrós

Wayne Gretzky mælti:

En af hverju þetta nafn og þessi mynd?

Wayne forvitnast um nafn og mynd og því er sjálfsagt að svara, með þökk fyrir hrósið.

Pó var það fyrsta sem mér datt í hug, aðallega vegna þess að Gestapó endar á pó. Svo heitir uppáhaldsstubburinn minn Pó, auk þess sem auðvelt er að ríma við nafnið (mér finnst gaman að yrkja lofkvæði um sjálfan mig, enda gerir enginn annar það).

Myndin heillaði mig um leið og ég sá hana (í gegnum e-a myndaleit á gúggl). Andlitið er djúpt og þrungið og geislar af vizku og fræðum. Undir þessu andliti get ég skrifað stoltur á Internetið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 14/11/08 10:21

Pó mælti:

(mér finnst gaman að yrkja lofkvæði um sjálfan mig, enda gerir enginn annar það).

Nú er Hlebba um og ó!
Enginn semur lof um Pó.
Heiðurskarl er höldur þó
hann skal besta lofið fá.
Fagurt galaði fuglinn sá.

Fyrr ég arka út í sjó
við undirleik á píanó
og hlusta á eitthvert baul í Bó
heldur en að missa af kappans fundi.
Listamaðurinn lengi sér þar undi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
14/11/08 12:30

Þetta þótti mér hreint afbragð og lá við að yrði klökkur fyrir vikið. Mange tak.

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta hreint afbragð og hér um bil orðið klökkur fyrir vikið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 14/11/08 14:13

Fésið finnst mér vel valið. Þegar þú segist hata internetið og reynir að forðast það áttu þá við internetið svona almennt með undantekningum... eins og til dæmis Gestapó? Eða hefurðu skilgreint einhverjar lendur alnetsins sem ekki internet?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 14/11/08 14:27

Það hlýtur að vera satt og rétt sem þú segir að þú sért gömul sál - því mér finnst endilega eins og ég hafi oft séð þig áður - ergo þú sért hundgamall hér á Póinu.

Velkominn heim!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
14/11/08 14:30

Takk fyrir það, Tigra.

krossgata mælti:

Þegar þú segist hata internetið og reynir að forðast það áttu þá við internetið svona almennt með undantekningum... eins og til dæmis Gestapó? Eða hefurðu skilgreint einhverjar lendur alnetsins sem ekki internet?

Hatur mitt í garð Internetsins felst ekki í hatri í garð einstakra vefja eða vefsvæða. Gestapó er að mínu viti t.a.m. eitt af því sem upphefur Internetið og er einn af ljósu punktum þess.

Í heildina litið finnst mér Internetið hafa gert okkur mannfólkið og okkar tilveru leiðinlegri, vélrænni og dauðyflislegri en áður var. T.d. hef ég ekki fengið bréf með frímerki á í mörg ár. Þess sakna ég og kenni ég aðallega Internetinu um. Í denn var gaman að fá bréf inn um lúguna, með nafni sínu handskrifuðu og fallegu frímerki efst í hægra horninu, sleiktu af tungu þess sem bréfið skrifaði. Þessi tíð er liðin og þessarar tíðar finnst mér vert að sakna.

Sú var tíð að tónlistarmenn gáfu tónlist sína út á vinyl- eða geislaplötum sem voru handbærar og í föstu formi. Í þá daga voru til plötusafnarar, sem sönkuðu að sér þessum gripum og bjuggu sér til myndartónlistarsöfn. Á okkar dögum eru þessir menn úreltir og finnist þeir enn er ekki litið á þá sem nútímafólk heldur fornaldarmenn. Á þann, sem gerir sér ferð í hljómplötuverslun og festir kaup á tónlist, er litið sem heimskan, enda hefði hann geta sparað sér þúsundkallinn sinn og halað efninu niður í gegnum Internetið. Þetta finnst mér miður.

Internethatur mitt er því almenns eðlis, en ekki sérstaks. Gestapó hata ég ekki, heldur langt því frá.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 14/11/08 14:54

Mikið er ég fegin að þetta er svona skilgreiningaratriði, mér sýndist þetta internethatur geta orðið þér hið mesta vandamál annars. Ég get tekið undir þetta með bréfin og plöturnar.
‹Fyllist þáþrá›

Nú er helst að maður fái eitthvað í ætt við frímerkt sendibréf um jólin. Geisladiska kaupi ég reyndar enn á gamla móðinn, í þar til gerðri verslun og helst með alvöru peningum en ekki plasti. Maður verður nú að halda í einhverjar hefðir.
‹Ljómar upp›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 14/11/08 22:21

Aldrei fer ég á þetta Internet til að nota Gestapó. Ég fer bara á skrifstofuna hjá Baggalúti og skrifa beint á serverinn. Enter er mjög illa við þetta en vill ómögulega að ég birti af honum tilteknar ljósmyndir þannig að þetta hefur orðið að samkomulagi með okkur.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 15/11/08 12:18

Ég sendi nú bara flöskuskeyti.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: