— GESTAPÓ —
Kynning á konu
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Imba Branz 10/11/08 23:34

Skíthrædd og skjálfandi kem ég hér inn
Leitandi, líðandi skár þegar ég veit
að enn fyrirfinnast þenkjandi sálir
með manndóm, til þess að skega það allt eins og það er

Ég kann ekki laganna kveðskap
set bara mín eigin lög
Kannski á ég hér heima
innan um skaparans börn

Hvað hér er að finna í Baggalúts geim
ég veit ekki enn
En mun brátt opinberast
Þegar ég byrja mitt líf

Bíð því spennt, rjóð og feimin (ekki feit)
vona svo bara að ég verði ekki að geit

Ég er semsagt kona
sem get margt og veit,
og svo kem ég að austan
þeim alræmda rann.

Nóg er að sinni,
meira kemur ef ég þori,
herði skrápinn og skapið
og set innleg í málin

Imba Branz

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/11/08 23:40

Velkomin.
En hvar er þetta „austan“? Er búið að innlima það í Baggalútíu?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/11/08 23:42

Velkomin...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 10/11/08 23:48

Velkomin Imba.

Billi, ætli hún sé þá ekki frá einhverju austanlandi sem Baggalútía hefur sigrað?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 10/11/08 23:48

Velkomin. Prýðis kynning.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/11/08 23:53

fröken eða frú Branz?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/11/08 23:57

Velkomin Imba Ertu nokkuð í nágreni við Sómastað?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/11/08 23:58

Svona svona Offari minn... Sómastaðir eru ekkert greni, hvað þá nágreni... ‹Glottir eins og fífl›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/11/08 23:59

P.S. Offari, ætlarðu ekki að fara að skrá þig á Árshátíðina?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 11/11/08 00:01

Velkomin Imba.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/11/08 00:06

Skabbi skrumari mælti:

P.S. Offari, ætlarðu ekki að fara að skrá þig á Árshátíðina?

Ég er ekki búinn að sjá veðurspána fyrir helgina. Ég efast um að ég hafi tíma til að skreppa suður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/11/08 00:13

Offari mælti:

Skabbi skrumari mælti:

P.S. Offari, ætlarðu ekki að fara að skrá þig á Árshátíðina?

Ég er ekki búinn að sjá veðurspána fyrir helgina. Ég efast um að ég hafi tíma til að skreppa suður.

Þú gerir bara þitt besta... ég hugsa að tekið verði við skráningum fram á síðasta dag... en nafnspjöld verða þó ekki fyrir þá sem skrá sig seint...

Biðst velvirðingar á að hafa stolið þræðinum hennar Imbu... Skál

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jón Spæjó 11/11/08 00:14

Er þetta Ingibjörg Pálmadóttir?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Imba Branz 11/11/08 08:35

Ekki Ingibjörg Pálmadóttir og fyrir austan er voða einfalt, bara á austanverðu Íslandinu, svipaðar slóðir og "einu" Íslensku kommarnir eru taldir eiga heima.

Forfeður mínir þar hafa lítið verið í stjórnmálum, meira verið í vinnunni og stundum átt það til að setja saman ljóð, kvæði, stökur og fleira í þeim dúr, en oftast verið fátækir, svo það kann ég, er barasta í blóðinu.

Best að drífa sig í vinnu, svo einhver verði launin

góðar stundir

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Imba Branz 11/11/08 08:37

Ég hef bara eitt markmið núna, það er að ná mér í mynd, svo þið þekkið mig ekki bara af nafni, svo það er best að vera dugleg að skrifa, þarf þó kannski að hafa einhverja meiningu eða hvað?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 11/11/08 08:49

Imba Branz mælti:

Ég hef bara eitt markmið núna, það er að ná mér í mynd, svo þið þekkið mig ekki bara af nafni, svo það er best að vera dugleg að skrifa, þarf þó kannski að hafa einhverja meiningu eða hvað?

Ef þig vantar meiningarlaus innlegg þá mæli ég með teningaleikjunum. ‹Stekkur hæð sína›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 11/11/08 09:22

Imba Branz mælti:

Ekki Ingibjörg Pálmadóttir og fyrir austan er voða einfalt, bara á austanverðu Íslandinu, svipaðar slóðir og "einu" Íslensku kommarnir eru taldir eiga heima.

Forfeður mínir þar hafa lítið verið í stjórnmálum, meira verið í vinnunni og stundum átt það til að setja saman ljóð, kvæði, stökur og fleira í þeim dúr, en oftast verið fátækir, svo það kann ég, er barasta í blóðinu.

Best að drífa sig í vinnu, svo einhver verði launin

góðar stundir

Ís-landinu?
Er það ekki einhver Baggalútísk nýlenda rétt hjá Færeyjum?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 11/11/08 09:22

Ekki gera lítið úr teningjaleikjunum, þeir æfa upp snerpu og og.....og eitthvað. Allavega bráðnauðsynlegir. En velkomin annars Imba.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: