— GESTAPÓ —
Spurningaleikur góða dátans Svejks
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/10/08 18:25

Við ættum flest að hafa gagn og nokkurt gaman af þessum leik, þar sem spurt er úr Ævintýrum góða dátans Svejks.

Ég ætla að byrja á einni einfaldri: Hvað hét hinn drykkfelldi herprestur sem Svejk þjónaði í nokkrar vikur?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 25/10/08 18:25

Hét hann ekki Otto Katz ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 25/10/08 18:27

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Hét hann ekki Otto Katz ?

Það hebbði ég haldið.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/10/08 18:44

Hárrétt, þessi varð nú höfð auðveld til að hita upp. Z. Natan á réttinn.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 25/10/08 18:56

Látum okkur sjá hvað maður man fleira. Ætli næsta spursmál verði ekki barasta líka í einfaldara lagi, en þó tvíþætt:

Snemma í sögunni verða vistaskipti hjá Svejk, þ.e. hann hættir sem þjónn herprestsins.
Hvernig vill það til, & hver verður hinn nýji vinnuveitandi Svejks ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/10/08 18:59

Það er Lukás höfuðsmaður, en ég man ekki alveg hvernig það kom til. Tapaði hann ekki í spilum og veðjaði Svejk eftir að hafa spilað rassinn úr buxunum?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 25/10/08 19:06

Rétt.

Það er að segja, eftir að presturinn tapaði aleigunni í spilum fékk hann lán hjá höfuðsmanninum, með þjónustumanninn Svejk að veði. Vitaskuld tapaði guðsmaðurinn enn eina ferðina, & svo fór sem fór.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/10/08 19:09

Otto Katz er sjálfsagt með eftirminnilegri bókmenntapersónum.

Þegar Svejk var genginn til liðs við 91. herdeild var þar ólæknandi átvagl sem át allt sem tönn á festi. Hvað hét hann?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 25/10/08 19:15

Það man ég ekki í svipinn; Útvarpsstjóri gæti lumað á svarinu, eða einhverjir aðrir . . .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 25/10/08 20:52

Var það ekki Baloun, eða hvernig sem þetta er skrifað.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 25/10/08 21:06

Hermann.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/10/08 08:11

Útvarpsstjóri mælti:

Var það ekki Baloun, eða hvernig sem þetta er skrifað.

rétt

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 1/2/09 01:49

Ég kem með eina, svona fyrst að þessi er að deyja drottni sínum.

Hvað hét konan ágæta sem að ýtti Svejk í hjólastólnum til herskráningarinnar?

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 1/2/09 02:39

Arf, þetta er ein uppáhalds bókin mín, ég hef lesið hana allvega þrisvar en það er orð'ið svoldið langtr síðan svo ég man svo fá n-fn, en þetta var konan sem hann leigði hjá var það ekki?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 1/2/09 02:49

Jújú, það mun svo vera.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 3/2/09 12:15

Frú Muller?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 4/2/09 10:04

Ah..síðan ég kom með þessa spurningu hef ég einhvernveginn fyrirgert bókinni, finn hana bara ekki en jú, hún hét frú Muller... er eiginlega viss um það

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 25/11/10 23:06

Það er löngu tímabært að endurlífga þennan leik.

Hverjum var falið að rita sögu 91. herdeildar?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: