— GESTAPÓ —
Hamskipti
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þengill Geðvangur 21/10/08 18:52

Kafka skrifaði víst einhverja langloku um sama efni en ég læt það duga að rita hér stuttan pistil:
Hamskipti hugans myndu ríma í samheitaorðabókinni við Geðvangur (þó og einungis í vissum tilfellum, fyrirspurnum verður ekki svarað.) Vegna framapots reyndi ég að velja nafn sem er í senn göfugt, forvitnilegt, íslenzkt (þ.e.a.s. svo gamalt að setan var ekki dottin úr málinu (velvirðing snerti þetta ykkur á næmum stöðum), þjált, fallegt, vel ilmandi, o.s.frv. Ég er hvorki kominn af góðum né slæmum ættum því ég er hafinn yfir gildismat. Ég er því sem hér segir:

Genginn Þengill, Geðvangur af ættum,
Gægist hingað, sér anga af sættum
Silfrað bakið, gylltur
ýlfrar í lakið, stilltur.
Grágult tunglið, gegnir þessum vættum

En sum sé: komið hálf og sæl, ég er mættur til leiks, fullur geðslegra eftirvæntinga sem kunnu breytast með tíð og tíma

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 21/10/08 19:03

Komdu heill og sæll og vertu velkominn. Gaman að þú kynnir þig með limru.
Persónulega finnst mér vanta stuðla í þriðju og fjórðu línu en margir eru á því að limruformið sé frjálst.

Hæ annars bara.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/08 22:32

Velkominn Þengill... þetta er skemmtileg innkoma... xT

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 24/10/08 22:17

Velkominn Þengill. Ég vona að þú sért góður en ekki illur.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 24/10/08 22:20

‹Ljómar upp›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 24/10/08 23:10

Ég veit bara um vonda Þengla.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 24/10/08 23:41

Þá veistu nú ekki mikið Úbbi minn.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 25/10/08 00:08

Hvort stendur Geðvangur fyrir geðgóður eða geðillur?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 25/10/08 00:13

‹Starir í forundran á Tigru› Ha? Um hvað ertu að tala? Ég hélt þetta væri heimilisfangið hans. Er hann annars ekki úr Norðurbænum? ‹Klórar sér í höfðinu›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Er Geðvangur ekki næsta gata við Breiðvang?

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 25/10/08 10:29

Hexia de Trix mælti:

Þá veistu nú ekki mikið Úbbi minn.

‹hnussar›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 25/10/08 17:29

Geðvangur: veruleikafirrtur. Sá sem sleppt hefur tökum á raunveruleika. Annars mun hann ekki sjást hér meir, því er nú verr og miður

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 25/10/08 21:15

Af hverju? Er hann aukaegóið þitt?

Annars, hérna, hórkarl. Dularfulli maðurinn fékk Enter til að breyta nafninu sínu í Dula. Þannig að það er hægt að breyta nöfnum.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 27/10/08 14:09

Já, var öllu heldur fyrst það er búið að loka fyrir hann. En ég ætti kannski að beita mér frekar fyrir nafnabreytingu, tek varla mark á sjálfum mér með þetta ónefni

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/10/08 14:12

Það er eflaust ekki búið að loka fyrir hann.
Prófaðu að eyða kökum úr vafranum og sjáðu hvort þú komist ekki inn eftir það.
(Þetta er alþekkt vandamál.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 27/10/08 14:20

Takk fyrir ábendinguna en það gekk ekki. Vangaveltur Skabba og Hlebba um aukasjálfið mitt voru á sama tíma og ég komst ekki lengur inn á því notendanafni. Því gruna ég þá um græsku en kannski er þetta einhver sjaldgæfur netsjúkdómur sem herjar á Þengil

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 27/10/08 14:22

‹Klórar sér í höfðinu› Hvernig (og hvers vegna) í ósköpunum ættu Skabbi og Hlebbi að hafa gert eitthvað við Þengil?

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 27/10/08 14:24

Vegna tengsla við yfirvöld og tímasetningar gerði ég ráð fyrir að lokað hefði verið á mig. Er það ekki til siðs hér að dreap aukasjálf?

Takk fyrir áheyrnina.
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: