— GESTAPÓ —
Hafið þið heyrt þennan?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pseudo 11/10/08 08:53

An American and an Icelander were sitting at a bar.

The American said:

*'We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope, and Johnny Cash.'*

And an Icelander replied:

'We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope, and no Cash'.

Nýliði - Api -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/10/08 09:11

Kæri nýliði: Það er orðið allt of mikið af ensku hérna. Of margir sletta. Til dæmis sá ég bakklykilinn nefndan upp á ensku nýlega.

Eða eins og Enter segir:

Tilvitnun:

Umræður skulu fara fram á íslensku, vandaðri.

Og svo ég svari nú spurningunni: Já, ég hef heyrt þennan.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 11/10/08 14:13

Æ þau voru full þegar þau töluðu um bakklykilinn, það er allavega smá afsökun. Það er engin afsökun fyrir þessu. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›
‹Rekur nefið aftur inn› Og já, ég var búin að heyra hann! ‹Skellir aftur›

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 11/10/08 14:17

Nei ég hef ekki heyrt hann en ég hef lesið hann.‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 11/10/08 14:18

Ég hef bæði heyrt hann og lesið hann. ‹Klórar sér í höfðinu›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 11/10/08 14:37

Þetta er nú varla fyndið núna frekar en endranær.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 11/10/08 14:44

En hafiði heyrt þennan.
‹Talar úglensku með íslenskum fullukalla hreim›

A Djú, a pólak and a blond wolk intú a pöbb og ðe bartender ses "Vatt iss ðiss, somm kænd off djók?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 11/10/08 15:23

Þetta er eldgamall brandari dubbaður upp í nýjan búning.

Ég vil fá nýjan brandara takk, helst einhvern sem ég hef ekki heyrt áður.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/10/08 17:19

Regína mælti:

Til dæmis sá ég bakklykilinn nefndan upp á ensku nýlega.

Ég get breytt þessu núna, ef það kætir þig. ‹Glottir eins og fífl›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/10/08 17:26

Annars þá er spurning hvort Enter breyti nafni sínu ekki í Vendihnapp í leiðinni. ‹Glottir meira og fíflalegar›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pjásugott 11/10/08 17:43

Ég hef ekki heyrt né séð þennan Bússbrandara. En hann er ekkert sérlega fyndinn heldur.

-Einstæð móðir kemur inn til læknis síns alveg brjáluð og segist vanta einhverja lausn því börnin hennar eru að gera hana brjálaða. Læknirinn spyr hvort hún hafi enga stjórn en hún svarar honum fullum hálsi að það þýði ekkert að reyna, þau hlýði engu. Hún er orðin svo reið og leið á þessu að hún gæti hugsað sér að murka kvikindin. Læknirinn lætur hana fá einhver lyf við þessu og hún fer við svo búið.

Einhverjum vikum seinna kemur hún aftur og segir:
"Hææææææ..."
-"Sæl vertu, hvað segirðu gott?"
"Þa bara aaaaalllllt geeeegt..."
-"Jæja? Og hvernig gengur með börnin?
"Hverjum er ekki drullusama?"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 11/10/08 18:33

Ég hef nú leyft mér að sletta þegar ég tala um ýmislegt er tengist tölvum. Ég segi ekki bakklykill eða billykill eða stórustafalykill eða breytilykill... nú eða vendihnappur.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 11/10/08 18:33

Og, já - ég var búin að sjá þennan brandara.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 11/10/08 18:35

Kreppa...... slaka ....... kreppa ..... slaka‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 11/10/08 18:36

Harðlífi? ‹Glottir eins og fífl›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pseudo 11/10/08 18:43

Pjásugott mælti:

Ég hef ekki heyrt né séð þennan Bússbrandara. En hann er ekkert sérlega fyndinn heldur.

-Einstæð móðir kemur inn til læknis síns alveg brjáluð og segist vanta einhverja lausn því börnin hennar eru að gera hana brjálaða. Læknirinn spyr hvort hún hafi enga stjórn en hún svarar honum fullum hálsi að það þýði ekkert að reyna, þau hlýði engu. Hún er orðin svo reið og leið á þessu að hún gæti hugsað sér að murka kvikindin. Læknirinn lætur hana fá einhver lyf við þessu og hún fer við svo búið.

Einhverjum vikum seinna kemur hún aftur og segir:
"Hææææææ..."
-"Sæl vertu, hvað segirðu gott?"
"Þa bara aaaaalllllt geeeegt..."
-"Jæja? Og hvernig gengur með börnin?
"Hverjum er ekki drullusama?"

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Gríðarlega fyndinn.

Nýliði - Api -
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pseudo 11/10/08 18:49

Þó brandarinn sé á ensku þá er einn íslendingur í honum, það hlýtur að vera plús.

Nýliði - Api -
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pjásugott 11/10/08 20:00

Pseudo mælti:

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Gríðarlega fyndinn.

Ég þakka pent.

     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: