— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 3/10/08 16:43

Kæru vinir.

Eins og þið þekkið og hafið mörg hver reynt á eigin skinni, er menntakerfið, ekki bara á Íslandi, heldur í gjörvöllum hinum vestræna heimi, á hraðri niðurleið. Börn verða sífellt heimskari og heimskari (og hlægja þegar einhver gefur út kvikmynd um þá heimskustustu), og foreldrum er alveg sama, svo lengi sem þeir geta þaggað niður í þeim með nýjum pleistassjónum og axarboxum og internetum og pönnukökuskjám og hvað þetta nú heitir allt saman.

Hrun klassískrar menningar er reifað á prýðilegan hátt í nýlegri bók, Bréfi til Maríu frá Einari Má Jónssyni. Einnig, í styttra máli, í þesasri prýðilegu grein: http://blog.politiken.dk/bibliopaten/2008/09/25/laenge-leve-lektor-blomme/
Þar er málið rætt út frá dönskum forsendum, sem ríma ágætlega við hérlendar.

Góðar stundir.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 3/10/08 20:09

Vertu úti með þessa dönsku!
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 3/10/08 22:07

Hefði skólakerfið staðið sína plikt læsir þú dönsku sem móðurmál þitt væri. Þetta er jú tungumál sem hefur vart málfræði og nær hver einn og einasti orðstofn er samkynja orðstofnum í íslenzku. Eins og börnin segja, how hard can it be?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fælniflóki 3/10/08 22:53

Þessu var mjög vel lýst í myndinni Idiocracy.

Nefndarmaður í sendinefnd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 3/10/08 22:58

Það mun seint verða að ég líti á mál frá dönskum forsendum. Eða einhvurjum öðrum forsendum en mín eigin. Vertu frammi með þetta hrognamál. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 3/10/08 23:11

Hvað segirðu? Hrun klassískrar menningar? Hvenær verður það? Næst á eftir hruni krónunar?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 5/10/08 03:04

Kargur mælti:

Það mun seint verða að ég líti á mál frá dönskum forsendum. Eða einhvurjum öðrum forsendum en mín eigin. Vertu frammi með þetta hrognamál. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Ég er sammála því og þeirri staðreind að krakkar eru orðnir vangefið drasl sem er í besta falli hægt að nota sem hákarlabeitur - allavega þau feitu!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 5/10/08 12:27

Günther Zimmermann mælti:

Heimur versnandi fer og ég er sá fyrsti til að segja það. Höldum aftur í moldarkofana!

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 5/10/08 12:32

hvurslags mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Heimur versnandi fer og ég er sá fyrsti til að segja það. Höldum aftur í moldarkofana!

Ef það er internet í moldarkofanum er ég til!

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 5/10/08 12:44

Anna Panna mælti:

hvurslags mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Heimur versnandi fer og ég er sá fyrsti til að segja það. Höldum aftur í moldarkofana!

Ef það er internet í moldarkofanum er ég til!

Díll. Ég skal sjá um að tengja 56k módemið og þú ferð á æfingahjólið til að knýja rafalinn. Vonandi ertu í nógu góðu formi fyrir sítengingu.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: