— GESTAPÓ —
Vandi mikill og vandkvæðastunur.
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Sælir kæru félagar,

Hér á árum áður var ég hér virkur meðlimur og nefndist þá Hundslappadrífa í Neðra, margt hefur á daga mína drifið síðan ég viltist af braut og út í ögurlönd. Svo margt í raun að þegar ég bar augum hinar langþráðu hafnir Baggalútíu áttaði ég mig á að ég hafði gleymt lykilorðinu einhverstaðar miðja leið milli Lundúnía og Miklagarðs. Leitaði ég að skrifstofum Baggalútíska sendiráðsins en fann þær hvergi sökum mikilla umbóta og breytinga á útliti landsins.

Ég brá á það ráð að falsa skilríki og smygla mér hér inn undir fölsku flaggi í þeirri veiku von að félagar mínir frá í árdaga sæju á mér aumur og útveguðu mér lykilorðið langþráða nýtt eða gamalt. Annars verð ég líklega að bíta í það súra að vera hér í dulargerfi.

Með innilegri kveðju,
Mikið er gaman að sjá ykkur aftur,

Hundslappadrífa í Efra?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 30/9/08 21:19

Hæ Drífa. ‹Ljómar upp› Gaman að sjá þig aftur hér hefur reyndar margt breyst síðan þú varst hér síðast því nú finnst mönnum skemmtilegast að drepa hvorn annan hér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 30/9/08 21:22

Velkomin aftur til baka Hundslappadrífa. ‹Ljómar upp› Ég hélt að þú værir farin fyrir fullt og allt.
Er búið að finna Baggasveininn? ‹Forvitnast og hlakkar til að heyra svarið ›

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Stefni á að klára það mál um leið og ég rata á skjölin mín um það mál. Margt og mikið sem ég skildi hér ólokið eftir. Og margt sem ég á eftir að segja ykkur af ferðum mínum.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Já og þakka ykkur svo innilega fyrir þessar hlýju móttökur ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/9/08 21:27

Þú ættir kannske að senda Enter einkapóst og athuga hvort hann geti ekki reddað þér nýju lykilorði... velkomin til baka...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

‹Starir þegjandi út í loftið›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/9/08 21:29

Villimey Kalebsdóttir mælti:

‹Starir þegjandi út í loftið›

Hún er þarna efra... ‹bendir›

To live outside the law, you must be honest.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Mælir þú heilastur Skabbi, ég var einmitt að reyna að muna hver væri vandræðaleysarinn mikli... geri það og spjalla hér á meðan bara.
‹býður öllum upp á ótæmandi kút af Sýflískum Sólskinssafa› xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 30/9/08 21:31

Lát heyra. ‹Kemur sér vel fyrir, tilbúin að hlusta á ferðasögur Drífu›
Snakk og salat? ‹Útbýr grískt fetasalat með ólífuolíu, sítrónu, pipar, salti og lauk. Tómötum, ólífum og fetaosti› ‹Setur snakk í aðra skál, fyrir þá sem það vilja›

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Úfff ja frá mörgu er að segja og myndi mér ekki endast kveldið til, ég er örmagna eftir ferðir mínar og að verða heldur málhölt af þreytu. ‹Starir þegjandi út í loftið›

‹Vaknar af hugsunum sínum og þiggur smá sallat og drekkur með›

Mikið er þetta gott hjá þér. Á ég að hella í glas fyrir þig líka?‹Glottir eins og fífl›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Offari, hvað varstu að segja, er vígöld?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 30/9/08 21:42

Já takk Drífa xT í grænu fyrir þér!

Ó já hér ríkir vargöld núna. Menn maffast og hengja og drepa miskunarlaust til að lifa af sjálfir.

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ja,fjárinn á röndóttum brókum, það er sem sagt af sem áður var er bróðernið sveif yfir vötnum hér? ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 30/9/08 21:48

Ó já. Hér er allt í hershöndum . En láttu okkur nú heyra um ljósið sem þú hefur upplifað, það varpar ef til vill birtu inn í þetta grábölvaða morðóða illskusvæði.
Samt, getum við alltaf fundið okkur tilefni til að ljóma upp og knúsa ‹Ljómar upp og knúsar›

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 30/9/08 22:29

Sæl skvís!
Það var mikið að þú lætur sjá þig! - og núna er uppi á þér.. eða þú veist.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 30/9/08 22:42

Vandkvæðastunur skyldi ritað í einu orði.

Ég hef ekki annað málefnalegra fram að færa hér. Afsakið.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/9/08 23:29

Hundslappadrífa í Efra? mælti:

Ja,fjárinn á röndóttum brókum, það er sem sagt af sem áður var er bróðernið sveif yfir vötnum hér? ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Hjer er reyndar bróðerni að mestu nema í mafíuleiknum. Að því sögðu bjóðum vjer yður formlega velkomna til baka og sjáum eigi ástæðu til að þjer farið gegnum nýliðahliðið.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: