— GESTAPÓ —
#$%/#$%#!% laukur, $"#(/%&(&% forræðishyggja
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 30/9/08 21:04

Hugsið ykkur ef það væri alltaf svoleiðis þegar maður kaupir tómatsósu, sama hver framleiðandinn er, þá væri 1/3 af innihaldi flöskunnar tómatsósa en 2/3 væru undantekningalaust morkinn laukur.

Eða ef það væri alltaf svoleiðis þegar maður kaupir hamborgara að þá væri bara 1/3 þess sem er í brauðinu hakkað ket en 2/3 væru undantekningarlaust morkinn laukur?

Eða ef það væri alltaf svoleiðis þegar maður kaupir fullan tank af bensíni á bílinn að bara 1/3 þess sem fer á tankinn væri bensín en 2/3 væru undantekingarlaust morkinn laukur?

Hvers vegna í andskotanum halda þá allir framleiðendur maríneraðrar síldar - og hér er engin undantekning - að mann langi að mestu í þennan verulega ókræsilega, viðurstyggilega, gegnmorkna fokking lauk sem þeir troða í dósirnar? Ef þeir þurfa endilega að drýgja síldina, má ég þá frekar biðja um hundamat eða bensín - eða bara minni dós.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 30/9/08 21:15

Laukurinn er settur í til að sökkva síldinn í marineringuna. Ef honum væri sleppt myndi síldin þrána og verða óæt. Þá vill ég frekar henda lauknum en öllu innihaldinu. En ég verð samt að spyrja þig er hægt að nota laukinn sem eldsneyti á bíla?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 30/9/08 21:16

Ég veit ekki af hverju þeir halda að maður (þú) vilji(r) helst lauk með síldinni. Kannski af því að mér finnst ekki nógur laukur í síldardollunum.

Sendu mér bara þinn lauk og málið er dautt.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 30/9/08 21:40

Laukur eða ekki laukur.....Síld er óæt hvort heldur sem er!

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 30/9/08 21:48

Offari mælti:

Laukurinn er settur í til að sökkva síldinn í marineringuna. Ef honum væri sleppt myndi síldin þrána og verða óæt. Þá vill ég frekar henda lauknum en öllu innihaldinu. En ég verð samt að spyrja þig er hægt að nota laukinn sem eldsneyti á bíla?

Rasjónalisti!

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fælniflóki 30/9/08 21:51

Undarlegt. Ég lendi yfirleitt í því að fá of lítið af lauk. Ætli þessi tvo mál séu tengd?

Nefndarmaður í sendinefnd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 30/9/08 21:52

Þegar búið er að taka allt óætt úr krukkunni ertu kominn með fínustu krukku undir sultu.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 30/9/08 21:57

Mér finnst allt í lagi að hafa lauk með síldinni... en helvítis danirnir þei setja MAÍS í ALLT túnfisksalat, það er ekki hægt að fá túnfisksalat án maís.

Og ÚBBi og Nermal, þið eruð gikkir, Síld er herramannsmatur!

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Síld er mjög góð! ‹Ljómar upp›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 30/9/08 22:01

Útvarpsstjóri mælti:

Þegar búið er að taka allt óætt úr krukkunni ertu kominn með fínustu krukku undir sultu.

‹Ljómar upp› Það var lagið Útvarpsstjóri. ‹Afþíðir berin og sultar í síldarkrukkurnar›

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 30/9/08 22:01

Nermal mælti:

Laukur eða ekki laukur.....Síld er óæt hvort heldur sem er!

Síld er góð..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 30/9/08 22:28

Útvarpsstjóri mælti:

Þegar búið er að taka allt óætt úr krukkunni ertu kominn með fínustu krukku undir sultu.

Hvað er þetta - síld er afbragðs álegg - þó vil ég hana frekar reykta eins og fram kemur á einhverjum öðrum þræði.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/9/08 22:29

‹Hugsar um reyktan rauðmaga og byrjar að slefa›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 30/9/08 22:31

Skabbi skrumari mælti:

‹Hugsar um reyktan rauðmaga og byrjar að slefa›

‹Slefar í hattinn hans Skabba›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/9/08 23:25

Oss finnst síld af einhverjum ástæðum sjerlega vond og eigum erfitt með að skilja hvernig hægt er að neyta hennar í stórum stíl. Finnst oss því almennt mjög gott að í síldardósum sje hlutfall einhvers annars en síldar 100%. Undantekning frá þeirri reglu er þó hvítlaukur.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bleiki ostaskerinn 1/10/08 21:00

Síld er góð.. sérstaklega ef mann langar að hrekkja einhvern mað því að fela eitthvað sem lyktar illa og maður veit að fer bara versnandi.

Það var ekki ég!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 1/10/08 21:03

Grágrímur mælti:

Mér finnst allt í lagi að hafa lauk með síldinni... en helvítis danirnir þei setja MAÍS í ALLT túnfisksalat, það er ekki hægt að fá túnfisksalat án maís.

Og ÚBBi og Nermal, þið eruð gikkir, Síld er herramannsmatur!

Öll majo-salötin hérna eru vitlaust gerð. Magnaður fjandskoti.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bleiki ostaskerinn 1/10/08 21:11

Danirnir er líka með karrísósu á heilanum.. Það var vesen að fá karrísósulausan kjúkling þegar ég var úti í sumar.

Það var ekki ég!
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: