— GESTAPÓ —
Óvinur ríkisins fundinn.
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 26/9/08 15:50

Ég tel mig hafa fundið einn af óvinum ríkisins.

Ég var í skólanum í dag, átti að skrifa eitthvað niður á blað. Ég þurfti að skrifa orðið rétthentur, en stafsetti það rjetthentur.
Kennarinn sagði mér að þetta væri vitlaust stafsett.

Þetta er augljóst merki um að maðurinn sé óvinur ríkisins.

Maðurinn heitir Siggi.

Nú verður Vlad einhvern veginn að koma manninum fyrir kattarnef.‹Hryllir sig›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/9/08 15:52

Þú verður að passa þig Gretzky, kennarinn gæti einmitt komið auga á okkur og vísað hinum óvinunum á.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 26/9/08 18:25

Hvernig dettur manninum í hug að segja eitthvað „riett“ eða „rángt“ stafsett? Þó í gildi séu einhver lög um stafsetningu þá breytir það því ekki, að nokk sama er hvernig orð er stafsett ef nokkur skilyrði eru uppfyllt:
1. Það er skiljanlegt.
2. Það er í réttu falli, tölu, kyni &c, sumsé, málfræðin er rétt.
3. Fyrir stafsetningu orðsins finnist einhver rök, söguleg eða önnur.
Innan við hundrað ár eru síðan stafsetning var bundin í lög. Alla 19. öldina gerðu menn vart annað en að rífast um „rétta“ stafsetningu. Eftirmáli Benedikts Gröndals við 2. útgáfu Heljarslóðaorrusu er á þessa leið:
„Stafsetníng á bók þessari er með ýmsu móti, til þess að þóknast öllum, sem aldrei koma sér saman.“

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 26/9/08 18:33

Minnir mig á þegar ég gerði ritgerð um Íslandsklukkuna í Fjölbraut og fékk 2 og var sagt að endurskrifa hana, því ég notaði sömu stafsetningu og nóbelsskáldið... mér þótti það fyndið.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

‹Rifjar upp gamla og góða tíma› Ohh, ég man eftir minni ritgerð úr Íslandsklukkunni. En ég notaði ekki stafsetningu skáldsins. Ég fékk mun hærra en 2.... ‹flissar›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 26/9/08 18:36

Takið eftir því að eini íslenski rithöfundurinn sem mark er á takandi og ritar eftir að menn tóku upp á því að binda stafsetningu í lög – hlýddi henni ekki.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skrabbi 26/9/08 21:35

MISSKILNINGUR LEIÐRÉTTUR

Günther Zimmermann mælti:

Takið eftir því að eini íslenski rithöfundurinn sem mark er á takandi og ritar eftir að menn tóku upp á því að binda stafsetningu í lög – hlýddi henni ekki.

Íslensk stafsetning er ekki bundin í lög. Til er svokölluð skólastafsetning sem lögð er til grundvallar við einkunnagjöf í skólum.

Þetta var síðasta myndin í hinu risavaxna myndasafnahúsi Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 26/9/08 21:36

Af hverju var þá karpað um z-una á Alþingi fyrir lifandislöngu síðan?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skrabbi 26/9/08 21:37

Regína mælti:

Af hverju var þá karpað um z-una á Alþingi fyrir lifandislöngu síðan?

Þar var karpað um reglugerð en ekki lög.

Þetta var síðasta myndin í hinu risavaxna myndasafnahúsi Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 26/9/08 21:39

Reglugerðir styðjast alltaf við lög.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skrabbi 26/9/08 21:46

Regína mælti:

Reglugerðir styðjast alltaf við lög.

Ég hefði mátt vera nákvæmari í orðavali. Hér er um að ræða auglýsingu eða reglur, þ.e.
"Auglýsing um íslenska stafsetningu. [Þetta er auglýsing nr. 132/1974, með innfelldum breytingum skv. auglýsingu nr. 261/1977. ]."

Þar segir í upphafi:

"1. KAFLI
Almennt ákvæði.
1. gr.
Eftirfarandi reglur skulu gilda um stafsetningarkennslu í skólum, um kennslubækur útgefnar eða styrktar af ríkisfé, svo og um embættisgögn, sem út eru gefin.

2. KAFLI
Um z og afnám hennar.
2. gr.
Ekki skal rita z fyrir upprunalegt tannhljóð (d, ð, t) + s, þar sem tannhljóðið er fallið brott í eðlilegum, skýrum framburði." o.s.frv.

Þetta var síðasta myndin í hinu risavaxna myndasafnahúsi Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 26/9/08 21:51

Þakka þér fyrir þetta, ég nennti einmitt ekki að gá að þessu.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 26/9/08 22:09

Wayne Gretzky mælti:

Maðurinn heitir Siggi.

Það er bara einn Siggi sem kennir í Hagaskóla og hann kennir bara stærðfræði.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 26/9/08 22:12

Skrabbi hefur hér rétt fyrir sér. Að frátöldum þeim sem taldir eru upp í fyrstu grein þessarar auglýsingar ber engum að fara eftir stafsetningarreglum - þ.e.a.s. enginn verður dreginn fyrir dómstóla og sakfelldur fyrir slíkt brot.

Hins vegar er rík samstaða um það meðal almennings að draga stafsetnignarblinda og þágufallssjúka fyrir dómstól götunnar og brennimerkja sem fávita. Það er frekar ósanngjarnt - eins og dómar þess dómstóls eru að jafnaði - en svona er það nú samt.

Dómstóll götunnar hefur umburðarlyndi gagnvart fávitum sem vilja enn rita z. Hins vegar hefur enn lítið umburðarlyndi gagnvart fávitum sem rita je. Er þar undanskilinn Geir Waage, Reykholtsklerkur, sem hefur sérstaka ævilanga undanþágu til je-ritunar.Síra Waage er fastagestur hér á Gestapó og ritar undir dulnefninu Vladimir Fuckov.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 26/9/08 22:18

Það hefur nú kannski líka eitthvað með það að gera að stundum getur hreinlega verið erfitt að skilja texta sem er ekki skrifaður samkvæmt hinum opinberu stafsetningarreglum. Til dæmis má nefna sagnirnar að skjóta og að skíta. „Ef ég skiti eða ef ég skyti“... þarna er yppsilonið í lykilhlutverki.

Að því ógleymdu að fólk sem ekki skrifar samkvæmt þessum stafsetningarreglum er sjaldan tekið jafn-alvarlega og þeir sem skrifa rétt. Ef ég get valið milli tveggja þjónustuaðila sem bjóða samskonar þjónustu á samskonar verði, mun ég hiklaust velja þann framyfir sem hefur réttari stafsetningu á auglýsingaefni sínu eða vefsíðu.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/9/08 22:55

hlewagastiR mælti:

Skrabbi hefur hér rétt fyrir sér. Að frátöldum þeim sem taldir eru upp í fyrstu grein þessarar auglýsingar ber engum að fara eftir stafsetningarreglum - þ.e.a.s. enginn verður dreginn fyrir dómstóla og sakfelldur fyrir slíkt brot.

Hins vegar er rík samstaða um það meðal almennings að draga stafsetnignarblinda og þágufallssjúka fyrir dómstól götunnar og brennimerkja sem fávita. Það er frekar ósanngjarnt - eins og dómar þess dómstóls eru að jafnaði - en svona er það nú samt.

Dómstóll götunnar hefur umburðarlyndi gagnvart fávitum sem vilja enn rita z. Hins vegar hefur enn lítið umburðarlyndi gagnvart fávitum sem rita je. Er þar undanskilinn Geir Waage, Reykholtsklerkur, sem hefur sérstaka ævilanga undanþágu til je-ritunar.Síra Waage er fastagestur hér á Gestapó og ritar undir dulnefninu Vladimir Fuckov.

Síra Geir kenndi bekknum mínum nær heilan vetur Íslensku, landafræði og sögu ef mig minnir rétt. Reyndar varð þetta allt ein allsherjar sögukennsla. Hrein og tær snilld.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 27/9/08 02:44

Ég talaði einu sinni við séra Geir í síma og þetta virtist vera hress og skemmtilegur karl með góðan húmor.‹Starir þegjandi út í loftið›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/9/08 12:20

Sérstaklega þegar hann setur Ólympíumet í lengd neftóbakslína.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: