— GESTAPÓ —
Afleiðingar skyldunáms og læsis fjöldans
» Gestapó   » Almennt spjall
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/9/08 20:35

Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, birti í dag frétt um stríðsglæpamann. Þessi frétt er fyrir marga hluti athyglisverð, en einn þó öðrum fremri. Í henni er minnst á ágæta á, Dóná. En heiti hennar hefur af einhverjum óskiljanlegum orsökum gleymst að þýða (því vafalítið er þetta þýdd frétt eins og flest á þessum ágæta vef) heiti hennar, og hún kölluð Danube. Þetta er með öllu óskiljanlegt og til mikils vansa fyrir annars ágætt blað.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/9/08 21:23

Það hefði þó a.m.k. verið skömminni skárra ef þýska nafnið hefði verið notað óíslenskað. Eigi er það oss gleðiefni að sjá eða heyra nöfn á borð við Munich og Cologne í íslenskum fjölmiðlum; það hefur nokkrum sinnum gerst.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 25/9/08 21:31

Þetta er með öllu óásættanlegt. Ég er drulluhrædd um að innan fárra ára munum við sjá „þýddar“ fréttir um eitthvað sem gerðist í „Spain“.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/9/08 21:50

Eitt sinn sáum vjer frjett um að eitthvað hefði gerst „í Sýríu“.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 25/9/08 21:51

Gott þeir gleymdu ekki í-inu... ‹Starir þegjandi út í loftið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/9/08 21:57

Einhverntíman óf ég úr gömlum þræði neðangreint, þegar hnignun heimsins var mér svo ofviða, að ekkert haldreipi greindi ég annað en almættið, og þarf þó mikið til.

Allt framm streymer endalausst
ætijd til hinz werra,
Drottenn, gef mier dÿra raust
til dÿrdarsaungs, Herra!

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/9/08 00:48

Einhvern tíman sá ég frétt á mbl.is sem byrjaði á íslensku en í miðri setningu var allt í einu skipt fyrirvaralaust yfir á english and the story went on like that. Skömmu síðar var reyndar búið að þýða fréttina og stytta hana um 2/3.

EN talandi um Dóná... Var það ekki Strauss sem samdi Dóná svo blá? ÉG man það ekki en ég man að Fræbbblarnir gáfu út Dónar svo bláir.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 26/9/08 01:47

Jú Ívar, það var Strauss sem orti þann mæta vals. Af skensi pönkararæbblanna á Fræbblunum hef ég hins vegar ekki heyrt áður.

En hvað um það - getur verið að þarna sé verið að ræða um nýliða, en ekki ánna Dóná? Danube hljómar nefnilega eins og röng stafsetning á 'Da noob', sem eins og velflestir ættu að gera sér grein fyrir þýðir 'nýliðinn'.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/9/08 11:06

Hexia de Trix mælti:

Gott þeir gleymdu ekki í-inu... ‹Starir þegjandi út í loftið›

Fyrsta plata Stuðmanna átti víst upphaflega að heita „Sumar á sýru“

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 26/9/08 12:47

Billi bilaði mælti:

Fyrsta plata Stuðmanna átti víst upphaflega að heita „Sumar á sýru“

...og ég sé að þú ert enn í bláum skugga. Mætti ég e.t.v. taka með þér flugið í lífsins leik? ‹Starir út í loftið, eigi þegjandi›

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/9/08 13:48

Bilaður í bláum skugga
bergir hér á sýru.
Glaseygur í gráðið rugga
með -gerfi- risa- -nýru
(með vasa).

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/9/08 13:49

hlewagastiR mælti:

... Mætti ég e.t.v. taka með þér flugið í lífsins leik? ‹Starir út í loftið, eigi þegjandi›

Já.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 26/10/08 16:37

Þarf ekki að hafa sérstakan þráð þar sem gys er hent að ambögum íslenskra fréttapárara? Mér sýnist full þörf á því. Ef eitthvað er þá hrakar gæðum hins ritaða máls í falsmiðlunum dag frá degi - og voru þau vitaskuld ekki upp á marga fiska fyrir.

Ég fletti Fréttablaðinu áðan. Þar er á forsíðu frétt um fylgi stjórnmálaflokka. Ég rak strax augun í meinlega villu:

„Segjast 6,6 prósent nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn og fengi flokkurinn því fjóra þingmenn kjörna, í stað þeirra sjö sem hann hafa nú.“

Þetta er þó ekki dauðasök, þó sök sé, þar sem með góðum vilja má skrifa þetta upp á fljótfærni.

Nei, dauðasökin var framin síðar í fréttinni:

„Ríkisstjórnin er því að fá verulega minni stuðning en ríkisstjórnarflokkarnir, en samanlagt fylgi þeirra er 65,2 prósent.“

Er því að fá! Nógu vemmilegt er þetta skrípalega orðfæri í talmáli, en að leyfa því að menga ritað mál í útbreiddum miðli ætti að vera bannað með lögum, að viðurlagðri gapastokkssetu á Austurvelli með tilheyrandi tómatakasti og niðurlægingu annarri.

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 26/10/08 22:34

Sammála! Við erum ekki að meika þetta! ‹Glottir eins og fífl en sér svo að sér. Reynir að skrúbba þessa ömurlegu setningu í burtu en tekst ekki›

‹Brestur í óstöðvandi grát›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/10/08 12:13

Krabbameinið breiðist út með ógnarhraða ...

„Ísland væri ekki að takast á við gjaldeyriskreppu og alveg spurning hvort að bankakreppan væri hér ef Ísland hefði verið aðili að Evrópusambandinu. Þetta er álit greiningar Glitnis.“

‹Blótar herfilegar og reynir að rífa í hárlausan skallann›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/10/08 12:43

Þarfagreinir mælti:

Þetta er álit greiningar Glitnis.[/g]

‹Blótar herfilegar og reynir að rífa í hárlausan skallann›

Við sjáum nú hvernig þessi blessaða greiningadeild virkaði. Ég gef nú ekki mikið fyrir þann félagsskapinn.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 27/10/08 13:08
Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/10/08 13:54

Golíat mælti:

Hárrétt. Alls ekki slæmt.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: