— GESTAPÓ —
Skólavefur eldri borgara
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skrabbi 24/9/08 14:56

Hér er vettvangur misgáfulegra spurninga.

Þetta var síðasta myndin í hinu risavaxna myndasafnahúsi Baggalútíu
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 24/9/08 14:57

Nennir einhver að útskýra fyrir mér ítalskar sagnorða endingar ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 24/9/08 15:01

Mig vantar að fá allar beygingamyndir eiginnafnsins Birgir. Og þá sérstaklega fleirtölu, með og án ákveðins greinis.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 24/9/08 15:08

Jarmi mælti:

Mig vantar að fá allar beygingamyndir eiginnafnsins Birgir. Og þá sérstaklega fleirtölu, með og án ákveðins greinis.

Eintala, án greinis:

Birgir
Birgi
Birgi
Birgis

Eintala, með greini:

Birgirinn
Birginn
Birginum
Birgisins

Fleirtala, án greinis:

Birgjar
Birgja
Birgjum
Birgja

Fleirtala, með greini:

Birgjarnir
Birgjana
Birgjunum
Birgjanna

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skrabbi 24/9/08 15:26

Ég held raunar að Jarmi eigi þarna við sérnafnið Birgir sem strangt tekið þýðist þá væntanlega hvorki fleirtölu né greini.

Þetta var síðasta myndin í hinu risavaxna myndasafnahúsi Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 24/9/08 15:28

Þannig að þeir sem heita Birgir geta þá ekki stofnað félagsskapinn Birgjar?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skrabbi 24/9/08 15:32

The Shrike mælti:

Þannig að þeir sem heita Birgir geta þá ekki stofnað félagsskapinn Birgjar?

Þetta er væntanlega úrlausnarefni fyrir lögfræðinga. Birgirar finnst mér raunar skárra ef svo illa færi að leyft væri að misþyrma og skrumskæla vort ástkæra, ylhýra tungumál. ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Þetta var síðasta myndin í hinu risavaxna myndasafnahúsi Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 24/9/08 15:34

Skrabbi mælti:

Ég held raunar að Jarmi eigi þarna við sérnafnið Birgir sem strangt tekið þýðist þá væntanlega hvorki fleirtölubeygingu né greini.

Hann tók fram að þetta væri sérnafnið, já. Hins vegar hefur í nútímatalmáil skapast sú venja að skeyta ákveðnum greini aftan við eiginnöfn. Þetta getur meðal annars þjónað þeim tilgangi að tala kumpánalega um viðkomandi.

Dæmi: Jón nokkur, kallaður Nonni, mætir í samkvæmi þar sem nokkrir kunningjar hans eru fyrir. Þeirra meðal er Friðrik (kallaður Frikki, en það kemur þessu tiltekna dæmi þó ekki við). Friðrik kætist þegar hann sér vin sinn, Jón, og ávarpar hann með eftirfarandi hætti: „Nei, er ekki Nonninn mættur? Blessar mar!“ Með þessu lætur Friðrik í ljósi vináttu í garð Jóns, bæði gagnvart Jóni sjálfum, og öðrum þeim er kveðjuna heyra.

Vel má síðan hugsa sér að í ákveðnum kringumstæðum séu tveir sem heita sama nafni ávarpaðir með sama hætti, eða þá rætt um þá þannig. Til að mynda gæti í einhverjum vinahópi verið tveir sem heita Guðni, sem eru þá innan hópsins á stundum kallaðir 'Guðnarnir'.

Nútímatalmál krefst þess því að í sumum tilfellum séu eiginnöfn beygð í fleirtölu, með ákveðnum greini.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 24/9/08 15:45

Ég veit bara að ef Jarminn væri klónaður þá væru þar saman komnir allir Jarmarnir. Búja!

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 24/9/08 15:46

Samanber;
Þarfagreinarnir,
Þarfagreinana,
Þarfagreinunum,
Þarfagreinanna,

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 24/9/08 15:47

Jarmi mælti:

Ég veit bara að ef Jarminn væri klónaður þá væru þar saman komnir allir Jarmarnir. Búja!

Þarna útskýrir Jarmi það sem hér er til umræðu í mun styttra og hnitmiðaðra máli en ég gerði hér fyrir ofan. Fyrir það færi ég honum bestu þakkir.

Golíat mælti:

Samanber;
Þarfagreinarnir,
Þarfagreinana,
Þarfagreinunum,
Þarfagreinanna,

Einmitt. Þessi beygingaform eru hins vegar aldrei notuð, þar sem það er, og verður, einungis einn Þarfagreinir.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 24/9/08 15:53

Skrabbi mælti:

The Shrike mælti:

Þannig að þeir sem heita Birgir geta þá ekki stofnað félagsskapinn Birgjar?

Þetta er væntanlega úrlausnarefni fyrir lögfræðinga. Birgirar finnst mér raunar skárra ef svo illa færi að leyft væri að misþyrma og skrumskæla vort ástkæra, ylhýra tungumál. ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Birgirar hljómar jafn heimskulega og læknirar.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 24/9/08 15:56

Útvarpsstjóri mælti:

Skrabbi mælti:

The Shrike mælti:

Þannig að þeir sem heita Birgir geta þá ekki stofnað félagsskapinn Birgjar?

Þetta er væntanlega úrlausnarefni fyrir lögfræðinga. Birgirar finnst mér raunar skárra ef svo illa færi að leyft væri að misþyrma og skrumskæla vort ástkæra, ylhýra tungumál. ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Birgirar hljómar jafn heimskulega og læknirar.

Vona bara að Birgirarnir séu ekki læknirar.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 24/9/08 16:01

En er það ekki frekar undarlegt að Birgir og birgi taki sömu beygingamyndir? Eða er ég eitthvað að ruglast hérna kannski?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 24/9/08 16:01

Að beygja læknir svo:
nf. læknir
þf. lækni
þgf. lækni
ef. læknis

er ekkert nema fyrnska og afturhald. Sú breyting var löngu gengin í gegn þegar einhverjir besserwisserar á 19. öld ákváðu að forfyrna málið og eyða þessum fínu nýmóðins beygingum. Sama má segja um þann ósóma að troða eði aftur inn í ritmálið. Þetta er álíka hallærislegt og að amast við þágufalssýki.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 24/9/08 16:02

Günther Zimmermann mælti:

Að beygja læknir svo:
nf. læknir
þf. lækni
þgf. lækni
ef. læknis

er ekkert nema fyrnska og afturhald. Sú breyting var löngu gengin í gegn þegar einhverjir besserwisserar á 19. öld ákváðu að forfyrna málið og eyða þessum fínu nýmóðins beygingum. Sama má segja um þann ósóma að troða eði aftur inn í ritmálið. Þetta er álíka hallærislegt og að amast við þágufalssýki.

Hárkollan þín er hallærisleg. ‹híar á Gúnter›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 24/9/08 16:05

Gleraugun þín eru hallærisleg.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 24/9/08 16:09

Hvernig er eintala orðsins 'birgjar'? Er það ekki 'birgi'?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: