— GESTAPÓ —
Hvað var það furðulegasta sem kom fyrir þig í dag?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, ... 38, 39, 40  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/9/08 21:52

Gat nú verið. Getur hann Skabbi ekki látið sér nægja að tæma sitt eigið ríki?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 17/9/08 21:58

Ég er ekkert viss um að þetta umrædda ríki eigi nokkurn tíman ákavíti. ‹bölvar borgnesingum og asnalega ríkinu þeirra›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 17/9/08 22:26

Ertu að bölva Biggabúð?

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 17/9/08 22:29

Jamm. Það fæst ekki einu sinni landi þarna...

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 17/9/08 22:30

Hvurn fjandann ætlaðir þú sosum að gera við Ákavíti og landa?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 17/9/08 22:32

Kæla kaffið mitt.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 17/9/08 22:33

Það er í raun hneykslanlegt hve lítinn gaum ríkið gefur norrænni matargerðarhefð. Í sölu hjá „Vínbúðinni“ eins og þetta kallar sig þessi misserin, er ein gerð ákavítis. Ein. Það er júbelæums útgáfan af Álaborgarákavítinu, sem er prýðilegt ákavíti útaf fyrir sig, en það bætir ekki fyrir það að þetta er eina gerðin sem í boði er í Heiðrúnu. Hvað með norskt Linje ákavíti? Rautt álaborgar? Og öll hin sænsku, norsku og dönsku ákavítin sem unnenndur norrænna hefða fara á mis við?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/9/08 00:04

Günther Zimmermann mælti:

Það er í raun hneykslanlegt hve lítinn gaum ríkið gefur norrænni matargerðarhefð. Í sölu hjá „Vínbúðinni“ eins og þetta kallar sig þessi misserin, er ein gerð ákavítis. Ein. Það er júbelæums útgáfan af Álaborgarákavítinu, sem er prýðilegt ákavíti útaf fyrir sig, en það bætir ekki fyrir það að þetta er eina gerðin sem í boði er í Heiðrúnu. Hvað með norskt Linje ákavíti? Rautt álaborgar? Og öll hin sænsku, norsku og dönsku ákavítin sem unnenndur norrænna hefða fara á mis við?

‹Kyssir Günther á kinnina›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 18/9/08 00:13

Skabbi skrumari mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Það er í raun hneykslanlegt hve lítinn gaum ríkið gefur norrænni matargerðarhefð. Í sölu hjá „Vínbúðinni“ eins og þetta kallar sig þessi misserin, er ein gerð ákavítis. Ein. Það er júbelæums útgáfan af Álaborgarákavítinu, sem er prýðilegt ákavíti útaf fyrir sig, en það bætir ekki fyrir það að þetta er eina gerðin sem í boði er í Heiðrúnu. Hvað með norskt Linje ákavíti? Rautt álaborgar? Og öll hin sænsku, norsku og dönsku ákavítin sem unnenndur norrænna hefða fara á mis við?

‹Kyssir Günther á kinnina›

‹Opnar flösku af júbilæums ákavíti. Aftur.›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 18/9/08 00:20

Mérurðuáþausmávægilegumistökaðgleymaspacebar.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/9/08 06:45

Ég vaknaði

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 18/9/08 07:19

Ég forritaði.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 18/9/08 07:50

Mætti í skólann og mundi að það er frí í dag...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 18/9/08 07:56

Ég fór á fætur fyrir kl. 6:30.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/9/08 11:11

Ég fór ekki á fætur fyrr en klukkan 6:30... ‹Ljómar upp›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Anna Panna mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Anna Panna mælti:

Sléttujárnið mitt sprakk.

Þetta er mjög grunsamlegt. Augljóslega hryðjuverkaárás óvina ríkisins, sambærileg við árásina sem gerð var á örbylgjuofn Herbjörns vorið 2004.

Einmitt það sem ég hélt, enda mun rökréttari skýring en að snúran hafi verið orðin svona léleg... Rakhnífur Occams hvað?!

Herbjörn Hafralóns mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Anna Panna mælti:

Sléttujárnið mitt sprakk.

Þetta er mjög grunsamlegt. Augljóslega hryðjuverkaárás óvina ríkisins, sambærileg við árásina sem gerð var á örbylgjuofn Herbjörns vorið 2004.

Þetta er bæði hræðilegt og grunsamlegt. Ég vona að Anna Panna þurfi ekki í kjölfar þessarar árásar að upplifa sömu martraðir og ég hef mátt þola allar nætur síðan reynt var að granda mér með sprengjunni í örbylgjuofninum.

Almáttugur, hræðilegt er að heyra þetta. Var þér virkilega ekki boðin áfallahjálp? Ég held að við verðum að krefjast þess að heilbrigðs- ja eða óheilbrigðisráðherra komi strax á fót áfallastreituröskunarteymi með sérhæfingu í hryðjuverkafórnarlömbum fyrir okkur.

Þetta þykja mér vofeiflegar upplýsingar.

Fyrir örfáum dögum henti það mig nefnilega (& telst án nokkurs vafa furðulegasti atburður vikunnar) að samlokugrill heimilisins sprakk í loft upp um leið & ég stakk því samband, með ógurlegum hvelli, reyk & tilheyrandi (s.s. blossandi eldglæringum, sem nutu sín einmitt mjög vel í myrkrinu sem skall á í sömu andrá, þegar sló út í eldhúsinu). Enn er ég aumur í kviðnum eftir höggbylgjuna sem sprenging þessi orsakaði. Allt er þá þrennt er... eða hvað ?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 18/9/08 22:23

‹Hrökklast lengra aftur á bak en elstu menn muna og hrasar álíka mikið við›

Örbylguofninn minn hér í landi flatbökunnar byrjaði að gefa frá sér skrýtin hljóð áðan, svo kom smá blossi
og síðan hefur hann ekki virkað.

‹Klórar sér í höfðinu›

Nú er illt í efni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 18/9/08 22:25

Hvæsi mælti:

‹Hrökklast lengra aftur á bak en elstu menn muna og hrasar álíka mikið við›

Örbylguofninn minn hér í landi flatbökunnar byrjaði að gefa frá sér skrýtin hljóð áðan, svo kom smá blossi
og síðan hefur hann ekki virkað.

‹Klórar sér í höfðinu›

Nú er illt í efni.

Þú mátt eiga minn ef þú nennir að sækja hann.

        1, 2, 3, ... 38, 39, 40  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: