— GESTAPÓ —
Skólavefur unga fólksins.
» Gestapó   » Almennt spjall
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 10/9/08 21:58

Hér ætla ég að koma með misgáfulegar spurningar til ykkar eldra og vitra fólkins (og að sjálfsögðu þeirra sem yngri eru og vita svarið). Og er öllum velkomið að nota þennan þráð fyrir spurningar sem tengjast skóla eða hverskonar námi sem það er í. Þætti mér vænt um að fólk fíflist ekki á þessum þræði og skrifa ekki um hlutina nema það viti hvað það sé að tala um.

Og fyrsta spurning er:

Hvernig greinir maður frá hvað hugtakið málsnið merkir í tengslum við sendibréf?

Með fyrirfram þökk,

Aulinn.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 10/9/08 22:08

Í hvaða samhengi er þetta orð notað?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 10/9/08 22:09

Það eina sem mér dettur í hug er að þetta eigi eitthvað skylt við orðið tungutak. Sel það þó ekki dýrar en mér datt það í hug.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 10/9/08 22:11

Þetta er nákvæmlega setningin sem ég fékk upp. Hvað það þýðir þegar átt er við sendibréf eða eitthvað.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 10/9/08 22:11

Málsnið gæti nefnilega verið orðanotkun eða útlitsframsetningarpælingareitthvað

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 10/9/08 22:14

Sniðugt að hafa svona þráð til að fá leiðinleg verkefni leyst fyrir sig, ókeypis og snart.

Málsnið hlýtur að vera á þeim nótum sem Hexía gerir skóna, þ.e. að það tákni orðræðu, málbeitingu. Þú beitir tungu þinni á annan hátt gagnvart jafningjum en þér virðulegra fólki, gagnvart kunningjum en þér ókunnugum. Þú færir bréf á annan hátt í orð þegar þú skrifar opinberu stjórnvaldi vegna borgaralegra réttinda þinna eða þegar þú skrifar löðursveitt tindrandi ástarbréf til þess er hug þinn fangar sem enginn annar, aldrei fyrr.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 10/9/08 22:14

Ef hún svarar þessu orðrétt eins og Timburmaður sér kennarinn strax að það er mysa í maðkinum.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 10/9/08 22:16

Günther Zimmermann mælti:

Sniðugt að hafa svona þráð til að fá leiðinleg verkefni leyst fyrir sig, ókeypis og snart.

Málsnið hlýtur að vera á þeim nótum sem Hexía gerir skóna, þ.e. að það tákni orðræðu, málbeitingu. Þú beitir tungu þinni á annan hátt gagnvart jafningjum en þér virðulegra fólki, gagnvart kunningjum en þér ókunnugum. Þú færir bréf á annan hátt í orð þegar þú skrifar opinberu stjórnvaldi vegna borgaralegra réttinda þinna eða þegar þú skrifar löðursveitt tindrandi ástarbréf til þess er hug þinn fangar sem enginn annar, aldrei fyrr.

Ég er því miður ekki búin að fá orðabókina senda til mín og verð þess vegna að notast við ykkur. En takk fyrir, ég held ég hafi skilið þetta og ég á örugglega eftir að geta kjaftað mig út úr þessu.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 10/9/08 22:21

Það hlýtur nú að vera, þú verandi kjaftforasti Póinn... ‹Forðar sér á hlaupum, skellihlæjandi›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 10/9/08 22:23

Hexia de Trix mælti:

Það hlýtur nú að vera, þú verandi kjaftforasti Póinn... ‹Forðar sér á hlaupum, skellihlæjandi›

Segðu... gulir, grænir og bláir verða rauðir eftir samskipti við hana..

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 10/9/08 22:23

hlewagastiR mælti:

Ef hún svarar þessu orðrétt eins og Timburmaður sér kennarinn strax að það er mysa í maðkinum.

Hvaða hvaða.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/9/08 23:05

hlewagastiR mælti:

Ef hún svarar þessu orðrétt eins og Timburmaður sér kennarinn strax að það er mysa í maðkinum.

Nei, það á bara við ef innlegg rituð af oss eru notuð orðrjett.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 11/9/08 07:02

Það er þrælgaman að fá „löðursveitt tindrandi ástarbréf“. Og ekki verra þegar það er frá stelpu.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 11/9/08 08:26

Hvað þýðir atviksorðið giska?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 11/9/08 08:28

Það veit ég giska gjörla.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 11/9/08 10:02

Jarmi mælti:

Það er þrælgaman að fá „löðursveitt tindrandi ástarbréf“. Og ekki verra þegar það er frá stelpu.

Færðu oftar svoleiðis frá strákum?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 11/9/08 10:03

blóðugt mælti:

Jarmi mælti:

Það er þrælgaman að fá „löðursveitt tindrandi ástarbréf“. Og ekki verra þegar það er frá stelpu.

Færðu oftar svoleiðis frá strákum?

Allar manneskjur þrá Jarmann og hans löðursveittu ást.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 11/9/08 10:05

Jarmi mælti:

blóðugt mælti:

Jarmi mælti:

Það er þrælgaman að fá „löðursveitt tindrandi ástarbréf“. Og ekki verra þegar það er frá stelpu.

Færðu oftar svoleiðis frá strákum?

Allar manneskjur þrá Jarmann og hans löðursveittu ást.

Tjahh...

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: