— GESTAPÓ —
Þráður vikunnar - Stúfhendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 38, 39, 40 ... 49, 50, 51  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/11/15 19:42

Möppudýrin, mörg hver hýr og megaskýr
vita hver í kassa býr.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 29/11/15 14:01

Býr hér vær í búri kæru, Bára Ýr.
(Bára Ýr er bara dýr.)

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/11/15 14:45

Baradýrin Baraflokkinn bara þrá,
bara, reyndar, barnum á.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 29/11/15 15:14

Á hann Nonni á sem bitur gras við á

Nei, úbbs, þetta gengur ekki ...

Á hann Nonni á, og lamb sem ánni hjá
unir sér uns fært er frá.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 30/11/15 11:44

Fránum augum fálkinn kannar freðna grund.
Etur síðan úldinn hund.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/11/15 15:30

Hundur var í hundrað ár í hundingja
þá barn hann gat með bandingja.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 20/12/15 11:43

Bandingjunum bráðum verður boðið út
svo þeir fái kneift af kút.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/12/15 19:45

Kúturinn við korkinn vildi klæmast smá:
"okkur tengir báran blá".

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 21/12/15 01:24

Blámaður einn býr í skúr við Borgartún.
Konan hans er kakóbrún.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/12/15 10:39

Kakóbrúnakvennaljósin koma til
körlum sem að spá í spil.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 16/1/16 19:14

Spilverk þjóða þráðir fólk um þessa jörð,
frá Timbúktú í Trostansfjörð.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/1/16 21:26

Trostansfjörður taldist vera torfarinn,
strjálbýll sem og stórskorinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 25/4/16 06:07

Skorsteinninn í skúrnum upp til skýja nær,
-þokan var svo þykk í gær.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/4/16 09:39

„Gærdagurinn gæti orðið góður brátt.“
Náði þetta nokk'ri átt?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 8/5/16 08:47

Áttavillt á aflandsskeri er ein frú.
Hver vill frúnni hjálpa nú.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 31/5/16 17:23

Núþáleg var nálgun þín og nokkuð góð.
Reynd ert þú að rekja slóð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 4/6/16 01:02

Slóðalegu slúbbertarnir slæpast um
stofugólf í stígvélum.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 8/6/16 17:28

Stígvélunum staflað hef í stóran kúf.
Gúmmískórinn stakk í stúf.

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3 ... 38, 39, 40 ... 49, 50, 51  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: