— GESTAPÓ —
Aðstoð við fartölvukaup
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/9/08 13:02

Nú er ég að hugsa um að kaupa mér fartölvu.
Þessi tölva á að vera fyrir skólann og þarf þessvegna ekki að vera nein ofurtölva, en ég vil samt að hún sé svona skítsæmileg fyrst ég er að fara að eyða pening í þetta.

Ég er búin að vera að skoða aðeins og hef rekið augun í þessar:
http://www.tolvulistinn.is/vara/8353
Kostar 99.990
Acer tölva... þekki ekki alveg þá framleiðendur, eru þeir góðir?
Er þar að auki með lélegt skjákort.

http://svar.is/vorur/18/872/default.aspx
Líka Acer. Veit ekki alveg með merkið. Get fengið afslátt af þessari + tösku á 99.900

http://svar.is/vorur/18/874/default.aspx
Kostar 119.000
Hér er skjákortið komið í lag og tölvan HP - merki sem ég þekki örlítið betur og er fínt og endingargott merki eftir minni bestu vitneskju.
Er hinsvegar með minna innraminni en fyrsta tölvan.

http://svar.is/vorur/18/876/default.aspx
Kostar 139.900
Er líka HP, en kannski helst til dýr fyrir minn smekk.

Getur einhver ráðlagt mér e-ð með þetta? Sagt mér kannski eitthvað um Acer eða HP... já eða önnur merki sem þið mælið með?
Veit kannski einhver um góða tölvu einhverstaðar sem væri alveg tilvalin fyrir mig í þessum verðflokki?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 2/9/08 14:53

Ég get ekkert gott sagt um Acer eða Svar. Ef þú vilt eiga aðgang að mannsæmandi þjónustu fyrir vélina þá gleymdu Acer.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/9/08 16:08

Ég er líka farin að hallast meira og meira að þessari á 119 þús frá HP.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
U K Kekkonen 2/9/08 20:49

Af þessum, líklega HPin á 119.

- Yfirmaður Skógarhöggsstofnunar Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 2/9/08 21:50

Acer er ekki að dansa í þessum bransa. En Tölvulistinn selur líka Asus sem eru töluvert skárri. Toshiba var til sölu í Elko til skamms tíma á fínu verði og voru öflugri heldur en Acer dótið. Annars er mín reynsla af fartölvum er sú að ef þú ert með Vindows Vista þá dugar ekkert að vera með Home Basic eða hvað sem þetta rusl heitir. Það var ekki fyrr en Vista Premium var sett í vélina, að hún fór að virka og hætti að sækja sér óþarfa viðbætur og kjaftæði í tíma og ótíma. Svo á ég 8 ára ThinkPad sem er að virka fínt ennþá á Windovs XP. En sennilega er ThinkPad dýrari en HP vélin sem þú vart að pæla í...
‹Sér að hann er kominn með munnræpu á lokastigi og steinþagnar› ‹Læðist út af þræðinum og lokar hljóðlega á eftir sér›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Væri ekki best elsku Tígra að þú bara mentaðir þig í að nota eins lítin pening sem hægt væri so allir jarðarbúar gætu
verið vinir og ættu pening til að hittast og dansa vangasdans og gætu klifrað upp í næsta tré og súngið " Ó María mig langar heim , án þess að nokku skyldi vera spældur. Sumir sem búa langt út í Afríku eru spældir vegna þess að forsætisráðherran þeirra er ekki skyldur honum okkar sem við eigum .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 2/9/08 22:00

Það eina sem ég get ráðlagt þér er að kaupa frekar aðeins dýrari vél sem endist lengur en acer og aðrar ódýrar. Ég veit sosum ekki mikið um tölvur en þeir sem ég þekki og hafa keypt HP hafa allir verið óánægðir, þær virðast bila mikið.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 2/9/08 22:04

Ég verslaði mér netta MSI í tölvulistanum (fyrir rúmum 2 árum). Fínn gripur sem hefur reynst mér vel og er enn í gangi. fást á bilinin 99 - 119 þús.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 3/9/08 00:36

Ég fjárfesti einmitt í nýrri ritvjel í gær, þar eð mín gamla (fjögurra ára HP, sem reynt hafði ýmislegt misjafnt) gaf upp öndina í síðustu viku. Varð fyrir valinu skólatilboð frá Apple búðinni, Macbook fartölva á 125.000 kýrverð. Með hana er ég hæztánægður. Þetta er lipur vél og viðmótsþýð, stimamjúk og vel tennt. Svo hefur Örmjúkt stolið svo miklu úr eplagarðinum undangengin ár að umskiptin eru afar létt. Þarofaní bætist að hægt er að keyra Windows á nýjustu mökkunum, séu menn þanninn innvíraðir.

Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 3/9/08 05:04

Verslaðu eingöngu hjá tölvutek og ég ábyrgist það að þú færð hvergi vandaðri þjónustu! - Ég á stóra fjölskyldu og hef ég skipað öllum að versla hjá þeim - samtals 8 tölvur á rétt ári! - Ekki ein af þessum tölvum hefur verið með eitthvað vesen fyrir utan ein vélin var með minni hörðum disk en auglýst var. Ég fór með frænda og sýndi þeim þetta og þeir hvorki þrættu fyrir þetta né létu okkur bíða nema örfáa tíma meðan þeir skiptu honum út! - Ég hef verið einstaklega óheppinn í tölvumálum og átt viðskipti við margar tölvuverslanir sem væri búið að loka ef rétt væri staðið að neitendamálum hér á landi sem ég skal glaður telja upp í einkapósti ef þú vilt.
Eftirfarandi vélar eru skotheldar - bókstaflega (mjög sterkar og raungóðar: við eigum þær báðar)
http://www.tolvutek.is/index.php?cPath=103_104_116 (langöflugasta vélin sem þú færð í þessum stærðarflokki - undir 2kg)

http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=103_106_114&products_id=18305 (Ekkert agalega meðfærileg en pottþétt bestu kaupin ef þú ert að leyta að tölvu sem leysir bæði borð - og fartölvu af hólmi)

Packard Bell vélarnar eru líka mjög fínar!

P.s. En varðandi Acer þá virkar þetta óttalegt hagkaups-merki - en þau módel sem eru góð frá þeim slá flestu hinu draslinu við þegar kemur að value for money!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/9/08 11:12

Nær væri að kaupa vandaðan sjálfblekung og góðar stílabækur. Það skilar betri ritstíl en tölvan. Fyrir afþreyinguna mæli ég með spilastokki, hann ræður við Sólutær, Hjörtu, Frífrumu og raunar alla aðra kapla. Unnt er að fá dónalega spilastokka fyrir þá sem sækjast eftir slíkum gæðum.

Hvað svokallað Internet varðar er óþarfi að nota tölvu til að tengjast því. Mér hefur hingað til dugað að stinga loftnetssnúrunni af sjónvarpinu mínu í brauðristina og kveikja svo á báðum tækjum til að komast á Baggalút. Þetta virkar, það er engin lygi því annars hefði ég ekki getað skrifað þetta innlegg!

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 3/9/08 12:13

hlewagastiR mælti:

Nær væri að kaupa vandaðan sjálfblekung og góðar stílabækur. Það skilar betri ritstíl en tölvan. Fyrir afþreyinguna mæli ég með spilastokki, hann ræður við Sólutær, Hjörtu, Frífrumu og raunar alla aðra kapla. Unnt er að fá dónalega spilastokka fyrir þá sem sækjast eftir slíkum gæðum.

Hvað svokallað Internet varðar er óþarfi að nota tölvu til að tengjast því. Mér hefur hingað til dugað að stinga loftnetssnúrunni af sjónvarpinu mínu í brauðristina og kveikja svo á báðum tækjum til að komast á Baggalút. Þetta virkar, það er engin lygi því annars hefði ég ekki getað skrifað þetta innlegg!

En hefurðu prófað að fara með brauðristina í bað? - Það er svaka stuð!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 3/9/08 12:43

Dell-a er þetta í ykkur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/9/08 13:34

Huxi mælti:

Acer er ekki að dansa í þessum bransa. En Tölvulistinn selur líka Asus sem eru töluvert skárri. Toshiba var til sölu í Elko til skamms tíma á fínu verði og voru öflugri heldur en Acer dótið. Annars er mín reynsla af fartölvum er sú að ef þú ert með Vindows Vista þá dugar ekkert að vera með Home Basic eða hvað sem þetta rusl heitir. Það var ekki fyrr en Vista Premium var sett í vélina, að hún fór að virka og hætti að sækja sér óþarfa viðbætur og kjaftæði í tíma og ótíma. Svo á ég 8 ára ThinkPad sem er að virka fínt ennþá á Windovs XP. En sennilega er ThinkPad dýrari en HP vélin sem þú vart að pæla í...
‹Sér að hann er kominn með munnræpu á lokastigi og steinþagnar› ‹Læðist út af þræðinum og lokar hljóðlega á eftir sér›

Windows Vista er þvílíkt 'skrímsli' að vjer kysum líklega heldur Windows XP (þó gamalt sje) ef vjer værum að fá oss tölvu í dag. Vista er líklega eitt misheppnaðasta stýrikerfi sem komið hefur frá Microsoft (og þess ber að geta að vjer hötum Microsoft ekki jafn stórkostlega og sumir gera).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/9/08 15:25

Finngálkn mælti:

En hefurðu prófað að fara með brauðristina í bað? - Það er svaka stuð!

Bannsett óbermið þitt, þetta var ekkert þægilegt. Nú læt ég þig ekki gabba mig framar!

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 3/9/08 16:12

Þessar nýju tablet ferðavélar henta víst vel fyrir þá sem hafa loppur...


‹Glottir eins og fífl›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 3/9/08 22:34

Vista verður nú þolanlegt ef fiktað er nægjanlega í stillingum. Svo má nú ekki gleyma gamla góða þúsaldarstýrikerfi Microsoftliða. Það var smíðað í miðju eða eftir eitt svakalegt fyllerí.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 3/9/08 22:38

Ég skal gefa þér gamalt Casio úr með minnisbók, símaskrá og skeiðklukku. Dugar það ?

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: