— GESTAPÓ —
Lítil gáta...
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/11/03 23:20

Það var eitt sinn sjómaður á lítilli skekktu á veiðum, þegar það gerði skyndilega mikið óveður. Hann ákvað að halda heim á leið og byrjaði að róa í átt að landi. Þegar hann nálgaðist land sá hann að hann var búinn að reka af leið og lending ótrygg, enda brimið orðið ískyggilegt. Hann sá hvar eini möguleikinn á lendingu var milli skerja nokkurra, en til að komast á milli þeirra myndi hann annað hvort þurfa mikla heppni eða kraftaverk. Í örvæntingu sinni fór hann með sjóferðarbænina í huga sér og tók síðan til við að róa hvað af tók. Þegar hann nálgaðist skerin virtist sem brimið væri að lægja og hann hugsaði með sér að nú væru æðri máttarvöld honum hliðholl. Hann færðist nær og nær og þegar hann var kominn framhjá fyrsta skerinu virtist sem leiðin væri greið. Skyndilega reið yfir hann mikið brot og báturinn kaffærðist og sökk. Sjómaðurinn reyndi hvað hann gat að halda lífi, en að lokum þraut hann kraftur og hann dó.

Af hverju er ekki hægt að segja með fullvissu að þessi saga sé sönn?

Svarið er einfalt...reynið nú.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Onkel Joakim 6/11/03 00:23

úr því að maðurinn dó hver var þá til frásagnar um forsöguna? Þórhallur miðill?
‹Hristir hausinn›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/11/03 00:31

Ohhh, ef ég hefði verið 10 mínútum fyrr á ferðinni þá hefði ég getað komið með þessa sára-einföldu lausn. En já, þar sem hann framkvæmdi hlut sem hann einn gæti vitað, þ.e.a.s. fór með bæn, þá getur þessi saga tæplega verið nákvæmlega sönn.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/11/03 08:21

Þið eruð svo snjallir...Viskí á línuna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/11/03 08:33

Úff, eldsnemma á fimmtudagsmorgni. O jæja, ætli maður hafi ekki gert annað eins. Skál.

‹Fær sér vænan sopa af viskí, að hætti séntilmanns›

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 6/11/03 08:41

Ég ætla rétt að vona að þetta sé skoskt hálandaviskí en ekki eitthvað bandarískt sull!

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/11/03 08:42

Glenfiddich...það er svo mjúkt og gott svona á morgnana

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/11/03 08:45

Ahhh, það hlaut að vera, ég var einmitt að velta því fyrir mér hvaðan ég kannaðist við bragðið. Og nú man ég það. Við drukkum þetta oft á Eiðum '67 þegar við vorum að taka Müllersæfingarnar á morgnanna. Þá voru nú mörgum flöskunum gerð góð skil.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 6/11/03 12:05

Tíminn líður áfram þegar maður hefur bergt á slíkum guðaveigum!

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 6/11/03 12:42

Heyrðu... áttu nokkuð klaka út í?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/11/03 14:06

‹hleypur út í frystikistu og nær í ferskann og svalandi klaka›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/11/03 14:51

‹Hleypur út í útbrotum og nær í lærðan og margfróðan lækni›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/11/03 14:56

Limbri mælti:

‹Hleypur út í útbrotum og nær í lærðan og margfróðan lækni›

Æji, ég hlýt að hafa látið þig fá glas af koníakinu með sojasósunni í, kemur alls ekki vel út...biðst afsökunar...hérna er annað glas af viskí í sárabætur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 6/11/03 14:59

Limbri mælti:

‹Hleypur út í útbrotum og nær í lærðan og margfróðan lækni›

Læknisfræðilegt ráð: Hafðu engar áhyggjur þetta er ekkert sem dugleg viskídrikkja lagar ekki.

Dr. Zoidberg heilbrigðisráðherrann sem er hættur að skrifa með uppsilóni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/11/03 15:01

‹Hleypur út í fyllerí og nær í feita og sveitta kellingu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 6/11/03 15:04

Viltu gjörasvovel og láta mig í friði Limbri ‹skrækir og slær frá sér›

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/11/03 15:11

Komdu hérna Sveitta Ógeði

‹Rymur eins og Megas›

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/11/03 01:30

‹hleypir upp þingfundi og stendur fyrir óspektum og fær sér koníak›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: