— GESTAPÓ —
Fjórmenningagátur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 63, 64, 65, 66, 67, 68  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/7/14 21:28

Fór að greina galinn haus. (Sigmundur Sigfússon geðlæknir - eða Sigmund Freud.)
Gaf út bók um sprund sem fraus. (Sigmundur Ernir "Ein á enda jarðar")
Loddari sem landinn kaus. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson)
Leiddist Þrándar kristniraus. (Þrándur í Götu: Sigmundur Brestisson)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 17/7/14 10:27

Það held ég nú.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/7/14 23:21

Eilíf jarðarberjabeð.
Beinn er stiginn himins til.
Sársaukinn er sælustreð.
Senn úr Marz ég nammi vil.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 18/7/14 22:18

Ég sé ákveðið mynstur í þessu hjá þér, Billi, en næ ekki svarinu. Skelli bara fram annarri, léttri þó. (Eru ekki annars 23 ár síðan síðast voru tvær fjórmenningagátur óleystar hér samtímis?)

Bretakonungs stoltur stýrði sterkum flota.
Hans er starfi rekka að rota.
Rasistunum olli þrota.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 18/7/14 23:14

Eilíf jarðarberjabeð.
Beinn er stiginn himins til.
Sársaukinn er sælustreð.
Senn úr Marz ég nammi vil.

Ég fæ engan botn í þetta. Mér sýnist vísað til Strawberry Fields Forever, Stairway to Heaven, Suicide is Painless, og svo dettur mér í hug David Bowie varðandi síðustu línuna.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/7/14 23:36

Tsk tsk tsk. Hverjir eru höfundar/meðhöfundar laganna, einn í hverri línu eins og reglur gera ráð fyrir. (Ég hélt þetta væri of létt.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/7/14 23:41

hlewagastiR mælti:

Ég sé ákveðið mynstur í þessu hjá þér, Billi, en næ ekki svarinu. Skelli bara fram annarri, léttri þó. (Eru ekki annars 23 ár síðan síðast voru tvær fjórmenningagátur óleystar hér samtímis?)

Bretakonungs stoltur stýrði sterkum flota.
Hans er starfi rekka að rota.
Rasistunum olli þrota.

Lord Nelson dó við Trafalgar, var það ekki?
Gunni Nelson hætti í karate af því að það voru ekki nógu margir keppinautar.
Nelson Mandela steig á nokkrar rasistatær.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 19/7/14 12:56

Billi bilaði mælti:

Tsk tsk tsk. Hverjir eru höfundar/meðhöfundar laganna, einn í hverri línu eins og reglur gera ráð fyrir. (Ég hélt þetta væri of létt.)

Ég hélt að það mætti ekki leita á netinu? En allt í lagi, ég nenni ekki að gúgla, er ýmist að fóta mig í Glugga 8,1 eða á leppnum.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/7/14 19:51

Regína mælti:

Billi bilaði mælti:

Tsk tsk tsk. Hverjir eru höfundar/meðhöfundar laganna, einn í hverri línu eins og reglur gera ráð fyrir. (Ég hélt þetta væri of létt.)

Ég hélt að það mætti ekki leita á netinu? En allt í lagi, ég nenni ekki að gúgla, er ýmist að fóta mig í Glugga 8,1 eða á leppnum.

Maður má gúgla til að staðfesta það sem mann grunar.
Svo þegar einn er eiginlega gefinn, þá ættu hinir að verða auðveldari.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 20/7/14 16:26

Nelson er réttur en ég fatta ekki þetta með karate-ið. Hann vinnur jú við að berja menn í þessu subbusporti sem hann iðkar núna. Í karate er enginn buffaður. Er það ekki annars?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/7/14 17:09

hlewagastiR mælti:

Nelson er réttur en ég fatta ekki þetta með karate-ið. Hann vinnur jú við að berja menn í þessu subbusporti sem hann iðkar núna. Í karate er enginn buffaður. Er það ekki annars?

Alveg rétt. Hann byrjaði í karate hjá Þórshamri. Ég hef dæmt hjá honum viðureign á Rvk-móti. Hann hætti vegna skorts á andstæðingum og færði sig yfir í MMA, þar sem hann keppir núna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 22/7/14 17:37

Eilífarðarberjabeð= Strawberryfields forever=samið af John Lennon meðhöfundur ef til vill Paul McCarney
Himnastiginn= Stairway to heaven= Led Zeppelin aðalmennirnir þar Jimmy Page og Robert Plant. Voru þar ekki bassaleikarinn
John Paul Jones og einhver annar John trommari? Ég veit það ekki og hitt vefst fyrir mér, og ég veit ekki hverning ég á að gúgla það.Þriðja lína kannski Love hurts? Er eitthvað sælgæti frá Mars kompaníinu kalla eitthvað John-Paul?
Ég sendi þessa gátu, sem ykkur verður ekki skotaskuld að leysa..

Reit um veru úr handan heim.
Hann söng ástar strætis breim.
Fyrstur gerði rafmagnsreið
Rokkið söng með "ÞEIM" um skeið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/7/14 08:51

Eilíf jarðarberjabeð. John Lennon?
Beinn er stiginn himins til. Jimmy Page?
Sársaukinn er sælustreð. Johnny Mandel?
Senn úr Marz ég nammi vil. Einhver annar Jón?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 7/8/14 02:37

A)
Trúnni sinnir talsvert guli tappinn sá.
Þekktan bastarð þessi á
þrjótur kunnur suðurfrá.

B)
Hans var kristall himinblár.
Haukur frétta býsna klár.
Kepptist við að hanna hús.
Heimsfræg varð hans litla mús.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/8/14 09:10

Wayne Gretzky mælti:

...
B)
Hans var kristall himinblár.
Haukur frétta býsna klár.
Kepptist við að hanna hús.
Heimsfræg varð hans litla mús.

B)
Walter White (Breaking bad)
Walt Whitman
Walter Burley Griffin er líklegur (gúgl)
Walt Disney.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/8/14 09:18

Bullustrokkur mælti:

Eilífarðarberjabeð= Strawberryfields forever=samið af John Lennon meðhöfundur ef til vill Paul McCarney
Himnastiginn= Stairway to heaven= Led Zeppelin aðalmennirnir þar Jimmy Page og Robert Plant. Voru þar ekki bassaleikarinn
John Paul Jones og einhver annar John trommari? Ég veit það ekki og hitt vefst fyrir mér, og ég veit ekki hverning ég á að gúgla það.Þriðja lína kannski Love hurts? Er eitthvað sælgæti frá Mars kompaníinu kalla eitthvað John-Paul?
Ég sendi þessa gátu, sem ykkur verður ekki skotaskuld að leysa..

Reit um veru úr handan heim.
Hann söng ástar strætis breim.
Fyrstur gerði rafmagnsreið
Rokkið söng með þeim um skeið.

Regína mælti:

Eilíf jarðarberjabeð. John Lennon?
Beinn er stiginn himins til. Jimmy Page?
Sársaukinn er sælustreð. Johnny Mandel?
Senn úr Marz ég nammi vil. Einhver annar Jón?

Allir heita þeir John, sem ég spyr um. Tvö rétt nöfn hafa verið nefnd.
Lag þrjú er frá 1982.
Lag fjögur frá 2010.

Reit um veru úr handan heim. (?)
Hann söng ástar strætis breim. (Ray Parker Jr - Street Love)
Fyrstur gerði rafmagnsreið (Thomas Parker)
Rokkið söng með þeim um skeið. (Graham Parker?)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 7/8/14 18:48

Ég hélt að þessi gáta mín væri svo létt, að hún yrði ráðin eins og skot. En ég sé að línan: Fyrstur gerði rafmagnsreið er svolítið villandi. Það er átt við rafmagsbifreiðar. Margir höfðu hreyft vagna úr stað með rafmagni á undan þessum snillingi, en hann fann
upp rafmagnsbifreið, sem er í ætt við nútímarafmagnsbifreiðar. Þetta var auðvitað ekki nógu gott hjá mér, og ég bið afsökunar.
Kani er gerði rafmagnsreið, er nær lagi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 8/8/14 16:56

Billi bilaði mælti:

Wayne Gretzky mælti:

...
B)
Hans var kristall himinblár.
Haukur frétta býsna klár.
Kepptist við að hanna hús.
Heimsfræg varð hans litla mús.

B)
Walter White (Breaking bad)
Walt Whitman
Walter Burley Griffin er líklegur (gúgl)
Walt Disney.

White og Disney rettir, hinir ekki.

        1, 2, 3 ... 63, 64, 65, 66, 67, 68  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: