— GESTAPÓ —
Yfirstandandi EM
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 13/6/08 11:49

Útvarpsstjóri mælti:

Það segi ég með þér. Mér finnst samt ólíklegt að Rúmenar vinni.

Kemurðu ekki til mín að horfa á leikinn?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 13/6/08 12:33

hvurslags mælti:

Útvarpsstjóri mælti:

Það segi ég með þér. Mér finnst samt ólíklegt að Rúmenar vinni.

Kemurðu ekki til mín að horfa á leikinn?

Jú, var það ekki seinni leikurinn samt?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 13/6/08 12:38

Jújú mikið rétt.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 13/6/08 19:21

Er þetta EM ekki að verða búið?

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 13/6/08 19:25

hvurslags mælti:

Útvarpsstjóri mælti:

Það segi ég með þér. Mér finnst samt ólíklegt að Rúmenar vinni.

Kemurðu ekki til mín að horfa á leikinn?

Þetta er nú mesti feluleikur í kringum viðreynslu sem ég hef orðið vitni af! Fáið ykkur herbergi! ‹Blótar herfilega og rífur í síðar augabrýr sínar›

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 14/6/08 02:36

Fótbolti er fyrir homma og aðra samkynheigða, eins og t.d. lesbíur. Að horfa á aðra karlmenn eltast við knött er auðvitað það fíflalegasta í heimi. Að horfa á kvenmenn eltast við téðan knött er BARA fyrir lesbíur. Þeir karlmenn sem fylgjast með því eru líka lesbíur og því ekki hæfir til neins nema kynlífs með öðrum lesbíum. Aðalöndin hefur talað og hefur að sjálfsögðu ávallt rétt fyrir sér.

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 14/6/08 09:55

Ég verð að játa að ég hafði mjög gaman af að horfa á Hollendingana leggja Frakka að velli í gær.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 14/6/08 10:06

Miðað við hvernig Hollendingar hafa spilað þá held ég að þeir vinni mótið. Ég bjó í Hollandi 1987 - 1988 og var þar þegar þeir unnu EM. Það varð bókstaflega allt kolvitlaust. Menn spreyjuðu götur og styttur appelsínugular og allir glöddust sem aldrei fyrr.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 15/6/08 00:53

Herbjörn Hafralóns mælti:

Ég verð að játa að ég hafði mjög gaman af að horfa á Hollendingana leggja Frakka að velli í gær.

Hjartanlega sammála. Ég vona svo innilega að Frakkar og Ítalir fari heim að lokinni riðlakeppni.

Það held ég nú!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/6/08 01:53

Nú eru Grikkir á leiðinni heim og það er vel. Ég held að Hollendingar séu búnir að skora fleiri mörk nú þegar en Grikkir gerðu í allri keppninni þegar þeir urðu meistarar. Það náttúrulega gengur ekki að tefla fram liði sem er skipað markmanni og varnarmönnum eins og Grikkir gera.

En spá mín um hverjir fara í 8 liða úrslit er eftirfarandi:
A-riðill
Portúgal
Tékkland

Portúgalir nú þegar búnir að tryggja sér sæti en Tékkar og Tyrkir eigast við og á ég von á að Tékknesku bomsurnar vinni Tyrkneska kebabið.

B-riðill
Króatía
Austurríki

Króatía er örugg áfram en Þjóðverjar eru í öðru sæti. Þeir eiga eftir að hitta Austurríkismenn og á ég alveg eins von á því að Þjóðverjar drulli upp á bak eins og þeir hafa verið að gera. Þeir hafa spilað hreint afleitlega það sem af er móti. Þetta er ekki Þýska stálið... þetta er Þýska súrkálið! Svo er líka til í dæminu að Króatar taki því rólega og leyfi Pólverjum að vinna sig og komi þeim þannig áfram.

C-riðill
Holland
Rúmenía

Ítalir og Frakkar eiga ekki skilið að komast áfram upp úr þessari riðlakeppni. Hollendingar flengdu þá duglega og svo gera þessi lið jafntefli við Rúmena. Ég á von á því að læknir, sjúkraþjálfari, boltastrákar, handklæðaberar og eiginkonur skipi lið Hollendinga gegn Rúmenum í tvennum tilgangi. Annars vegar til að hvíla lykilleikmenn og síðast en ekki síst að losna við hrokafyllstu lið heimsins, Frakka og Ítali sem spiluðu einmitt til úrslita á HM 2006.

D-riðill
Spánn
Rússland

Rússar og Svíar keppa hreinan úrslitaleik um sæti í 8 liða úrslitum. Ég er á því að Rússneski björninn nái að berja Sænsku pedagógana á bak aftur og senda þá beinustu leið í skerjagarðinn. Ég held að þetta verði ekki bara leikur upp á líf og dauða heldur á stolt Svía eftir að bíða mikinn hnekki. Grikkir búnir að pakka og að fara heim. Ég vil Svía og Grikki út, FARIÐ HEFUR FÉ BETRA!

Spá mín um Evrópumeistara? Jú, Hollendingar eru það lið sem ég tel eiga mesta möguleika. Þeir hafa sýnt skemmtilegasta boltann og eiga það skilið að vinna!

Nú er bara að vona og sjá hvort ég reynist ekki bara sannspár.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/6/08 02:07

Og ef ég fabúlera aðeins með hverjir mæta hverjum og hvernig fara leikirnir þá er spá mín eftirfarandi með þeim forsendum sem ég hef gefið mér:

Portúgal - Austurríki: Portúgal vinnur
Tékkland - Króatía: Króatía vinnur
Holland - Rússland: Holland vinnur 2 - 0 eins og í úrslitaleiknum fyrir 20 árum (reyndar gegn Sovétríkjunum)
Rúmenía - Spánn: Spánn vinnur

Portúgal - Króatía: Króatía vinnur
Holland - Spánn: Holland vinnur

Holland - Króatía: Holland vinnur í framlengingu

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 15/6/08 03:25

Analýsumeistarinn Ívar hefur talað. Verst að það er svo lítið að (knattspyrnu)marka hann...

Annars held ég statt og stöðugt með Hollandi!

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 15/6/08 10:27

Ívar Sívertsen mælti:

Nú eru Grikkir á leiðinni heim og það er vel. Ég held að Hollendingar séu búnir að skora fleiri mörk nú þegar en Grikkir gerðu í allri keppninni þegar þeir urðu meistarar. Það náttúrulega gengur ekki að tefla fram liði sem er skipað markmanni og varnarmönnum eins og Grikkir gera.

En spá mín um hverjir fara í 8 liða úrslit er eftirfarandi:
A-riðill
Portúgal
Tékkland

Portúgalir nú þegar búnir að tryggja sér sæti en Tékkar og Tyrkir eigast við og á ég von á að Tékknesku bomsurnar vinni Tyrkneska kebabið.

Ég er sáttur við þetta Ívar, enda eiga Portúgalirnir og Tékkarnir (hvernig skrifar Vlad Tjekkland?) skilið að fara áfram.

Ívar Sívertsen mælti:

B-riðill
Króatía
Austurríki

Króatía er örugg áfram en Þjóðverjar eru í öðru sæti. Þeir eiga eftir að hitta Austurríkismenn og á ég alveg eins von á því að Þjóðverjar drulli upp á bak eins og þeir hafa verið að gera. Þeir hafa spilað hreint afleitlega það sem af er móti. Þetta er ekki Þýska stálið... þetta er Þýska súrkálið! Svo er líka til í dæminu að Króatar taki því rólega og leyfi Pólverjum að vinna sig og komi þeim þannig áfram.

Hér er ég ekki alveg eins sammála. Þjóðverjarnir spiluðu stórvel á móti Pólverjunum í fyrsta leik á meðan Króatarnir ullu vonbrigðum á móti Austurríkismönnum en unnu samt. Síðan áttu Króatarnir mjög góðan leik á mót Þýskalandi og unnu verðskuldað, án þess að Þjóðverjarnir væru beinslínis lélegir. Síðasta umferðin í þessum riðli verður mjög spennandi!

Ívar Sívertsen mælti:

C-riðill
Holland
Rúmenía

Ítalir og Frakkar eiga ekki skilið að komast áfram upp úr þessari riðlakeppni. Hollendingar flengdu þá duglega og svo gera þessi lið jafntefli við Rúmena. Ég á von á því að læknir, sjúkraþjálfari, boltastrákar, handklæðaberar og eiginkonur skipi lið Hollendinga gegn Rúmenum í tvennum tilgangi. Annars vegar til að hvíla lykilleikmenn og síðast en ekki síst að losna við hrokafyllstu lið heimsins, Frakka og Ítali sem spiluðu einmitt til úrslita á HM 2006.

Hér veður þú í villu og svima Ívar. Rúmenarnir spila lang leiðinlegasta boltann í þessum riðli og áttu hvorugt jafnteflið skilið. Reyndar voru Frakkarnir ekki nógu góðir í fyrsta leik og hafa enn ekki sýnt sitt besta. Fullkomlega löglegt mark var dæmt af Ítölunum og síðan fengu Rúmenar gefins víti sem Búffon varði að vísu. Bæði Ítalirnir og Frakkarnir spiluðu skemmtilega og jafna leiki við Hollendingana, þrátt fyrir að Niðurlendingarnir væru í banastuði og mörkin dyttu þeirra megin. Það hefði verið fróðlegt að sjá hvernig Frakkland-Holland hefði farið ef Frakkarnir hefðu fengið vítið sem þeir áttu að fá í stöðunni 1-0 fyrir Holland. Ég held að Hollendingar leggi Rúmenana lokaumferðinni og Ítalir taki Frakka og fari áfram.

Ívar Sívertsen mælti:

D-riðill
Spánn
Rússland

Rússar og Svíar keppa hreinan úrslitaleik um sæti í 8 liða úrslitum. Ég er á því að Rússneski björninn nái að berja Sænsku pedagógana á bak aftur og senda þá beinustu leið í skerjagarðinn. Ég held að þetta verði ekki bara leikur upp á líf og dauða heldur á stolt Svía eftir að bíða mikinn hnekki. Grikkir búnir að pakka og að fara heim. Ég vil Svía og Grikki út, FARIÐ HEFUR FÉ BETRA!

Sammála, Russarnir hafa spilað skemmtilegan sóknarbolta og taka Svíana vonandi. Mér þótti athyglivert að hlusta á spekinga og lýsendur tala um að Rússarnir þyrftu að bæta við marki til að laga markamuninn! Staðreyndin er sú að þeir þurftu að vinna með fjögurra marka mun til að jafna markamun Svíanna sem nú eru með +1 mark á meðan Rússarnir skulda 2. Jafntefli* hefði nánast þjónað þeim jafn vel og 3-0, þeir verða einfaldlega að vinna Svíana. * Að því gefnu að Grikkir taki ekki uppá að vinna Spánverja sem komnir eru áfram og geta því teflt fram sjúkraþjálfurum og nuddurum í lokumferðinni.

Ívar Sívertsen mælti:

Spá mín um Evrópumeistara? Jú, Hollendingar eru það lið sem ég tel eiga mesta möguleika. Þeir hafa sýnt skemmtilegasta boltann og eiga það skilið að vinna!

Nú er bara að vona og sjá hvort ég reynist ekki bara sannspár.

Ég tippa á að Króatar og Spánverjar spili til úrslita. Króatar leggja Portúgali og stífgreiddan Ronaldo í undanúrslitum og Spánverjarnir taka Hollendinga.
Króatar verða meistarar, Luka Modaric skorar sigurmarkið, 1-0, á 85 mínútu.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 15/6/08 14:17

11

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 15/6/08 17:20

12

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 15/6/08 18:20

14-2! ‹Ljómar upp yfir að vita um a.m.k. eitthvað tengt fótbolta›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/6/08 19:04

Hver nennir að pæla í fótbolta?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 16/6/08 00:29

Gaman að Tyrkir skyldu ná að komast áfram. Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar markvörður þeirra var rekinn af velli fyrir að kýla Jan Koller niður. Eins og hann gæti það .
Annars hef ég voða lítið getað fylgst með að undanförnu. Hef ekki einu sinni séð til allra liðana. En af þeim liðum sem ég hef séð heilla Niðurlendingar mig mest. Ég vona heitt og innilega að Frakkar og Ítalir detti út í lokaumferðinni. Þau lið ásamt Portúgölum fara í taugarnar á mér.

Það held ég nú!
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: