— GESTAPÓ —
Hvaða raunheimsskáld orti?
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 36, 37, 38 ... 60, 61, 62  
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 31/8/09 13:57

Mæl þú manna heilastur drullusokkur! Hárrétt og þú átt leikinn.

Kær kveðja
ljóður

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 31/8/09 16:24

Hvar eru fuglar þeir á sumri sungu?
Þeir suður flugu brimótt yfir höf.
Hvar eru blómin sæl frá sumri ungu?
Und snjónum hvíla þau í vetrar gröf.

Hvað er nú söngva? vindgnýr hærri og hærri
um hvítnað land, en þung með drunu-hljóð,
þar þögull sjófugl þyrpist brimströnd nærri,
hinn þrúðgi gýmir kveður stirðan óð.

Hvað er nú blóma? helblóm hörku viður,
sem hrímhvít skarta frosnum rúðum á,
og geislablóm, sem glitar máni niður
á glerskyggð blásvell vetrarheiði frá.

Nei, sönglíf, blómlíf finnst nú aðeins inni,
þar andinn góður býr sér sumar til
með söng og sögu, kærleik, vina kynni
á kuldatíð, við arin-blossans yl.

Svo dvelji söngfugl hver einn fyrir handan
og hylji fönnin blómið hvert, sem dó.
Vér eigum sumar innra fyrir andann,
þá ytra herðir frost og kyngir snjó.

Hver bjó þetta til?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Crucificus 1/9/09 20:39

Var það ekki Steingrímur Thorsteinsson.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 1/9/09 22:00

Rétt, Crucificus. Það var Steingrímur Thorsteinsson.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Crucificus 2/9/09 08:30

Jæja, þessi er sennilega mjög létt.

Því var þerriblað
í þegna heimi
oft í eld hrakið
að entu starfi,
að það aldregi,
sem önnur blöð,
dugði til kamars
né kramarhúsa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 2/9/09 10:41

Þetta kannast ég við, en man ómögulega höfundinn.

Tómas Guðmundsson?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Crucificus 2/9/09 15:29

Nei ekki var það Tómas.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 2/9/09 15:35

Grímur Thomsen?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 2/9/09 15:37

Er þetta eftir Hannes Hafstein? Þerriblaðsvísur sem hann orti í orðastað þekktra skálda. Hér stælir hann líklega Bjarna Thorarensen.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Crucificus 2/9/09 15:45

Alveg rétt hjá þér Ljóður. Það var Hannes Hafstein.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 5/9/09 15:05

Margir kannast eflaust við öfugmælavísuna

Fiskurinn hefur fögur hljóð
finnst hann oft á heiðum.
Ærnar renna eina slóð
eftir sjónum breiðum.

En hver orti?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 6/9/09 20:57

Bjarni Borgfirðingaskáld?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 6/9/09 22:02

Sigurður Breiðfjörð?

sígræn
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 6/9/09 22:58

Ójá Regína. Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld, uppi á 16. -17. öld. Þú átt leikinn.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ljóður 6/9/09 23:00

Nei Garbo, Bjarni Jónsson orti eins og Regína segir réttilega.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 6/9/09 23:33

Það var nú ekki ég sem vissi það .. en hvað um það:

Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húm hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.

Hver orti þetta fallega ljóð?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Megas 7/9/09 11:18

Það var Megas.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 7/9/09 16:11

Nei, ekki Megas. Þetta skáld er eldra.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 36, 37, 38 ... 60, 61, 62  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: