— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 271, 272, 273 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/8/09 22:25

Tína vil ég bráðum ber
blóm í vasa handa þér,
dífa þeim í dökkan hver
og drekka með þér sénever.

Síðan mun ég makalaus
majónesið klína'á haus,

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/8/09 22:51

Síðan mun ég makalaus
majónesið klína'á haus,
enda vísu þessa þína
þér nú rassinn vil ég sýna.

Þannig yrkja ætla ég
alla daga mína.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/8/09 00:09


Þannig yrkja ætla ég
alla daga mína.
og ganga ljúfan vífsins veg
væntir mín hún Stína,
_______-------------------

Strumparnir á fjallið fóru
fullur máni óð í skýum.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Strumparnir á fjallið fóru,
fullur máni óð í skýjum;
Æðstastrumpi eið þeir sóru.
Allir klæddust gammósíum.

---------------------------------
Lítil strumpakríli kyrja
kátan söng, frá rótum hjartans

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/8/09 12:23

Lítil strumpakríli kyrja
kátan söng, frá rótum hjartans

Á sveppaneyslu síðan byrja,
sofna rótt í húsi Kjartans.

Kötturinn þá kíkir inn
og kjamma út um sleikir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/8/09 12:26

Lítil strumpakríli kyrja
kátan söng, frá rótum hjartans
Æðsta strumpi er að byrja
ógeðslega flott er skart hans.

Einhver hefði orðið „hjartans“
öðruvísi en Hlebbi rímað.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/8/09 12:53

Einhver hefði orðið „hjartans“
öðruvísi en Hlebbi rímað.
Máske hefði margur „Kjartans“
mæddur inn á Lútinn símað.

---

Ekki stoðar innihangs
alla daga langa.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 11/8/09 13:08

Ekki stoðar innihangs
alla daga langa.
Þvervegis um land, og langs,
lystug þykir ganga.

Þegar grasið fölna fer
fýsir mig í réttir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/8/09 22:20

‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 12/8/09 00:48

Kötturinn þá kíkir inn
og kjamma út um sleikir,
finn ég hvergi fuglinn minn,
flæða lækir bleikir.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Kötturinn þá kíkir inn
og kjamma út um sleikir.
Bita- snöggur -sníkirinn
snjall á peru kveikir.

- - -

Þegar grasið fölna fer
fýsir mig í réttir.
Saman þá í sálu mér
safnast gamlir sprettir.
Allir skála, skemmta sér,
í skapi nett-þétt-léttir.
Dilkur vænn þá dreginn er.
Dásamlegar fréttir!

---------------------------------

Búskaparins bezta skart;
bústin lömb af fjalli

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 12/8/09 11:47

Búskaparins bezta skart;
bústin lömb af fjalli
espa þorstan, er því vart
undur þó ég ríði ei hart
og í söðli hálfpartinn ég halli.

Með tár í pela og létta lund
legg ég nú á klárinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 12/8/09 12:33

Tók mér örlítið skáldaleyfi:

Búskaparins bezta skart;
bústið lamb af fjalli
bjart og hvítt sem bikasvart
bóndans svarar kalli.

Annir dagsins æ mig tefja,
engu góðu kem í verk.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 12/8/09 16:32

Annir dagsins æ mig tefja,
engu góðu kem í verk.
Örmum fögur fljóð að vefja,
fæðist þráin ógnarsterk.

Með tár í pela og létta lund
legg ég nú á klárinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/8/09 18:17

Með tár í pela og létta lund
legg ég nú á klárinn.
Storma af baki, stíg á hund
stífur er nú nárinn.

Í rúminu ég lasinn ligg,
líkamshitinn stígur

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 12/8/09 21:55

Í rúminu ég lasinn ligg,
líkamshitinn stígur.
Pestargerla gramur þigg,
gleðin burtu flýgur.

Ívar bráðum svipaður er svíni,
í svaði liggur hann og rymur hátt.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/8/09 22:09

Ívar bráðum svipaður er svíni,
í svaði liggur hann og rymur hátt.
Kemur varl'upp einu orði af gríni,
ansi getur hann þá sagt hér fátt.

Ein er vikan eftir hér,
aðra helgi flýg ég

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/8/09 23:45


Ein er eftir vikan hér
aðra helgi flýg ég.
Flughræðslan í maga mér
er makalaus og skopleg.
_---------------------------

Valur upp á staurnum stendur
starir eftir matarbráð.

lappi
        1, 2, 3 ... 271, 272, 273 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: