— GESTAPÓ —
Ambögu- og málvillusafn B. Ewings.
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
sulli 28/3/09 02:36

Gott er að hafa vaðið fyrir neðan nefið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 30/3/09 12:55

... heilsast þeim mæðrum vel.

Verið er að tala um móður og nýfædda dóttur hennar.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tony Halme 30/3/09 13:19

Ég kom hingað fyrir 4 árum síðan.

Formaður félags finnskra drykkjulagasöngvara.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 30/3/09 18:47

Terve, Tony. Mitä kuuluu? Hvaseijiru?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 31/3/09 10:25

http://www.dv.is/frettir/2009/3/30/deilt-um-klaedaburd-bjarkar/

„Einn lesandi segir að Björk líti út eins og loðsugumaður...“

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 1/4/09 23:25

Fyrst að - Víst að. "Víst að Íslendingar töpuðu leiknum eiga þeir litla möguleika á sigri í riðlinum"
Ég vona bara að ég þurfi aldrei að heyra þessa ambögu, nógu ljót er hún á prenti.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bleiki ostaskerinn 2/4/09 11:37

Loðsugumaður. Er það blóðsuga sem herjar á loðdýr?

Það var ekki ég!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/4/09 11:43

Bleiki ostaskerinn mælti:

Loðsugumaður. Er það blóðsuga sem herjar á loðdýr?

Ég held þetta sé einhver undirgrein snyrtifræðinnar. Ný tækni við háreyðingarmeðferð.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/4/09 11:53

Eina ambögu höfum vjer nokkuð oft sjeð, m.a. í mafíuleikjunum hjer á Gestapó. Er þessu innleggi því ekki hvað síst beint til þátttakenda þar:

Mig grunar NN [um græsku].

Rjett er hinsvegar að segja Jeg gruna NN [um græsku] (*). Þessi ruglingur stafar líklega af því að einnig má segja Mig grunar að NN sje sekur.

(*) Allra best væri þó auðvitað að segja Vjer grunum NN [um græsku] ‹Ljómar upp›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/4/09 18:39

Enn má bæta því við, Vlad, að máltækið að „gruna einhvern um græsku“ er upphaflega ambaga.

Hér vitna ég í 12. þátt Jóns G. Friðjónssonar um Íslenskt mál sem birtist í Morgunblaðinu 11. október 2003:

Tilvitnun:

Flestir munu þekkja orðasambandið gruna e-n um græsku ‘hafa efasemdir um heilindi e-s’. Það er fremur ungt í þeirri mynd sem við þekkjum það en það á sér sína sögu. Í Sturlu sögu segir Brandur biskup Sæmundarson um Hvamm-Sturlu: Engi maður frýr þér vits en meir ertu grunaður um gæsku og þar merkir orðasambandið gruna e-n um gæsku ‘hafa efasemdir um góðmennsku e-s’.

Í síðari alda máli fær sögnin gruna e-n um e-ð merkinguna ‘fella gruna á e-n; ætla e-m e-ð’, einkum með vísan til e-s neikvæðs, t.d.: gruna e-n um þjófnað, svik, svindl ...

Sú merking fellur ekki vel að orðasambandinu gruna e-n um gæsku enda hefur gæska jákvæða merkingu. Á 19. öld er blásið lífi í ummæli Brands en þá með tvenns konar breytingu. Annars vegar í breyttri merkingu sagnasambandsins gruna e-n um e-ð (‘hafa grunsemdir um’ > ‘fella grun á, ætla e-m e-ð neikvætt’) og hins vegar er notað nafnorðið græska ‘illmennska’ í stað gæsku ‘góðmennsku’ og þá verður merkingin ‘ætla e-m illmennsku; tortryggja e-n’.

Elstu dæmi um breytinguna eru frá miðri 19. öld eins og sjá má í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Nútímamyndin gruna e-n um græsku er því í raun byggð á misskilningi en vitaskuld hefur hún öðlast hefð og upprunalega myndin er ekki lengur notuð.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 2/4/09 19:15

Hmm. Þetta hljómar skemmtilegt. Maður gæti sagt með nútímaskilningu, að „ég gruna hann um gæsku“. Og átt við að „hann virðist að vera betri en hann þýkist vera“ eða bara „sko hann, hvað hann getur verið almennilegur“. Aðgruna einhvern um gæsku væri svona jákvætt kaldhæðni, eiginlega hlýhæðni. Eða hvað veit ég. Sennilega ekki neitt.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 2/4/09 19:22

Hlýhæðni!

Þú ert frábær orðasmiður Kiddi.

Hlýhæðni er örugglega mjög algengt fyrirbæri hér.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 2/4/09 19:25

‹Ljómar upp›[
s]Gefur frá sér vellíðunarstunu[/s]

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 11/4/09 09:15

Ég fann hér dæmalaust skemmmtilega ambögusmíð frá hinum ódeigu fréttariturum Mbl.is.

Tilvitnun:

Það áhugaverðasta hjá Benítez fyrir Evrópuleikinn var að ræða um mig. Það er frábært. Ég vissi ekki að ég væri svona mikilvægur,“ sagði Ferguson þegar hann ræddi við fréttamenn í kjölfar leik sinna manna gegn Sunderland á morgun.

Þetta er svona auka rafmælisgjöf til B. Evings

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/4/09 20:39

Í framhaldi af innleggi Huxa minnist ég þess þegar eitthver blaðið sagði frá því að maður hefði verið handtekinn í Leifsstöð vegna gruns um að hafa með sér fíkniefni innvortis. Í kjölfarið kom víst í ljós svo og svo mikið af hinum og þessum efnum. Mér fannst þetta skemmtilega ósmekklegt myndmál að ræða svona um laxeringar og kjölfar í sömu andránni.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/4/09 20:12

http://www.visir.is/article/20090416/FRETTIR01/132083023/-1

„Þó svo að Ragnheiður sé eingöngu átján ára gömul...“

Þetta vekur spurningar um hvort eingöngu þýði það sama og einungis. Í huga vorum er svo ekki, það sem að ofan stendur finnst oss frekar þýða að eini aldur Ragnheiðar sje 18 ár, þ.e. hún er ekki t.d. bæði 18 og 19 ára.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
16/4/09 21:40

Þar er ég þér sammála, virðulegi forseti.

En að öðru. Ég stofnaði á dögunum þráð á Kveðist á sem heitir „Yrktu eitthvað fallegt“. Í kjölfarið fékk ég einkapóst frá aðila sem þótti þetta mega betur fara og vildi sjá boðhættinum „yrktu“ breytt í „orktu“. Þessu var ég ósammála, án þess þó að vera viss í minni sök. Því var hið eina rétta í stöðunni að senda Hlebba álitaefnið til úrlausnar. Skömmu síðar barst þessi glæsilegi pistill um boðhátt sagnarinnar að yrkja, sem verðskuldar opinberun:

hlewagastiR mælti:

Þetta er raunar áhugavert. Sem prófarkalesari er ég sammála þér en sem sérvitringu hef ég meira gaman af hennar útgáfu.

Ég ætlaði líka að fletta upp í lærðri grein um þetta sem ég veit að ég á í safni mínu en man bara því miður ekki í hvaða riti eða eftir hvern og meður því að safnið er stórt hef ég ekki fundið hana. Ég skýri þetta því eftir minni:

Þetta vafamál á við um tiltölulega fáar sagnir sem eiga það sameiginlegt að
a) beygjast veikt og án stofnlægs '-a', þ.e.a.s. fá þátíðarendinguna '-ti', '-di' eða 'ði-' en hins vegar ekki '-aði'.
b) hafa hljóðbeygingu, þ.e. ekki sama stofnsérhljóð í fyrstukennimynd og í hinum tveimur.

Því miður man ég bara tvær svona sagnir í svipinn en þær munu verða sex eða sjö í málinu. Það dugar þó fyrir þessa skýringu.

Þetta eru sagnirnar: kaupa-keypti-keypt og yrkja-orti-ort. Nútíðin fylgir 1. kennimynd: 'ég kaupi', 'ég yrki'. Þá hefur því verið haldið fram að boðháttur sé alltaf myndaður af stofni nafnháttar. Því sé útkoman þessi:
Nafnháttur=kaup+a : Boðháttur=kaup+tu.
Nafnháttur=yrk+ja : Boðháttur=yrk+tu.

Á hitt ber að líta að hljóðskipti í veikt beyðum sögnum tíðkast ekki nema í þessum tilteknu sögnum. Enginn þarf að efast um að tilhneigingin til að segja 'keyptu' er afar sterk. Þá hlýtur að mega endurskilgreina boðháttarregluna fyrir veikar sagnir og segja: Boðháttur veikrar sagnar er stofn þátíðar+'tu':
Þátið=keyp+ti : Boðháttur=keyp+tu.
Þátíð=or(k)+ti : Boðháttur=or(k)+tu.

Slíkar skýringar hafa ekki átt upp á pallborðið hjá forskriftarmálfærðingum en þeir sem fást við að rannsaka málfræðireglurnar sem við búum til í hausnum á okkur kæra sig kollótta um það. Hins vegar fellur þessi skýring á sögninni 'þegja' nema boðhátturinn þar verði 'þagðu' (sem hann hneigist ekki til að vera).

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 17/4/09 08:16

Íslenskan er nú frekar snúið mál þegar allt er skoðað. Nú segi ég bara að:

-mér er tamara að segja keyptu en kauptu, en ef ég ætti að biðja einhvern að yrkja, segði ég sennilega frekar "yrktu" en orktu. Hinsegin þá frekar "ortu". En maður þarf eiginlega að vera innfæddur til þess að hafa rétta tilfinninguna, mér finnst bara gaman að spá í þetta.

Timburfleytarinn mikli.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: