— GESTAPÓ —
Gestapóskt uppáhald 2.
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/3/09 23:14

(Af hverju var fyrri þræðinum lokað? ‹Hnussar›)

Bara að bjarga þessu áður en því verður eytt: ‹Glottir eins og fífl›

Bölverkur
Fastagestur með ritstíflu.
Sálmur - 8/3/09

Kvæði:

Vögguljóð

Þei, þei og ró.
Sofðu núna sætt og rótt,
svífðu í draumheima skjótt.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Fyrr en varir fermist þú,
Í fastasvefni ertu nú.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Á þig sækir svitakóf,
sjá, þú ert með stúdentspróf.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Þú líður gegnum lífið þitt
í ljúfum svefni yndið mitt.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Hrjótir þú í hundrað ár
hlýtur þú að vakna nár.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Djamma á himni þú munt þó,
þar er allt í grænum sjó.
Þei, þei og ró.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: