— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 134, 135, 136 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/3/09 22:39

Skemmtun er það skikkanleg að skrifa kvæði,
og með vinum vænum syngja
vísur, sem og glösum klingja.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 22:39

Ég veit að allir eru að bíða eftir kokkteilnum... en fyrst þetta:

5: Gestapó: Hvað er svona merkilegt við það?
- þetta er endurnýtt efni frá seinasta hagyrðingamóti. Ekki nota sömu vísur og þá, það verður fróðlegt að sjá samt munin þá og nú (ef þú tókst þátt í því hagyrðingamóti - haustið 2007 ef ég man rétt).

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/3/09 22:41

Betr en feisbúkk betra en flest
Gestapóið gleður mest.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Á Gestapó dvelja víst duglegir menn
Og dugmiklar fjörugar kvinnur
Þar syngjandi sendist um aftur og enn
Síðastur að svara vinnur...

Mófreður C. Mýrkjartansson, Gagnfræðingur og kallfauskur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/3/09 22:44

Mína kosti ætla ei
út á torg að bera
ég er hvorki gamalt grey
eða geðill vera.

Þetta gæti kannski fallið undir lið númer eitt.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/3/09 22:44

Laumupúkun, labb á fjöll
ljettir allt vort geð.
Gestapóa gleður spjall,
gaman mjög að drepa peð.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 22:46

Gestapó mér gefur stundir
góðar við að yrkja'og masa
endalausir endurfundir
eilíft má þar kjafta'og þrasa.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/3/09 22:46

ég á það til að orða illa
ummæli
og jafnvel öllu spaugi spilla
í ammæli.

liður tvö kannski.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/3/09 22:46

Fjölbreytni og félagsskapur; fagleg ritstjórn.
Gestapóið gleypir tímann,
gefst ei betri nokkur víman.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 22:48

Upprifinn mælti:

Mína kosti ætla ei
út á torg að bera
ég er hvorki gamalt grey
eða geðill vera.

Þetta gæti kannski fallið undir lið númer eitt.

Áðan ég saknaði einungis þín
ákvað samt hérna að byrja.
Nú ertu kominn -Skál - nú finnum vín
nú skulum drekka og kyrja.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/3/09 22:49

Þá ritstjórn upp græjurnar grípur
og gala þeir hljoðnema í
í barm sinn hver einasta kona klípur
og svífur á rósbleikótt ský.
ég skil andskotan ekkert í því.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/3/09 22:52

Mest gaman.

að mega á hátið hárri
hitta póa fans.
enga veit skemmtun skárri
en skrallið með söng og dans.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/3/09 22:52

Gestapósins eðli innsta
erfitt er að skilja.
Eykur kæti að kosti minnsta
kóbalt allir vilja. ‹Ljómar upp›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Listamenn góðir á Gestapó finnast
greindarleg ljóðin þeir skrifa
lögum frá þeim er þarft að kynnast
og þannig er best að lifa.

Mófreður C. Mýrkjartansson, Gagnfræðingur og kallfauskur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/3/09 22:53

Hvurt er leyniefnið?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/3/09 22:54

Jæja... það þýðir ekki að drekka þetta sull lengur... bjórinn dregur mann að vísu af stað, en áfangastaðurinn bíður og því skellum við okkur í leyniefnið:

6. Leyniefnið er kokteill kvöldsins...
Eftirfarandi drykki má nota að vild, ekki er nauðsyn að nota alla vökvana í kokteilinn og að sjálfsögðu má bæta við, því listinn er ekki tæmandi:

Appelsínusafa
Áka
Ákavíti
Balla
Ballantines
Berjasaft
Blút
Brennivín
Brennsa
Djús
El vínó
Eplasnaps
Gambra
Gin
Grants
Greip
Hreindýrið
Jägermeister
Jameson
Kakó
Kamparí
Kláravín
Kók
Límonað
Landa
Lýsi
Meistara
Mjólk

Mysu
Órans
Rjúpuna
Rósavín
Sjenever
Sjenna
Sjokkolað
Sprite
Spritt
Sprútt
Víti
Vodka

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 7/3/09 22:55

Gestapó:

Hvorki meður sorg og sút
né svæsnum þvingunum
ungar hún sem hæna út
hagyrðingunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Vítið hans Áka, brennsa og blút
brennsluspritt, djús eða landa
Kamparí, vodka og viskí af stút
valið þú verður að vanda!

Mófreður C. Mýrkjartansson, Gagnfræðingur og kallfauskur.
        1, 2, 3 ... 134, 135, 136 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: