— GESTAPÓ —
Leirburður eftir sjálfan mig
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflið 25/1/09 00:28

Hér að neðan ætla ég að birta dálítið vísukorn eftir sjálfan mig og vonast ég eftir jafnt neikvæðum sem jákvæðum viðbrögðum og vonandi leiðréttingum hafi ég ekki farið eftir bragfræðinni í hvívetna. Vísan fjallar um erfiðleika þess að setja saman sæmilegan brag. Þess má geta að innblástur er sóttur í Snorra-Eddu.

‹Ræskir sig og hefur síðan lesturinn, heldur feiminn og óöruggur.›

Hverjum hér á Kringlu hlýst
Kvasis dreyri skýri?
Skáldin ráða skulu víst
skipsins dverga stýri.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/1/09 00:34

Fíflið mælti:

...
Hverjum hér á Kringlu hlýst
Kvasis dreyri skýri?
Skáldin ráða skulu víst
skipsins dverga stýri.

Fyrsta línan er sú sem hægt er að setja eitthvað út á.
Ekki set ég sjálfur út á að stuðla „hv“ við „k“, en að hafa aukastuðlapar í háum gerir línuna eiginlega of háfleyga.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 25/1/09 00:35

Billi bilaði mælti:

Fíflið mælti:

...
Hverjum hér á Kringlu hlýst
Kvasis dreyri skýri?
Skáldin ráða skulu víst
skipsins dverga stýri.

Fyrsta línan er sú sem hægt er að setja eitthvað út á.
Ekki set ég sjálfur út á að stuðla „hv“ við „k“, en að hafa aukastuðlapar í háum gerir línuna eiginlega of háfleyga.

ef að hverjum stuðlar við kringlu er þá ekki hér og hlýst í lágkveðum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/1/09 00:37

Júbb, og þar með hálfgert aukastuðlapar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 25/1/09 00:50

Þetta er bara drullufínt.

Fyrsta línan eins og aðrir hafa bent á hefur aukastuðlapar sem mér persónulega finnst ljótt þegar það er í fyrstu eða þriðju línu hvort sem það megi eða ekki. Samkvæmt mínum skilning má það ekki en ég er enginn alfræðiljóðareglubók.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 25/1/09 00:52

Samkvæmt mér er þetta ekki aukastuðlapar..vegna þess að þetta er í lágkveðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflið 25/1/09 01:04

Ég þakka skýr og skilmerkileg svör. Ég verð að játa að ég hafði hreinlega ekki tekið eftir því að hér og hlýst stuðla saman í fyrstu línu. Ég held að ég leyfi þessu samt að vera svona þar sem ég tók heilt kvöld í að hnoða þessu helviti saman.[/g]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 25/1/09 01:05

Wayne Gretzky mælti:

Samkvæmt mér er þetta ekki aukastuðlapar..vegna þess að þetta er í lágkveðum.

En ef „stuðlarnir“ væru báðir í lágkveðum (eins go er algengt hjá byrjendum eða þeim sem fá/þiggja ekki tilsögn í bragfæði)? Eru þá engir stuðlar?
Mér sýnist þetta vera aukastuðlapar.

En þetta er flott vísa. Haltu áfram Fíflið, hlustaðu ekki á beturvitarifrildið nema með öðru, við höfum bara svo gaman af þessu. ‹Ljómar upp›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 25/1/09 01:10

Hverjum hér á Kringlu hlýst

Hér er stuðlað með Hv sem K stuðli sem er í lagi í framburði flestra. H-in í hér og hlýst eru bæði í lágkveðum og mynda því engan veginn hljóm þann sem borið getur línuna uppi og eru ekki aukastuðlapar. Þetta er mín skoðun. Auk þess er þetta snjöll vísa.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 25/1/09 01:13

Wayne Gretzky mælti:

Samkvæmt mér er þetta ekki aukastuðlapar..vegna þess að þetta er í lágkveðum.

Kvæði:

Hverjum sem á Kringlu hlýst sú heppni.

Kvæði:

Hver sá sem á Kringlu sundrar öllu

Þetta er jafnljótt Wayne. Hvort sem þetta kallast það sama eður ei þá er útkoman ekki falleg.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/1/09 01:13

Wayne Gretzky mælti:

Samkvæmt mér er þetta ekki aukastuðlapar..vegna þess að þetta er í lágkveðum.

Samkvæmt því, er mjög erfitt, yfir höfuð, að búa til aukastuðlapör, því að það er alltaf eitthvað ólöglegt við aukastuðlapörin, nema í fimm-liða línum, (hvað svo sem orðið „aukastuðlapör“ þýðir í raun og veru).

Svona sé ég þetta í fljótu bragði, en það er kannski ekki allt rétt.

Lögleg pör eru í ferskeytlum:
1,3 (aukapar væri 2,4, lágkveður).
2,3 (aukapar væri 1,4, of langt á milli og þar með ekki aukapar skv. Hlebba, minnir mig).
3,4 (aukapar væri 1,2, ekki stuðull í 3 og því ólöglegt).

Lögleg pör eru í fimmliðalínum:
1,3 (aukapör væri 2,4, áður nefnt, eða 4,5 sem væri höfuðstafslaust par).
2,3 (aukapör væri 1,4, áður nefnt, eða 4,5, sama og að ofan).
3,4 (aukapör væri 1,2, áður nefnt, 1,5 og 2,5 sami vandi og 1,4 áður).
4,5 (aukapör væri 1,2, áður nefnt, 1,3 og 2,3, sjá 2 fyrstu fyrir fimmliðalínur).

Best finnst mér að sleppa öllu því sem getur villt um fyrir ætluðum stuðlum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 25/1/09 01:15

En vísnahöfundur lofar góðu.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflið 25/1/09 01:23

Takk fyrir snör og jákvæð viðbrögð. Líklega er það rétt að hér sé um auktastuðla að ræða en ég held að það hafi ekki veruleg áhrif á heildarmynd vísunnar. Hitt er svo annað mál að bragurinn fjallar um það að Suttungamjöð fá þeir menn einir sem kunna að yrkja. Seint verð ég álitinn skáld þannig að skáldfíflahlutur verður að nægja mér.‹Glottir eins og fífl›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 25/1/09 01:27

Eins og hann þarf að nægja okkur flestum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 25/1/09 01:48

Bölverkur mælti:

Hverjum hér á Kringlu hlýst

Hér er stuðlað með Hv sem K stuðli sem er í lagi í framburði flestra. H-in í hér og hlýst eru bæði í lágkveðum og mynda því engan veginn hljóm þann sem borið getur línuna uppi og eru ekki aukastuðlapar. Þetta er mín skoðun. Auk þess er þetta snjöll vísa.

Sama og Bölli.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 25/1/09 01:58

Ég stóð í þeirri meiningu að hv og kv gætu stuðlað (fyrir aðra en rassborur eins og mig) vegna framburðar, en ekki hv og káið strípað. Er ég alveg á villigötum að rassbora?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 25/1/09 02:02

Krossgata: Já, alveg á rassgarnarenda merarinnar. Kv er ekki gnýstuðull.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 25/1/09 02:08

hlewagastiR mælti:

Krossgata: Já, alveg á rassgarnarenda merarinnar. Kv er ekki gnýstuðull.

‹Klórar sér í...›

H verður aldrei að k nema með v er það? Nei... þetta er bara stafsetningarárátta í mér, sé það skiptir svo sem ekki öllu. Ég held bara áfram að horfa framhjá þessu.
‹Brosir eins og engill›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: