— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 208, 209, 210 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 17/12/08 18:08


Skrítin finnst mér Kífinn karl
kostulegur stundum.
Ósköp líkurJakob jarl
jagast á mannafundum

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 18/12/08 22:31

Fundi hef ég setið sár
sitthvað haft mig frammi.
Nagað smá í nammi
niðurlútur agnarsmár.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 18/12/08 22:37

Smár ég geng um gleði dyr
gæti að flestum siðum
mig um aldrei stendur styr
strýk ég aldrei kiðum.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 18/12/08 22:41

Kiðum oft um kviðinn strauk,
Kargur óðalsbóndi.
Að nefi bar svo nettan bauk
og niður dalinn góndi.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 18/12/08 22:45

Góndu menn þar gimpið á
gerandi allt vitlaust.
En ef það væri ekki þá
allt hér væri litlaust.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 18/12/08 22:48

laus við sóma laus við allt
laus við sið og príði
öllum held að karlinn kalt
kerlingunum sýni frímerkjasafnið. ríði

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 19/12/08 00:04

Frímerkjasafnið sýnir hann
á sængurkanti.
Ungmeyjarnar æsa kann
þótt Eros vanti.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 19/12/08 00:12

ATH: Keðjan slitnaði hér að ofan, þarsem lappi var alltof seinn með sitt innlegg.
Þar hefði átt að byrja á orðinu ´sjatna´. Það er því bezt að bauna aðeins á karlinn, fyrst hann er í færi:

Fundvís mjög á reiti rugls
ritar háa stafla þrugls
frændi krummo kynjafugls;
karlinn seint mun batna.
Í hans kvæðabrunni seint mun sjatna.

En – við skulum samt sem áður tvinna saman þráðarendana sem bættust við í kjölfarið:

Vanti manndóm mitt í kafi,
mjög skal beita natni,
svo í ástar-ólguhafi
aldrei framar sjatni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 19/12/08 12:42

Sjatna ört mín ást á svanna
ætíð vann,
ef ég kemst því að, að hann
ei yrkja kann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lokka Lokbrá 20/12/08 02:58

Kanna má nú kynstrin öll
og komast að niðurstöðu
Slær bláma nú á fjarlæg fjöll
og fjós og gamla hlöðu?

-Lesbía - Hefur stimpil frá Innflytjendahliðinu fyrir fína beljuspeki! - Opinber eign Wayne Gretzky-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 21/12/08 05:47

Hlaða-bók-stafs-bálkur-laga
blóði-merkir-landa
Blaða-grein-máls-gróu-saga
góði-vinur-fjanda

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
21/12/08 15:23

Fjandinn er með fjögur horn
og fork úr brennisteini.
og sautján tær og tvö líkþorn
og tönn úr mannabeini.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/12/08 15:34

Mannabeinin má hún naga
milli hátíðanna.
Grýla sér nú góða daga
af græðgi víkinganna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 22/12/08 10:33

Víkinga vígbúinn her
villtist jú beint upp á sker.
Brutu skipið í spón
og þeir skuldsettu Frón
og skuldirnar lenda á mér.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 22/12/08 23:22


Mér í huga heilög jól
hátíð frelsis tíða.
Allt hið fagra óskin ól
ómin ljúfa blíða.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 23/12/08 00:15

blíðust orðin berast mér
í bóli þá er nakinn
vandamálið einatt er:
með öskrum loks er vakinn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
23/12/08 04:50

Vakandi enn, en veit ekki hví.
Mín veröld er slabb og hálka.
Höfuð mitt ergja óveðurský,
frá enni og niðrí kjálka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 23/12/08 09:08

Kjálkafjörður fyrir vestan
friðarreitur besti,
þar sem Ísland unað mestan
ætlar hlewagesti.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3 ... 208, 209, 210 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: