— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 205, 206, 207 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/12/08 16:01

Hmm. það var þetta með hörðustu áttina.

Kífinn verður, kæri Lappi.
kannski besti vísnakall
líkt og þú af löngu stappi
liðkaðist og gerðist snjall.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
9/12/08 16:20


(Ofstuðlun í 2. hendingu Hlebbi minn).

Snjall er sá, er vísum veldur
vænum hróðri - fær hann lof.
En sífellt áfram Hlebbi heldur
hér að stuðla... og það um of!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 9/12/08 16:37

Ofstuðlaði ekki Hlew
aðeins sýndi mikla snilli.
Í máli þessu mér ég gef
að muni kveður tvær á milli?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
9/12/08 17:37

Milli kveður munu tvær þar vera,
má það heita satt - og rétt það er.
Látum úr um skrítnar deilur skera
skólastofu. Til þess er hún hér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/12/08 18:43

Hér er friður hér er ró
hér er gott að vera.
Glatt mig hefur Gestapó
glatt hér veru svera.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 9/12/08 20:15

Svera ýstru sumir vilja
síst af öllu fá,
því þá er ekki gott að gilja
gellu aftanfrá.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/12/08 21:02

1. og 4. bragliður geta ekki staðið að stuðlum og þar með ofstuðla þeir ekki heldur. Hins vegar þykir mörgum þetta lýti en það er ekki mitt vandamál. Ég sé að Væni hefur sagt þetta betur en ég og það í bundnu máli! Takk fyrir það.
Aftanfrá er Auðbjargar
eftirlætisstelling.
nema er í nauð tjargar
næturvoðir kelling.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/12/08 21:53

Kelling hóra kvensnift gæs
kvinna skutla pía
glyðra kona gæra dræs(a)
grýla mella rýja

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/12/08 11:59



Rýja þessi er Finni föl
fyrnar mikil píka,
karli finnst það bansett böl
ef börnin fylgja líka

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 10/12/08 23:18

Líkar mér við Litháen.
Lettar eru fremri þeim.
Eistar hafa afbragðs gen.
Allir eru farnir heim.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/12/08 23:28

heim þeir snéru helvítin
hlupu frá verkum sínum
gjaldeyri með ei lítinn
upp úr vasa mínum.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 11/12/08 10:32

Mín er Kölska sálin seld
sú var léttvæg byrði.
Enda var hún, að ég held
ekki nokkurs virði.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 11/12/08 10:53

Virði hafa vísur mínar
veraldlegt ekkert.
En góðar eru geðveikt þínar
geggjaðar! lekkert!

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 11/12/08 10:54

Virði sú er sálin víst
súldnar ekki niður.
Kölska allra selur síst.
Síðla kemur friður.

Lekkert pía, lukkusnót
læðist hálsi aftan að
Kyssir blítt og hvíslar mót.
Knús og nudd og svo´ í bað.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 11/12/08 11:03

"Lekkert" segir amma oft
og Andþór gjarnan líka.
Menn sem vilja vera soft
visku sinni flíka.

of seinn

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/12/08 11:10

Uppi gleymir sér í stuðlafræði botns síns:

Heim ég fer um hnöttinn þveran
hugnast mér það vel.
Klakinn góði! Alltaf er'ann
ískaldur og ber.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 11/12/08 11:15

Berja vil ég bandítan
brást hann okkur þarna.
Þá má betur þjóðnýtan
þennan fjanda´ atarna!

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 11/12/08 18:45

hvurslags mælti:

Mín er Kölska sálin seld
sú var léttvæg byrði.
Enda var hún, að ég held
ekki nokkurs virði.

... verð að koma því að að þetta er flottasta vísan sem ég hef séð í allan dag!

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3 ... 205, 206, 207 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: