— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 202, 203, 204 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 26/11/08 00:33

Éta, drekka, dansa við
drós um steypibaðið
væri alveg einboðið
ef ég gæti staðið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 26/11/08 10:08

Staðið hefur stundum mér,
stóð mér líka nú í morgun.
En engin kona á mér sér
aumur nema fyrir borgun.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/11/08 22:39

Borgið mér og bögu mun ég yrkja.
Annars mun ég hengja haus
og heilann ekki virkja.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 27/11/08 10:55

Virkja skal nú vatnsföll öll
og veituskurði grafa.
Nýta síðan sjávarföll
og sjóðheitt vatn án tafa.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/11/08 21:38


Tafir strangar má Þura þola
þvíumlíkt er bölvað slór.
Þarf að sækja baldin bola
bóndi heima jafnan rór.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 27/11/08 23:32

Rór er bur og bur
bursins því oftast nær.
Heimaalinn herlegur,
hávær, tær læðist fjær.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 28/11/08 10:01

Fjær er velsæld Fróni á,
en fátæktin og bölið.
-Ef ástandið er svart að sjá
er sælt að drekka ölið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 28/11/08 10:20

Ölið jafnan- yndislegt,
-öllum líkar.
Sælleg höfnum syndaspekt,
(hún) sárum flíkar.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
30/11/08 15:16

Flíkin mín er fín á jólum,
falleg, straujuð, hrein og væn.
Þó er andlit þakið bólum,
þrútnum, rauðum - ein er græn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 30/11/08 16:04

Grænir eru guðdómlegir
gallalausir eðalmenn.
Vænir góðir varla tregir
voru líka til í denn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/12/08 03:57

Denni þótti dæmalaus
og dágóður með kanel.
Fingri hann svo fórna kaus
er fór að saga panel.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 1/12/08 22:40


Panel mikið vænn er viður
veggi marga príðir hér,
Upp hann festi Smissi smiður,
Smári frændi komin er.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 4/12/08 00:17

Er í haus á lappa ljóð?
Líkur til þess benda.
Glitnir má hans geima sjóð
og gjarnan burtu senda

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/12/08 00:24

Senda -kortin jóla- kann
kem mér ekki í það
kort síðan í fyrra fann
farinn er nú í bað

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 4/12/08 00:32

Baðið jóla bísna fljótt
býst þú við að taka
ég um þetta hefði hljótt
ef halda vildi í maka.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 4/12/08 14:05

Maka laus er vont að vera
vesælt er það líf
Makalaust má gaman gera
gott með sínu víf

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/12/08 16:24

Vífið stykki visku er
viska fyllir sekki
Lífið dræmt í diska fer
diska þurkar ekki

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 4/12/08 17:14

Ekki skaltu óþekkur vera
er álpast sveinar af fjöllum
Því köttur jóla mun kerksna bera
karla úr veislu höllum

        1, 2, 3 ... 202, 203, 204 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: