— GESTAPÓ —
Jákvæðar hliðar kreppunnar.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 22/11/08 13:05

Skabbi skrumari mælti:

Kargur mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Lopapeysa og gúmmískór þykja loks flott meðal pöpulsins (veit ekki hvort það er gott eða slæmt)...

Bíddu... Var þetta ekki alltaf í tísku? ‹klórar sér sauðslega í kollinum›

Jú jú... ‹Sýnir fjórar kynslóðir af misþófnum og tættum lopapeysum og þrjár kynslóðir af gúmmískóm› Ég týndi einni kynslóð af gúmmískóm í réttum eitt sinn, eftir að hafa sötrað fullmikið... ‹Roðnar›

Þú hefur ábyggilega glatt einhverja rolluna afskaplega mikið.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 22/11/08 19:12

Sjálfstæðisflokkurinn fær loksins það sem hann á skilið!

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 22/11/08 19:20

þú meinar peninganna sem bankaslordónarnir sem kjósa þá og sjá til þess að þeir halda völdum um alla tíð, rændu af fólkinu... já það á hann sko skilið.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bleiki ostaskerinn 22/11/08 20:06

Allt heimasaumað, prjónað og heklað er hið besta mál. Og enginn er verri þótt viðkomandi tími ekki að eyða 30þúsund kalli í einar buxur.

Það var ekki ég!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 22/11/08 22:12

Það besta við kreppuna er að þá verður allt eins og í gömlu góðu dögunum. Ekkert sjónvarp og allir úti að leika sér grannir og flottir.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 22/11/08 22:35

Sammála Lopa. ‹Ljómar upp›

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 22/11/08 23:08

Það besta við kreppu er að rétta úr sér.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 23/11/08 15:18

Bleiki ostaskerinn mælti:

Allt heimasaumað, prjónað og heklað er hið besta mál. Og enginn er verri þótt viðkomandi tími ekki að eyða 30þúsund kalli í einar buxur.

Þrjátíuþúsund kall í einar buxur?!? Er fólk eitthvað verra?!?!?!?!?!?????
‹Ofnotar spurninga- og upphrópunarmerki sökum gífurlegrar hneykslunar›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/11/08 15:25

Það besta sem kemur úr kreppunni er að ræflar neyðast til að taka sig á og læra á lífið ellegar farast. Fólk lærir að meta það sem það hefur og það lærir að segja nei við óþurftum. Þjóðin í heild sinni mun koma sterkari en nokkru sinni fyrr út úr þessum þrengingum og upp úr öskunni mun rísa ÞjóðarFönixinn sjálfur!

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 23/11/08 17:24

Jarmi mælti:

Það besta sem kemur úr kreppunni er að ræflar neyðast til að taka sig á og læra á lífið ellegar farast. Fólk lærir að meta það sem það hefur og það lærir að segja nei við óþurftum. Þjóðin í heild sinni mun koma sterkari en nokkru sinni fyrr út úr þessum þrengingum og upp úr öskunni mun rísa ÞjóðarFönixinn sjálfur!

ÞjóðarFönixinn? Er það nýji flokkurinn hans Guðna Ágústssonar?

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/11/08 20:08

Nei. Það er hin innri brennandi þrá til mikilfengleika sem býr í brjósti allra sannra Íslendinga.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/11/08 20:24

Þú meinar svona mikilfengleika eins og að eignast fyrirtæki í útlöndum, jeppa með flottari húsvagni heldur en þann sem hann á núna og stærra hús á stærri lóð?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 23/11/08 20:25

Jarminn er með þetta á hreinu.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/11/08 20:31

Regína mælti:

Þú meinar svona mikilfengleika eins og að eignast fyrirtæki í útlöndum, jeppa með flottari húsvagni heldur en þann sem hann á núna og stærra hús á stærri lóð?

Séu þessir hlutir óþurftir, þá nei.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/11/08 20:34

Það er víst betra að lesa samhengið.

Hvenær ferð þú í framboð Jarmi?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/11/08 20:46

Regína mælti:

Það er víst betra að lesa samhengið.

Hvenær ferð þú í framboð Jarmi?

Líklega þegar ég verð danskur ríkisborgari. Alla vegana ekki fyrr.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
        1, 2, 3
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: