— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 200, 201, 202 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
16/11/08 15:32

Villtur ráfa á röngum stað,
ræfilslegur dóni,
með engan penna' og ekkert blað
yrkir þessi róni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 16/11/08 22:21


Róni einn um götur gekk
gegnum blautur,
Enga þekkti fallinn fékk
frægðarnafnið Stautur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 18/11/08 20:52

Stauta hérna stökur við
strembnar eru bögur
ef skrifað rétt af skálda sið
skapast vísa fögur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 18/11/08 21:58


Fögur ljóð og litil stef
lömgum gleðja hugga.
Oft á tíðum heima hef
hlerað stef við glugga.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 18/11/08 23:58

Glugginn mikið mæddur er
myrkur er á kvöldin.
Dofnar ljósið dimmir hér
draugar taka völdin.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 19/11/08 00:01

Völdin Hlebbi glaður greip
gerist illur kóngur
svo í Gínu kallinn kleip
en kellingin var honum sleip.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 19/11/08 12:26

Sleipar kellur sleppa burt
sligast tökin kolröng
gildnar verða gellur kjurt
grípa má í handföng

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 19/11/08 13:47

Hjá föngum er réttlætið ranglega þekkt
sem reiðigjarnt hefndarverk, barið og svekkt.
Vondslega hefur þá veröldin blekkt
og vísast mun dómnum aldregi hnekkt.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/11/08 17:14



Hnekkt var í héraðsþingi
hænsna og fasana dóm.
Dómarinn Sladoval slingi
slangraði, flaskan var tóm.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 20/11/08 18:54

Tóm var flaska, tómt var hús.
Tómur haus á herðum líka..
Klárast spríri, klárast bús
Klárast fé hjá Björgólf´ ríka.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 21/11/08 01:05

Ríkisins stjórar nú reiðinnar býsn
rausa um hvers annars sakir.
Virðast þeir stjórnast að valdanna fýsn.
Vondir og heimskir og slakir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 23/11/08 00:02

Slakir þú keppi af slátri í mig,
slokra ég glaður og kyngi.
Ríð síðan gamalli rækju á slig
og reiti' af mér sögur á þingi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 23/11/08 00:39

þingi vil ég þessu spá
það mun fríið hafa
fram á vorið fíflin smá
fá þó víst að lafa.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/11/08 09:58

Lafafrakkar leyna því
sem lenti brókum ofaní
og stjórnin situr stikk og frí
og starir spákúluna í.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 23/11/08 15:15

Í mér blundar ennþá smá
ofurlítil vonarglæta.
Þó nú skyggir þokan grá
þá má lengi mjög slæmt, bæta.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 23/11/08 15:37


Í dag er bjart til fögru fjalla
á fannbreiðuna hvítu ljóma slær.
Sól í heiði, klukkur kalla
kirkjugesti,nær og fjær.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 23/11/08 17:28

Bæta þarf bögu vanda
bráður er kappi
stökk yfir stöku Anda
strákurinn lappi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/11/08 19:56

Lappir mínar lítið fékk
langan dag að nota.
Eilífðina ekkert gekk
utanvert að rota.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
        1, 2, 3 ... 200, 201, 202 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: