— GESTAPÓ —
Skólastofan
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 26, 27, 28 ... 39, 40, 41  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 10/11/08 11:15

Pó mælti:

Mig langar að vekja máls á umræðu um gnýstuðla.

Algengast telst mér að á sn-, sm-, sl-, sp-, st- og sk- sé litið sem gnýstuðla [...]

Ég tek undir með Billa Bilaða, enda á þetta við þá stuðlasetningu sem flestir nútímamenn styðjast við.
Ég held að það væri algerlega vonlaus hugmynd fyrir hagyrðinga dagsins í dag að stuðla samkvæmt gömlu framburðarkerfi eða hugmyndum þaraðlútandi.

Pó mælti:

Nú kemur upp það álita mál hvort löglegt skuli teljast að leyfa gnýstuðlun milli sn-, sl- og st- (að hver þessara gnýstuðla geti stuðlað við annan). Má færa rök að slíku vegna framburðarhljóðs, en sn og sl eru að jafnaði í íslensku máli borin fram líkt og þau væru rituð stn eða stl.

Varðandi samstuðlun sn-, sm- & sl- hef ég eftirfarandi til málanna að leggja:

Mín tilfinning er á þá leið að „sníkjuhljóðið“ í almennum framburði nútíðarmanna á þessum samstöfum (SN & SL) hljómi mun nær ´D´-hljóði heldur en ´T´.

T.d. finnst mér eðlilegra að hugsa sér orðið ´Snjór´ með framburðinum S-Dnjór, frekar heldur en S-Tnjór. Engum dettur í hug að nota ´d´ & ´t´ saman sem stuðla. Af þessu leiðir að ég samþykki ekki stuðla á borð við Snjór - Stór. Í mínum huga eru hljóðin algerlega ólík.

Á sama hátt finnst mér orðið ´Slag´ hljóti að hljóma sem S-Dlag, en ekki S-Tlag. Þessvegna gengur ekki upp að stuðla á þennan hátt: Slag - Stag. Hljóðin SL & ST hafa ekki nógu mikla samsvörun, eru ekki nógu lík í mínum eyrum.

Að lokum má nefna að sú spurning kom upp hér um daginn hvort SM & SN gæti staðið hvort með öðru sem stuðlar. Það þykir mér algalin hugmynd, eða jafn fráleit & að brúka M & N saman sem stuðla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 10/11/08 11:38

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Mín tilfinning er á þá leið að „sníkjuhljóðið“ í almennum framburði nútíðarmanna á þessum samstöfum, hljómi mun nær ´D´-hljóði heldur en ´T´. T.d. finnst mér eðlilegra að hugsa sér orðið ´Snjór´ með framburðinum S-Dnjór, frekar heldur en S-Tnjór. Engum dettur í hug að nota ´d´ & ´t´ saman sem stuðla. Af þessu leiðir að ég samþykki ekki stuðla á borð við Snjór - Stór. Í mínum huga eru hljóðin algerlega ólík.

Á sama hátt finnst mér orðið ´Slag´ hljóti að hljóma sem S-Dlag, en ekki S-Tlag. Þessvegna gengur ekki upp að stuðla á þennan hátt: Slag - Stag. Hljóðin SL & ST hafa ekki nógu mikla samsvörun, eru ekki nógu lík í mínum eyrum.

Znatan, nú er ég hræddur um að þú látir stafsetningarvenjuar blekkja eyrað.

Munurinn á t og d í íslensku er fráblástur. T er fráblásið, d ekki. Muninn má greina með því að bera fram orðin týna og dýna.

Stafsetning okkar endurómar framburðinn þegar þessi hljóð eru í framstöðu (fremst í orði). Hún gerir það síður ef hljóðið er inni í orði.

Eins og alkunna er bera harðmæltir og linmæltir orð eins og vita fram með ólíkum hætti. Meirihutinn, sem er linmæltur, ber þetta t fram alveg eins og d-ið í dýna. Harðmæltir bera það fram eins og t-ið í týna.

Nú að kjarna málsins: ST bera allir Íslendingar fram eins, hvar sem þeir búa. Það skiptir heldur ekki máli hvort þetta ST er fremst í orði eða inni í því. T-ið í Stína er borðið fram nákvæmlega eins og d-ið í dýna (=sdína). Það er enginn fráblástur. Þetta er samdóma álit allra hljóðfræðinga og þetta nýtur stuðnings af rannsóknum þar sem hljóðin eru tekin upp og greind niður í smæstu einingar sínar.

Ástæða þessa er sú að blásturshljóðið s útilokar fráblástur svo nærri sér. Þetta er kallað frálíking (disassimilation). Þetta er jafnframt talið ástæða þess að st (ásamt sk og sp) urðu í öndverðu að sjálfstæðum stuðlum, ólíkt öðrum samhljóðasamböndum.

Um dæmið slag:stag er það að segja að hvorugt hefur fráblástur og að tannhljóðið í þeim báðum er eins. Hljóðritun þeirra er [sdlag]:[sdag]. ([d]-ið ætti að rita með hring undir en leturgerð okkar býður ekki upp á það.)

Ég viðurkenni fúslega að Znatan endurómar hefð meirihlutans og kennisetningar kennslubóka. Ýmis rök styðja það að stuðlareglur séu staðlaðar og eingin frávik leyfð. Í þessu tilviki byggjast slíkar reglur þó alfarið á hefð og kennivaldi. Hljóðfræðin segir annað.

Mun fleiri fletir eru á þessu máli en ég læt staðar numið hér að sinni.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/11/08 13:02

Takk hlewagastiR. Ég hafði gaman af að lesa þetta.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
10/11/08 17:00

Hlebbi hefur greinilega mikið vit á hljóðfræði. Jafnvel spekingsvit. Eftir lestur fræðigreinar hans um efnið hér rétt fyrir ofan gaf ég frá mér vellíðunarstunu sem hljómaði einhvern veginn svona: ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Ennfremur hefur Hlebbi með grein sinni sannfært mig um að nokkuð sem ég hef leyft mér um nokkurt skeið sé réttlætanlegt - að stuðla milli st- og sl-. Jafnframt ætla ég framvegis að leyfa mér, með sömu rökum, að stuðla st- við sn-, enda finnst mér það mjög gaman, sbr.:

og hörpu þinnar strengi vil ég snerta
og stíga með þér dans á sumarkvöldum.

(Þess má til gamans geta að í nýjustu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, beitir hinn sívinsæli Stefánssonur, Davíð, st-/sn- stuðlun).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 10/11/08 17:55

Pó mælti:

(Þess má til gamans geta að í nýjustu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, beitir hinn sívinsæli Stefánssonur, Davíð, st-/sn- stuðlun).

Þetta er alveg rétt að því frátöldu að Svartar fjaðrir eru frumraun skáldsins - illu heilli fyrir það því að það eyddi restinni af ævinni í að reyna að toppa snilldina en tókst ekki.

Nú má bæta því við - sem ég gerði ekki í síðasta innleggi mínu - að sumir fræðimenn hafa getið sér þess til að sníkihljóðið í s(t)l og s(n)l sé á einhvern hátt minna að vöxtum en t-ið í st. Með því hlýtur að vera átt við að lokunin (eðli lokhljóða er jú lokun) sé skemmri en ella. Ekki getur verðið um mun á styrk að ræða því lokun annað hvort er eða er ekki. Sé þetta rétt þá er það skýringin á því að fleiri skáld en ekki frá því eftir siðbót hafa viljað hafa sl og sn sér um stuðla. Það skýrir þá líka út þá hljóðskynjun sem Znatan lýsti hér nokkrum innleggjum ofar.

Sjálfur hef ég grum um að þetta geti átt við um sn. Að þar sé sníkjuhljóð lítt áberandi og jafnvel ekkert í máli flestra. Ég þykist ekki bera fram lokhljóð milli s og n - og hef aldrei fengið að heyra ádrepur um einkennilegan framburð. Saga stuðlunar bendir þó til að frá siðbót og fram undir 1800 hafi þarna verið greinilegt lokhljóð.

Um sl gegnir öðru máli, þar er skýrt og greinilegt lokhljóð í máli allra og hefur lengi verið. Þeir sem hafa lært tungumál án sl-sníkihljóðs, t.d. rússnesku, skynja vel hve gríðarlega ólíkur sl-framburður og stl-framburður er.

Ég hef enn ekki nefnt sm. Í góðri grein frá 2005 sýnir Rangar Ingi Aðalsteinsson fram á að saga sm-stulunar er allt önnur en saga sn- og sl-stuðlunar. Nú á dögum mun óhætt að segja að p-sníkilhljóð á sm sé fátítt.

Ef ég ætti að fylgja hljóðfræðinni myndi ég hafa stuðlaflokka þessa:
a) s+Sérsljóð, sv, sj, sm og sn
b) st og sl

Hitt er svo annað mál að ég hef vanið mig á að fylgja stuðlunarreglum kennslubókanna, aðallega vegna þess að ef ég fylgi eigin sannfæringu þarf ég hlusta á umvandanir þeirra sem þykjast vita betur. Því nenni ég ekki. Þetta er ýmist kallað fordild, taglhnýtingsháttur eða hjarðeðli. Það er ágætt.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
10/11/08 18:48

Við stutta rannsókn hef ég komist að því að ég ber stundum fram lokhljóð við myndun sn- orða og stundum ekki. Þannig kemur þetta lokhljóð hvergi fyrir þegar ég ber fram sögnina að "snerta" en hins vegar greinilegt lokhljóð þegar ég tala um Snæfellsnes og verður jafnvel enn greinilegra ef ég minnist svo mikið sem einu orði á Snæfellsjökul. Þessi rannsókn er þó ekki byggð á hinni viðurkenndu vísindalegu aðferð og telst því ekki marktæk.

Varðandi Svörtu fjaðrir Davíðs gerði ég lélega tilraun til gríns með orðinu "nýjustu". Ætlunin var að vekja þá tilfinningu lesenda að bókin væri nýútkomin, en mistókst hrapalega og uppskar ekki annað en háð og skömm fyrir vanþekkingu í minn hatt. My bad.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/11/08 19:02

Þetta er ansi hreint fróðlegt og bætist við það sem maður hefur áður lesið... t.d. greinar í tímaritinu Són... Þess ber að geta að undantekningar frá þeirri stuðlun sem notuð hefur verið sem regla í kennslubókum (og víðar, m.a. hér) eru fáar og aðeins einstaka sinnum sem höfuðskáldin bregða út frá þeim vana (oft til að troða einhverjum orðum saman sem þeir myndu annars ekki gera)...

Því finnst mér rétt að halda í hefðir þó hefðin sé ugglaust ekki án undantekninga en hana hafa flestir fylgt í áratugi (jafnvel í aldir, þó undantekningar finnist)... því koma annars konar gnýstuðlanir mér spánskt fyrir sjónir...

Menn geta þó ort eins og þeir vilja og jafnvel stofnað eigin þráð með brengluðum gnýstuðlum ef þeir vilja... einnig megið þið mín vegna láta það smitast inn í aðra þræði hér... ég persónulega er hvort sem er að hætta að nenna að segja mönnum til, enda hef ég yfirleitt rangt fyrir mér....

Þið sem ætlið að gnýstuðla svona, þá vil ég benda ykkur á það að þið verðið að kunna ykkur hóf í þessu sérstaklega ef þið viljið ekki fá Leirburðarstimpil á öðrum vettvangi en hér... því á hagyrðingamótum og annars staðar á opinberum vettvangi stuðla menn eftir hefðbundnum reglum... hvort hin útgáfan sé réttari, læt ég liggja milli hluta...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/11/08 22:38

Hvah... enginn búinn að mótmæla mér... jæja, svo það komi fram þá er ég alveg til í byltingu á gnýstuðlareglunum, en ég efast um að það myndi takast fyrir utan hér á Gestapó...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 10/11/08 22:43

Ég vil að það komi fram að ég er ekki til í neina grefilsins gnýstuðlabyltingu hér, takk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/11/08 22:54

Ef þú kemur á Árshátíðina... þá skal ég alldrei minnast á þetta aftur... ‹Glottir eins og fífl›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 10/11/08 23:22

Ekki styð ég heldur neina gnýstuðlabyltingu.

Ég tel t.a.m. einsýnt að þó að skált hafði stuðlað sn og sl við s+sérhljóð fram að siðbót þá sé framburður nú breyttur og slíkt úrelt. Ég hef fabúlerað um að SN kunni að vera gengið til baka en tel þó ótímabært að praktísera það og mæli ekki með því.

SM hefur alltaf verið á reiki milli þess að stuðla við S+sérhljóð eða sjálft sig. Hvort tveggja er leyfilegt og engin bylting og hana nú.

Frá 1800 hefur fjöldinn allur af okkar bestu skáldum stuðlað saman ST, SL og SN. Nokkur dæmi þessi eru í pósti mínum fyrr á þessum þræði. Þau eru miklu, miklu fleiri og engar undantekningar. Slík stuðlun er algerlega leyfileg og engin bylting og hana nú.

Að öru leyti er ég auðvitað algerlega sammála ykkur um alla skapaða hluti eins og venjulega. Skál!

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/11/08 23:39

En þú hlebbi... kemur þú á Árshátíðina ef ég hætti að tala um gnýstuðlabyltingu?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 10/11/08 23:41

Mætum allir – málið dautt. Skál !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/11/08 23:45

Skál... sendið mér bara einkapóst ef þið hafið áhuga á að mæta og ég skelli ykkur á listann

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fræ 11/11/08 00:42

Botninn upp og brotinn í mél,
bölvaða kaffi þambið,
held að ég hafi mig drukkið í hel,
heimta brandí á jólalambið.

Til eru fræ................ • Passið ykkur, ef þið eruð ekki góð við mig siga ég Tigru á ykkur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
11/11/08 09:07

Skil ég það rétt, að svo ógurleiðinlegt sé á Gestapóárshátíðum að beita þurfi hótunum um gnýstuðlabyltingar til að menn mæti?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 11/11/08 12:21

Pó mælti:

Skil ég það rétt, að svo ógurleiðinlegt sé á Gestapóárshátíðum að beita þurfi hótunum um gnýstuðlabyltingar til að menn mæti?

Já.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/11/08 15:15

Jamm. Við munum öll gnýstuðla tönnum í margar vikur á eftir...

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 26, 27, 28 ... 39, 40, 41  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: