— GESTAPÓ —
Limruþráður.
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 21, 22, 23 ... 25, 26, 27  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/3/08 10:40

Rímið í vísu Ísaks varð mér innblástur í þessa:

Konan hún keypti sér Chanel*
ég keypti á meðan smá panel
og byggði garðbrú
þá brosti mín frú.
Hún angar og ilmar sem kanel.

*er þetta ekki ilmvatnstegund?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 2/3/08 22:17

Ég er drekk'ekki daglega kók
og dreg ekki oní mig smók.
En hér færðu frétt,
sem fastlega'er rétt:
Ég get ekki lagt frá mér bók.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 19/3/08 21:23

Eitt sinn hét kona Kári
kerlingin grét einu tári
því hún var svo sár
en dró af því dár:
og sagði: þetta'er fráleitur fjári!

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 7/4/08 21:30

Það var synd þegar Bogga á Bergi
var börnuð af öldruðum dvergi.
Hann skreið bara inn
skammtinn með sinn.
Skrítið – hann finnst síðan hvergi.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 12/4/08 15:53

eftirfandi limra er um tveggja ára gömul, eða frá því að Kondólísa kom í ráðherrabústaðinn og tilkynnti agndofa ráðamönnum hér að herinn væri rétt ófarinn af Miðnesheiði. rifjaðist upp þegar ISG hitti þá sömu konu í gær:

Það var notalegt bæði og næs
að nugga sér utan í Rice.
Hún var blásvört á búkinn
en bölvaður púkinn
beljaði: Go home you guys!

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 20/4/08 23:36

Skrítinn er Heimskautafroskur
skrælinginn talinn er norskur.
Vímus nú veit
er viðrinið leit.
Sannlega reynndist hann saltaður þorskur.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/4/08 10:38

Er von þó að vinirnir hrasi
í vonlausu mótmælabrasi.
Með oddi og egg
þeir upp ráku hnegg
en löggan þá lagði með gasi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/4/08 14:57

Billi bilaði mælti:

Er von þó að vinirnir hrasi
í vonlausu mótmælabrasi.
Með oddi og egg
þeir upp ráku hnegg
en löggan þá lagði með gasi.

Þarna hló ég upphátt!

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fimbulfamb 30/4/08 01:02

Framtíð frónsins míns kæra
fær andleysi landans að særa
þótt sífellt ég skaffi
í skólanum kaffi
þar þykir mér fólk ekki læra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 17/10/08 23:22

Nú ör líður andans sá tími
þó orðin ei lengur hér rími
en limran hún fer
sem kona allsber
eða inneignarlaus sími

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
23/10/08 16:38

Mig dreymdi að ég synti um sæinn
og syngjandi flögraði um bæinn
Ég svaf afar rótt,
en samt ekki um nótt,
því best er að blunda á daginn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bu. 11/11/08 15:57

Sú var tíð , segir í bókum
að sameign við af okkur tókum.
Klukkuna brutum
burt svo við þutum
og seldum svo Svíunum klókum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 5/12/08 15:57

Þessa fékk skáldið og jarðfræðingurinn á sextugsafmælinu í fyrradag:

Fjarri er nökkvi þinn nausti
því nær ertu vori en hausti
svo heldur en þegja
skal hástöfum segja:
Til hamingju Ari Trausti!

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 18/12/08 12:41

Skelfing var Kristmundur kvíðinn
er klof nokkurt ætlaði að skríð'inn.
Hann sagði með þjóst
er sá hann tvö brjóst
af fávisku: "Fögur er hlíðin."

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 18/12/08 13:25

Fyrst voru Adam og Eva
oftast að kela og slefa
uns grefilsins slangan
gaf þeim þá langan
að reka upp í rassgatið hnefa.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 22/12/08 14:40

Í Eden hin alfyrstu jól
er Eva lá ber, alveg spól
stóð Adam á gati
(sá andskotans rati)
og óskaði þess að fá hjól.

stalst til að betrumbæta limruna á Þorláksmessu.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
23/12/08 05:13

Hún pikkaði og plokkaði' upp túlí-
pana í skapi mjög fúlu' í.
Því úti var heitt
og hún engu gat breytt;
hún hélt upp á jólin í júlí.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 23/12/08 15:06

Pó mælti:

Hún pikkaði og plokkaði' upp túlí-
pana í skapi mjög fúlu' í.
Því úti var heitt
og hún engu gat breytt;
hún hélt upp á jólin í júlí.

„...í skapi mjög fúlu í...“ er hliðstætt við hið fornfræga „...hér á landi á...“

betra væri:
Hún pikkaði og plokkaði' upp túlí-
pana, var skapi mjög fúlu' í.

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3 ... 21, 22, 23 ... 25, 26, 27  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: