— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 184, 185, 186 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 22/9/08 00:14

Upp til hárra heiðalanda
hugur dvelur, vekur þrá.
Hef ég þar við helgan anda
hundrað sinnum kveðist á.

Aðra daga í svartan sandinn
sokkið hafa öll mín ljóð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 22/9/08 17:47


Aðra daga í svartan sandinn
sokkið hafa öll mín ljóð.
Vont er hverfur alveg andinn
angurs vits og trítilóð.
--------------------------------------
Furðu lostinn karlinn keyfar
kringilfættur niðr'í bæ.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 23/9/08 09:08

Furðu lostinn karlinn keyfar
kringilfættur niðr'í bæ.
Gellu mætir, glaður veifar,
gyrðir sig og kallar: HÆ!

Fögur mærin fyllist ótta,
forðast vill hún þetta skar.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
23/9/08 10:06

Fögur mærin fyllist ótta,
forðast vill hún þetta skar.
Leggur undir eins á flótta,
eldingu líkust stúlkan var.
------
Eftir sat þá sveinninn bitur,
söng sinn harm við þungan brag

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 23/9/08 11:29


Eftir sat þá sveinninn bitur
söng sinn harn við þungan brag.
Gott er oft að vera vitur
vænlegt þikir enn í dag
-----------------------

Út til veiða vælukjói
vökul augu æti sjá.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
24/9/08 09:30

Út til veiða vælukjói
vökul augu æti sjá.
Væna geymir Faxaflói
fiska einn og tvo og þrjá.
----
Halldórs Laxness kvæðakver
keypti mér um daginn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 24/9/08 13:38

Halldórs Laxness kvæðakver
keypti mér um daginn.
Það farið hafði framhjá mér
hve fyndinn hann var, gæinn.

Ljóðagerð er lítið mál
ef langar þig að sýnast kúl.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 24/9/08 14:21

Ljóðagerð er lítið mál
ef langar þig aðsýnast kúl.
Ekki fyrir nafna Njál
næsta verður algert púl
-------------------------
Bregðum oss í lítinn leik
ljúflings gerum stökur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
24/9/08 19:32

Bregðum oss í lítinn leik
ljúflings gerum stökur.
Í gærkvöld át ég stoltur steik,
og stórar berjakökur.
---
Rok og rigning linnulaust
landið vil ég flýja

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 24/9/08 20:34


Rok og rigning linnulaust
landið vil ég flía.
Óðum nálgast hrímað haust
hrútana þarf að ría.
------------------------------
Blása skarpir vestan vindar
vætu rosi fylgir með.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 25/9/08 16:04

Blása skarpir vestanvindar
væturosi fylgir með.
Fönnum grána fjallatindar,
fúlnar skap og þyngist geð.

Rökkur á Reykjavík sígur,
rok nístir hverja sál.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
25/9/08 17:35

Rökkur á Reykjavík sígur,
rok nístir hverja sál.
Fuglinn í suðurátt flýgur
fannhvítt er vetrarins bál.
---
Frækinn smíða fyrripart
fyrir næsta mann að botna

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/9/08 13:20


Frækinn smýða fyrri part
fyrir næsta að botna.
Grenjaskytta á fleygi fart
fékk átta refi skotna.
-----------------------------
Til fjalla halda hugdjarfir
Hrunamenn til leita.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 28/9/08 21:32

Til fjalla halda hugdjarfir
Hrunamenn til leita.
að finna sínar frumþarfir
fullir rjóma að þeyta

Fram til heiða freðin reið
á fótin leið er stórum

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/9/08 21:56

Fram til heiða freðin reið
á fótin leið er stórum.
Undan sveið, því er hún gleið,
eftir skeið á fjórum.

Vaselínið velur hlín,
verkur dvín að sinni.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 29/9/08 09:25

Vaselínið velur hlín,
verkur dvín að sinni.
Líkt og svín af losta hrín,
lögst á dýnu minni.

Glitnis sjóðir gufa upp,
glottir Ármanns Bjarni.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 29/9/08 09:56

Glitnis sjóðir gufa upp,
glottir Ármanns Bjarni.
Magrar kýr sér klóra um hupp
kannski á dalnum harðni?

Á Íslandi er eilíft streð
við ótrygg kjör að glíma.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 29/9/08 10:06

Á Íslandi er eilíft streð,
við ótrygg kjör ég glími. það er ljótt, en ég sneri upp á þessa línu... verður þá bara hafnað!
Þegar létta þarf mitt geð
þefa ég af lími.

Kárnar gaman, komið haust,
krónan loksins dáin.

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3 ... 184, 185, 186 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: