— GESTAPÓ —
Mig langar...
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 35, 36, 37 ... 42, 43, 44  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 17/9/08 08:58

Þið eruð voða sætar... sama hversu fáklæddar þið eruð.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Helena 17/9/08 09:22

Ísdrottningin mælti:

Villimey Kalebsdóttir mælti:

Vá hvað ég er sammála þér ! það leiðinlegasta sem ég geri er að versla!

Mig langar til að allir þeir sem ekki reka verslun hætti að versla og fari að kaupa.........

Ég stóð reyndar í þeirri meiningu að það að versla sé að eiga viðskipti. Ég get farið að versla og í verslunarferðinni kaupi ég mér eitthvað. Kannski skó, það er alltaf mjög gaman. ‹Lítur dömurnar sem hafa takmarkaðan skóáhuga hornauga› Aftur á móti á ekki að segja versla mér eitthvað. Í slíkum tilvikum á að nota sögnina að kaupa.

‹Fer í skóbúð með það fyrir augum að versla›

...hin fagra.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 17/9/08 09:24

Helena mælti:

Ég stóð reyndar í þeirri meiningu að það að versla sé að eiga viðskipti. Ég get farið að versla og í verslunarferðinni kaupi ég mér eitthvað. Kannski skó, það er alltaf mjög gaman. ‹Lítur dömurnar sem hafa takmarkaðan skóáhuga hornauga› Aftur á móti á ekki að segja versla mér eitthvað. Í slíkum tilvikum á að nota sögnina að kaupa.

‹Fer í skóbúð með það fyrir augum að versla›

Þannig nota ég orðið líka. Og skipti mér ekkert af málfarsfasistum. (Og nota ristavél ef mig langar!)

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 17/9/08 09:29

‹Verslast upp›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 17/9/08 09:39

Mér finnst gaman að kaupa skó og fatnað... en það fer bara eftir því hvort ég finni það sem ég er að leita að, ég er rosalega sérvitur og ef fatnaðurinn er ekki köflóttur eða með einhverju dýri á þá er hann ekki þess virði. En annars fór ég í hjálpræðisherinn og keypti mér tvær gallabuxur og þrjár köflóttar skyrtur um daginn og hefur það dugað mér alveg nóg... en ég á heldur ekkert efni á fínni fötum en það eins og er.

En mikið hlýtur Tígra að vera með mikinn viljastyrk, þar sem hún er alltaf svo fínt klædd.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 17/9/08 10:52

Tigra mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Það eru þá til konur sem ekki elska að kaupa skó ‹Hrökklast óvenju langt afturábak og hrasar við›. Og það m.a.s. ekki ein heldur a.m.k. þrjár ‹Veltir fyrir sjer hvort heimsendir sje í nánd›.

Ég er viss um að þær ljúgi þessu bara, í þeirri trú að það geri þær meira „kúl“.

Afhverju í ósköpunum ættum við að ljúga þessu?
Gerir þú þér grein fyrir því hvað við skerum okkur mikið út frá hinu almenna kvenn-normi með þessu? Gerir þú þér grein fyrir því að líkast til vill engin kona tala við okkur, hvorki á vinnustað né í skóla því að við deilum ekki sameiginlegum áhugamálum með þeim - sem eru nær eingöngu að verska skó og föt?
Og gerir þú þér grein fyrir því að þótt við þolum ekki fyrrnefnda iðju, þáþurfum við engu að síður að fara í búðir og kaupa okkur skó og föt til að reyna að halda í önnur kvenleg norm - sbr að vera vel klæddur og snyrtilegur.
Við kannski stillum því eins mikið í hóf og hægt er, en þetta er engu að síður eitthvað sem við neyðumst til að gera við og við - og munum neyðast til að gera í mörg ár í viðbót.

Ég geri mér ekki grein fyrir neinu.

(Auli: tvennar buxur.)

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 18/9/08 11:40

Aulinn mælti:

Mér finnst gaman að kaupa skó og fatnað... en það fer bara eftir því hvort ég finni það sem ég er að leita að, ég er rosalega sérvitur og ef fatnaðurinn er ekki köflóttur eða með einhverju dýri á þá er hann ekki þess virði. En annars fór ég í hjálpræðisherinn og keypti mér tvær gallabuxur og þrjár köflóttar skyrtur um daginn og hefur það dugað mér alveg nóg... en ég á heldur ekkert efni á fínni fötum en það eins og er.

En mikið hlýtur Tígra að vera með mikinn viljastyrk, þar sem hún er alltaf svo fínt klædd.

Þrjár skyrtur, þrennar skyrtur hmmm ‹Starir þegjandi út í loftið›

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 18/9/08 12:12

...í ís

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 18/9/08 14:30

Mig langar til að vera ógeðslega klár.

Mu!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 18/9/08 14:59

Álfelgur mælti:

Mig langar til að vera ógeðslega klár.

mig líka... en í mínu tilviki er það bara fantasía.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 18/9/08 15:08

Grágrímur mælti:

Álfelgur mælti:

Mig langar til að vera ógeðslega klár.

mig líka... en í mínu tilviki er það bara fantasía.

Það er svo erfitt að vera bara óskipulagður meðaljón ‹Barmar sér›

Mu!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 18/9/08 23:19

Jarmi mælti:

Helena mælti:

Ég stóð reyndar í þeirri meiningu að það að versla sé að eiga viðskipti. Ég get farið að versla og í verslunarferðinni kaupi ég mér eitthvað. Kannski skó, það er alltaf mjög gaman. ‹Lítur dömurnar sem hafa takmarkaðan skóáhuga hornauga› Aftur á móti á ekki að segja versla mér eitthvað. Í slíkum tilvikum á að nota sögnina að kaupa.

‹Fer í skóbúð með það fyrir augum að versla›

Þannig nota ég orðið líka. Og skipti mér ekkert af málfarsfasistum. (Og nota ristavél ef mig langar!)

‹Fölnar upp og fellur í öngvit›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 19/9/08 14:46

Jarmi mælti:

Helena mælti:

Ég stóð reyndar í þeirri meiningu að það að versla sé að eiga viðskipti. Ég get farið að versla og í verslunarferðinni kaupi ég mér eitthvað. Kannski skó, það er alltaf mjög gaman. ‹Lítur dömurnar sem hafa takmarkaðan skóáhuga hornauga› Aftur á móti á ekki að segja versla mér eitthvað. Í slíkum tilvikum á að nota sögnina að kaupa.

‹Fer í skóbúð með það fyrir augum að versla›

Þannig nota ég orðið líka. Og skipti mér ekkert af málfarsfasistum. (Og nota ristavél ef mig langar!)

Hvernig ristar framleiðir þú? ‹Hugleiðir að panta ristar hjá Jarma fyrir flórinn í fjósinu en fær bakþanka› hvurskonar framleiðni er hjá þér ef þú vinnur bara þegar þig langar?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 19/9/08 14:49

Helena mælti:

Ísdrottningin mælti:

Villimey Kalebsdóttir mælti:

Vá hvað ég er sammála þér ! það leiðinlegasta sem ég geri er að versla!

Mig langar til að allir þeir sem ekki reka verslun hætti að versla og fari að kaupa.........

Ég stóð reyndar í þeirri meiningu að það að versla sé að eiga viðskipti. Ég get farið að versla og í verslunarferðinni kaupi ég mér eitthvað. Kannski skó, það er alltaf mjög gaman. ‹Lítur dömurnar sem hafa takmarkaðan skóáhuga hornauga› Aftur á móti á ekki að segja versla mér eitthvað. Í slíkum tilvikum á að nota sögnina að kaupa.

‹Fer í skóbúð með það fyrir augum að versla›

Ég las í orðabók að orðið versla þýddi að kaupa og selja og að maður verslaði með eitthvað, ég veit ekki meir...

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 19/9/08 14:53

Ísdrottningin mælti:

Hvernig ristar framleiðir þú? ‹Hugleiðir að panta ristar hjá Jarma fyrir flórinn í fjósinu en fær bakþanka› hvurskonar framleiðni er hjá þér ef þú vinnur bara þegar þig langar?

Framleiðnin aldrei betri. Enda ekki við öðru að búast.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Helena 19/9/08 15:08

Ísdrottningin mælti:

Helena mælti:

Ísdrottningin mælti:

Villimey Kalebsdóttir mælti:

Vá hvað ég er sammála þér ! það leiðinlegasta sem ég geri er að versla!

Mig langar til að allir þeir sem ekki reka verslun hætti að versla og fari að kaupa.........

Ég stóð reyndar í þeirri meiningu að það að versla sé að eiga viðskipti. Ég get farið að versla og í verslunarferðinni kaupi ég mér eitthvað. Kannski skó, það er alltaf mjög gaman. ‹Lítur dömurnar sem hafa takmarkaðan skóáhuga hornauga› Aftur á móti á ekki að segja versla mér eitthvað. Í slíkum tilvikum á að nota sögnina að kaupa.

‹Fer í skóbúð með það fyrir augum að versla›

Ég las í orðabók að orðið versla þýddi að kaupa og selja og að maður verslaði með eitthvað, ég veit ekki meir...

Einmitt, ég kaupi af kaupmanninum sykur og brauð - sitt af hvoru tagi - og kaupmaðurinn „kaupir“ af mér peningaseðla. Þetta eru einföld vöruskipti - nema að þegar peningar eru notaðir getur handhafi þeirra valið hvaða vöru hann fær sér. Eða þannig...

Sögnin að kaupa er þannig í raun mengi innan stóra mengisins að versla.

...hin fagra.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/9/08 15:11

Í huga vorum er munurinn á versla/kaupa nokkuð líkur (þó ekki alveg eins) og munurinn á shop/buy í ensku. Það dytti engum í hug að segja I shopped some food á ensku, m.a.s. líklega ekki Íslendingum sem rugla saman versla og kaupa.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/9/08 15:11

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sá sem kaupir sé alltaf sá sem lætur af hendi seðla (eða ígildi þeirra), og að sá sem selur sé þá sá sem tekur við seðlunum (eða ígildi þeirra).

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
        1, 2, 3 ... 35, 36, 37 ... 42, 43, 44  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: