— GESTAPÓ —
Fjórmenningagátur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5 ... 66, 67, 68  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 10/9/08 14:38

hlewagastiR mælti:

Þetta er líklega sjóðandi vitlaust - en það getur verið gaman að rökstyðja bullið:

Frekar slétt og fellt hans nef - Í bókinni Peð á plánetunni Jörð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur segir frá Jónasi sem er með nef sem er tveimur númerum of stórt en minnkar eftir því sem Magga kynnist honum betur og er því í lokin frekar slétt og fellt.
minnkar og minnkar því betur sem Magga Stína kynnist honum.
flakkaði um í desember - Hvalurinn gleypti Jónas frá Níneve um hávetur.
úti lá en laus við kvef - Enda skal ég úti liggja, engin vættur grandar mér - orti Jónas Hall
langferðabílstjóra faðir er. - Jónas faðir Teits.

Bráðskemmtileg pæling - en röng

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/9/08 11:44

Grislingur mælti:

Hér er mín frumraun í þessum geira:

Frekar slétt og fellt hans nef
flakkaði um í desember
úti lá en laus við kvef
langferðabílstjóra faðir er.

Ketill?
Lína þrjú: Ketill skrækur ‹Reynir að rifja upp Skugga-Svein› sem var á grasafjalli með Guddu.
LÍna fjögur: Faðir Ólafs Ketilssonar sem keyrði langferðabíl af meiri varfærni en þó um leið ástríðu en aðrir slíkir.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 11/9/08 11:50

Regína mælti:

Grislingur mælti:

Hér er mín frumraun í þessum geira:

Frekar slétt og fellt hans nef
flakkaði um í desember
úti lá en laus við kvef
langferðabílstjóra faðir er.

Ketill?
Lína þrjú: Ketill skrækur ‹Reynir að rifja upp Skugga-Svein› sem var á grasafjalli með Guddu.
LÍna fjögur: Faðir Ólafs Ketilssonar sem keyrði langferðabíl af meiri varfærni en þó um leið ástríðu en aðrir slíkir.

Lína 1 er þá væntanlega Ketill flatnefur.
Og lína 2 þá e-ð að gera með Ketkrók Leppalúðason?

Mu!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 11/9/08 12:06

Rétt hjá ykkur - sá sem flakkaði um í desember er jólasveinninn
og Ketill Larsen er einn af okkar þekktustu sveinkum og fór hann víða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/9/08 15:00

Assgoti var þessi góð hjá Grísla. Hér er ein enn:

Afar reyndur útvarpsmaður.
Illan lagði af gaurnum daun.
Segir manni að syngja glaður.
Samdi um höfundarins raun.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 12/9/08 01:35

Afar reyndur útvarpsmaður. – Jónas Jónasson
Illan lagði af gaurnum daun. – Jónas Hallgrímsson Megasar – „það er nálykt af honum ...“
Segir manni að syngja glaður. – Jónas Árnason (gætir verið að vitna í línu – en Jónas hvatti náttúrulega mjög til söngs þar sem hann kom ... og þjóðina alla með frábærum söngtextum)
Samdi um höfundarins raun. – Hér er ég ekki viss. Minnir að einhver Jónas hafi skrifaði endalausa pistla um eigin hrakfarir í blöð. Finnst hann vera Haralds (ekki gamli sko) eða Haraldsson ... en það kemur ekki.

En svo er þetta sjálfsagt bandvitlaust.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 12/9/08 01:57

Bráðskemmtileg tilgáta, Kynjólfur, þó er þetta ekki nafnið sem ég hafði í huga. Það er rétt til getið að í þriðju línu vitna ég í kveðskap viðkomandi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 12/9/08 20:11

Gæti þetta verið Vilhjálmur?

Afar reyndur útvarpsmaður. - Vilhjálmur þ. Gíslason útvarpsstjóri
Illan lagði af gaurnum daun. veit ekki - "Villi borgarstjóri??
Segir manni að syngja glaður. Vilhjálmur Vilhjálmsson með lagi ð"Söknuður"
Samdi um höfundarins raun. Vilhjálmur frá Skáholti - orti mikið um eigin eymd

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 12/9/08 21:26

Ekki var það Vilhjálmur þó að rökstuðningurinn væri góður. Ég færi nú heldur ekki að tala sona um rassgatarúsínuna mína hann Gamlagóðavilla.

Hér kemur vísbending,hending þessi er nánari útskýringg einnar línunnar í gátunni:
Sá sem glaður syngi við
syngi fyrir Drottins nið

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 12/9/08 22:27

Hallgrímur Thorsteinsson
Hallgrímur laukur
Hallgrímur Pétursson -
Hallgrímur Helgason - "Höfundur Íslands"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 12/9/08 22:29

Grislingur mælti:

Hallgrímur Thorsteinsson
Hallgrímur laukur
Hallgrímur Pétursson -
Hallgrímur Helgason - "Höfundur Íslands"

Ég veit að þú myndir aldrei segja svona um Gamlagóðavilla.
‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 13/9/08 01:37

Þetta er öldungis rétt, Grísli.
Skýringin á Halla P: Syni guðs syngi glaður / sérhver lifandi maður.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Zorglúbb 13/9/08 23:27

Skemmtilegur þráður, hér er tilraun til að losa um áralanga uppsöfnun ryðs og ryks

Oft á Mississippi sigldi
Sjá, hans kviknar pera
Hélt sig geta ef gjarnan vildi
góndi á dömu bera

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/9/08 01:59

Zorglúbb mælti:

Oft á Mississippi sigldi
Sjá, hans kviknar pera
Hélt sig geta ef gjarnan vildi
góndi á dömu bera

1. Tom Sawyer, félagi stikkilsberja-Finns
2. Tómas Edison uppfinnari perunnar ljósa
3. Tómas Guðmundsson (sbr. kvæðið 'fjallganga')
4. ?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Zorglúbb 14/9/08 11:21

Þú ert á réttri leið en rangur Tómas í 3.
Hvað segir dómarinn? telst gátan nægjanlega leyst?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 14/9/08 14:19

Mér dettur í hug að í þriðju línu sé átt við lærisveininn Tómas.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 14/9/08 15:08

nr. 4 er sennilega peeping Tom

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Zorglúbb 15/9/08 11:27

Jújú 4. er peeping Tom og 3. er Tommi togvagn

        1, 2, 3, 4, 5 ... 66, 67, 68  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: