— GESTAPÓ —
Góð léleg mynd?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hr. Húnvetningur 3/1/07 23:25

J. Stalín mælti:

Ágætt er að horfa á Monty Python, já, nær allt Monty Python er svo fyndið að maður fer að spá í það hvort svona mikill hlátur sé hollur.

Ber þá að nefna sérstaklega þá snilldarkvikmynd M.P. and the Holy Grail, um Arthúr konung í leit hins heilaga bolla

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 6/1/07 15:32

Ég vil benda á að það er ekkert lélegt við Monty Python. Efnið sem Monty Python sendi frá sér var gott, viljandi.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 6/1/07 22:08

Sammála Hakuchi. Monty Python er eðal.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/1/07 22:12

Líka sammála. Að auki er það menningarlegt hneyksli að í kjölfar Kaupþingsauglýsinganna er komið í ljós að til virðist nokkur fjöldi fólks er eigi veit hver John Cleese er ‹Ákveður að sú staðreynd sje nægjanlegt tilefni fyrir eftirfarandi: Hrökklast afturábak og hrasar við›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 6/1/07 22:13

Að vita ekki hver John Cleese er? ‹Fellur í yfirlið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
sphinxx 6/1/07 22:16

Þetta ætti að fara á Lokaorða þráðinn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/1/07 23:01

Hvaða 'fólk' er það? Mér finnst að svipta eigi viðkomandi kosningarétti í það minnsta. Hugsanlega líka ökuskírteininu. Svona óvitum ætti ekki að treysta fyrir meiru en salernisþrifum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 7/1/07 01:21

Hexia de Trix mælti:

Að vita ekki hver John Cleese er? ‹Fellur í yfirlið›

Einfalt. Stenst ekki. Fólk er bara að grínast í ykkur.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miss RiffRaff 13/2/07 13:01

Big trouble in Little China

Pottþétt ein heilaalausasta og steiktasta mynd sem ég hef eytt tíma mínum í. Stærsta spurningin er hvernig Kurt Russell tókst að verða frægur!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 4/3/07 23:02

Nýlega hef ég uppgötvað þennan gullmola: The Viking. Tekin upp í 1928, er hún ein örfáa kvikmynda í litum en án tals. Meira að segja er hún aðeins tvílituð. Þetta hét tvíbandalitur (two-strip Technicolor) á sinn tíma. Sem sagt, hún var ekki lituð á eftir en hreinlega tekin í tveim af þeim þremur litum sem við kunnumst við í kvikmyndum í dag. Allt grœnt -- og þar með allt gullt -- vantar. Mér skilst að hún sé sú eina svoleiðis mynd sem hefur varðveist í heild.

Hún er tær snilld, þó aðeins of róleg í miðjunni. Ég myndi mæla með henni, en hún fæst ekki í hvaða myndabandaleigu sem er.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 5/3/07 00:45

Athyglisvert.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 5/3/07 00:50

Ég man ég horfði á Warriors þegar ég var ung og fannst myndin geggjuð þá. Hef ekki séð hana aftur og veit því ekki hvort hún eldist vel. En sonur minn, rétt skriðinn á táningsárin, var að horfa á hana í dag og er alveg heillaður og segir "hann er snillingur sá sem gerði þessa mynd". Ætli þetta sé merki um að myndin eldist vel eða að gelgjur allra tíma eru keimlíkar?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 5/3/07 00:52

Ég hef alltaf ætlað mér að horfa á þá mynd til enda. Hún er sannarlega efni í góða lélega mynd. Þó ekki væri nema út af frábærlega hallærislegum búningum.

Mig minnir að Walter Hill hafi gert þá mynd. Meistari hins 5 metra afturhnykks og höfundur mikilla góðra slæmra mynda.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/07 11:53

"Beyond The Valley Of The Dolls" er póstmódernísk snilld og líka náttúrlega súrmaturinn "The Incredibly Strange Creatures Who Stopped Living And Became Mixed-Up Zombies" en það er gory hrollvekja í anda Dans- og söngvamynda...

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 9/5/08 16:16

Ski school !

Einn besti viðbjóðurinn.

Hvar er Hakuchi ?‹Klórar sér í höfðinu›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 13/5/08 22:02

Police Academy

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/5/08 23:04

Ég sá alveg hræðilega vonda mynd um daginn: Hercules in New York. Þar leikur Arnold Strong (sem var sviðsnafn Gubernatorsins) Herakles sjálfan sem fer í frí, eftir mikið rifrildi við föður sinn Seif, til jarðar. Slagsmálinn við manninn í bjarnarbúiningnum (sem á þó að vera ekta björn) eru ægivond. Öll myndin er ægivond. Sem gerir hana hinu beztu skemmtan. Myndin var sýnd á sjónvarpsstöðinni DR2 og kynnirinn bað fólk að njóta myndarinnar, hún yrði ekki sýnd í sjónvarpi aftur næstu þúsund árin. Ég ætla rétt að vona að hann muni hafa rétt fyrir sér.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
        1, 2, 3
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: