— GESTAPÓ —
Tilkynning frá símamálaráðuneyti
» Gestapó   » Baggalútía
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 26/4/08 14:45

Gestapó, 26.04.08

Tilkynning frá símamálaráðuneyti

Sökum neikvæðs skorts á aðgerðaleysi símamálaráðuneytis var ákveðið á síðasta ráðuneytisfundi að festa í lög staðla um stærð, útlit og virkni símtóla.

Eins og kunnugt er hafa uppi verið í Baggalútíu umræður um vandkvæði þau, er eru samhliða þeirri staðreynd að símtól landsins eru misstór, og hafa mismunandi virkni. Með virkni er hér átt við þætti á borð við takka, hringitóna, skjáviðmót, og fleira slíkt.

Eftir að hafa leitað álits færustu sérfræðinga á sviði fagurfræði og viðmótshönnunar, og rætt kosti og galla ýmissa hugmynda sem upp komu, ákvað ráðuneytið að hið staðlaða bagglýska símtól skyldi líta svona út:

Jafnframt var ákveðið að öll símtól í Baggalútíu skyldu notast við einn hringitón eingöngu. Af fagurfræðilegum ástæðum varð þar fyrir valinu lagið Bahama í flutningi stórsveitarinnar Ingós og Veðurguðanna.

Á ofangreint jafnt við um farsíma, borðsíma, sem og allar aðrar tegundir símtóla.

Það er von símamálaráðuneytis að þessi lagabreyting stuðli að aukinni skilvirkni og samhljómi í bagglýsku samfélagi.

Athugasemdir berist ráðuneytinu í þríriti fyrir 1. mars fyrrkomandi.

Undir rita:

Þarfagreinir, símamálaráðherra
Anna Panna, símamálaráðherra
Friðmundur Kjötbeinsson, ráðuneytisstjóri

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 26/4/08 14:50

En, ef allir verða með eins síma og eins hringingu, verður þá ekki uppi fótur og fit þegar síminn hringir og allir fálma í vasana til að athuga hvort það sé þeirra sími?

Já, og „ÆÐISLEGUR“ sími.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 26/4/08 14:52

Hvaða helv!!! LG! Ég vil Ericson!

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 26/4/08 15:06

Þetta líst mér vel á. Það að það skuli ekki vera neinir tölustafir á skífunni þykir mér benda til þess að aðeins sé hægt að hringja í eitt númer. Þá verður auðvitað enginn ruglingur þó einn sími hringi. ‹Ljómar upp›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 26/4/08 15:31

Ég mótmæli þessu harðlega.
Ég hef mjög einfaldan smekk og nota aðeins það besta
Ég vel Sony Ericsson.
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 26/4/08 15:47

‹Skiptir um hringtón›

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/4/08 16:39

Baggalútíu 29. Febrúar 2008.

Þetta er hommalegur sími! Ég mótmæli honum. Enn fremur mótmæli ég hringitóninum! Mér finnst að hringitónninn ætti að vera svona

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/4/08 16:48

Ívar Sívertsen mælti:

Baggalútíu 29. Febrúar 2008.

Þetta er hommalegur sími! Ég mótmæli honum. Enn fremur mótmæli ég hringitóninum! Mér finnst að hringitónninn ætti að vera svona

‹fær gas í augun›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 26/4/08 16:53

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 26/4/08 17:14

Gasalega flott.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 27/4/08 18:53

Ég vil biðja hæstvirta símamálaráðherra að staðfesta hvort umrædd símtegund þoli kakóbað. Af augljósum ástæðum er afar mikilvægt að bagglýskir símar þoli að detta ofan í kakópott (með eða án eiganda síns) eða ofan í kakóbolla / -trog (einnig með eða án eiganda síns). Nauðsynlegt er að símar haldi öllum sínum eiginleikum þrátt fyrir að dvelja langdvölum í leyniefnisbættu kakói.

Ég hef sérstaklegar áhyggjur af því að leyniefnið gæti haft áhrif á hringitóninn á þá leið að síminn fari að hringja með laginu „Stay awake, don't fall asleep“ eftir hina alræmdu Maríu Poppins. Ef slíkt gerist er mikil hætta á því að allir þegnar Baggalútíu sofni samstundis löngum Þyrnirósarsvefni.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/4/08 22:28

Regína mælti:

Þetta líst mér vel á. Það að það skuli ekki vera neinir tölustafir á skífunni þykir mér benda til þess að aðeins sé hægt að hringja í eitt númer. Þá verður auðvitað enginn ruglingur þó einn sími hringi. ‹Ljómar upp›

Í Baggalútíu verður auðvitað bara til eitt RÍKISNÚMER ‹Ljómar upp›. Tengdur því númeri leggjum vjer til að verði sjerhannaður búnaður er les úr heilabúi þess er hringdi við hvern hann vildi ná sambandi. Sje um óvini ríkisins að ræða verður hægt að senda boð í símann er losar gas úr honum er orsakar tímabundið meðvitundarleysi. Þar með getur öryggislögregla Baggalútíu farið og handtekið viðkomandi þar eð skylda verður að vera með GPS-tæki í öllum símum svo unnt sje hvenær sem er að staðsetja sjerhvern símaeiganda. Af þessum ástæðum verður stranglega bannað að lána öðrum símann og leggjum vjer til að í sjerhverjum síma verði skynjari er skynjar er slíkt er reynt og sprengir símann þá í loft upp (eftir að hafa áður sent GPS-hnit til öryggislögreglunnar).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 27/4/08 22:30

Vladimir Fuckov mælti:

Regína mælti:

Þetta líst mér vel á. Það að það skuli ekki vera neinir tölustafir á skífunni þykir mér benda til þess að aðeins sé hægt að hringja í eitt númer. Þá verður auðvitað enginn ruglingur þó einn sími hringi. ‹Ljómar upp›

Í Baggalútíu verður auðvitað bara til eitt RÍKISNÚMER ‹Ljómar upp›. Tengdur því númeri leggjum vjer til að verði sjerhannaður búnaður er les úr heilabúi þess er hringdi við hvern hann vildi ná sambandi. Sje um óvini ríkisins að ræða verður hægt að senda boð í símann er losar gas úr honum er orsakar tímabundið meðvitundarleysi. Þar með getur öryggislögregla Baggalútíu farið og handtekið viðkomandi þar eð skylda verður að vera með GPS-tæki í öllum símum svo unnt sje hvenær sem er að staðsetja sjerhvern símaeiganda. Af þessum ástæðum verður stranglega bannað að lána öðrum símann og leggjum vjer til að í sjerhverjum síma verði skynjari er skynjar er slíkt er reynt og sprengir símann þá í loft upp (eftir að hafa áður sent GPS-hnit til öryggislögreglunnar).

En ef maður þarf nauðsynlega að ná í einhvern og er búinn með inneignina sína?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/4/08 22:32

Kosturinn við þetta fyrirkomulag er að það þarf enga inneign. Best er nefnilega að hafa símtöl ókeypis því slíkt auðveldar nauðsynlegt eftirlit með þegnunum ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garún 27/4/08 22:32

Don De Vito mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Regína mælti:

Þetta líst mér vel á. Það að það skuli ekki vera neinir tölustafir á skífunni þykir mér benda til þess að aðeins sé hægt að hringja í eitt númer. Þá verður auðvitað enginn ruglingur þó einn sími hringi. ‹Ljómar upp›

Í Baggalútíu verður auðvitað bara til eitt RÍKISNÚMER ‹Ljómar upp›. Tengdur því númeri leggjum vjer til að verði sjerhannaður búnaður er les úr heilabúi þess er hringdi við hvern hann vildi ná sambandi. Sje um óvini ríkisins að ræða verður hægt að senda boð í símann er losar gas úr honum er orsakar tímabundið meðvitundarleysi. Þar með getur öryggislögregla Baggalútíu farið og handtekið viðkomandi þar eð skylda verður að vera með GPS-tæki í öllum símum svo unnt sje hvenær sem er að staðsetja sjerhvern símaeiganda. Af þessum ástæðum verður stranglega bannað að lána öðrum símann og leggjum vjer til að í sjerhverjum síma verði skynjari er skynjar er slíkt er reynt og sprengir símann þá í loft upp (eftir að hafa áður sent GPS-hnit til öryggislögreglunnar).

En ef maður þarf nauðsynlega að ná í einhvern og er búinn með inneignina sína?

Þá er bara að slá in *745891245609* og hringja Collect.

Ég er feimin og lítillát og þoli gríni.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 27/4/08 22:36

Vladimir Fuckov mælti:

Kosturinn við þetta fyrirkomulag er að það þarf enga inneign. Best er nefnilega að hafa símtöl ókeypis því slíkt auðveldar nauðsynlegt eftirlit með þegnunum ‹Ljómar upp›.

Töff.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ólafía 27/4/08 23:38

Ég kann alltaf betur við gömlu góðu langlínuna, enda hefur síminn minn reynst mér vel í gegnum árin;

» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: