— GESTAPÓ —
Málfarskrókur Önnu Pönnu
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/2/08 13:59

Ég tala nú alltaf um brussubolta.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 14/2/08 14:00

Mér sýnist það alveg löggilt orð, en hef miklar efasemdir um að bruskápa og brushormón til dæmis væru gild orð. Svo um orðið brussa gildir ekki sama og kven-/kvenna-.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 14/2/08 14:06

Skiptum þá bara út orðliðnum 'kven-' fyrir 'kerlinga-´.
Það hlýtur að vera sanngjarnt úr því að 'karl-' forskeytið er viðurkennt og notað af konum án umhugsunar.

„Karl og kerling í koti sínu.“ Sýnir okkur að þessi orð haldast hönd í hönd og ættu að vera notuð jafnt.

Karlabolti - kerlingabolti
Karlhormón - kerlingahormón
Og svo framvegis.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 14/2/08 22:48

‹Verður ringluð› Breytast þá kerlingabækur í kvenbækur?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 14/2/08 22:52

Nei, brussubækur. Og kerlingavæl verður áfram kerlingavæl, enda löngu komin hefð á það.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 14/2/08 22:54

Á mínu heimli allavegana.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 16/2/08 07:00

krossgata mælti:

Mig langar til að benda fólki á, af því þessi algenga villa fer hrikalega í mínar fínustu taugar, að orð með forliðnum kven- eru ekki skrifuð með tveimur N á þennan hátt kvenn-.

Rita ber: kvenmaður, kvenkenning, kvenkyn, kvenskór, kvenleiki, kvenhylli, kvenímynd, kvenkápa, kvenhormón, kvenhetja og svo má lengi telja. Það er svo talað um kvennalið, kvennabolta og fleira.

Kven- á augljóslega við um eintölu. Kvenna- er fleirtala. Ég hef svosem ekki tök á að útskýra hvers vegna þetta er en ég gerði það í barnaskóla að leggja á minnið að eintalan kven- er með einu 'n' (ein) og fleirtalan kvenna- með tvö 'n' (fleir). Ekki má samt rugla 'fleir' með því að setja inn þrjú 'n' sökum þess að einungis örfá orð/nöfn innihalda þann fjölda, til dæmis Innnesvegur.

Það má til annars vegar færa að orðin 'maður' og 'kona' beygjast svipað, sbr: Mannvinur og Kvenmaður, fyrir utan að það eru tvö 'n' í Mannvinur og það mætti ekki verða öðruvísi því þá værum við komin út í illa séðar stafsetningarvillur.

Ég er mjög feginn því að 'kvenkápa' sé myndað í þessari mynd en ekki sem kvennakápa, sem og öll hin 'kvenorðin' þar eð þau myndu láta sum orðin líta út fyrir að hlutirnir væru gerðir annaðhvort af konum eða úr þeim.

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 16/2/08 11:58

Það er eitt sem ég hef aldrei skilið.
Afhverju er orðið kerling talið niðrandi af svo mörgum?
Auðvitað fer það eftir samhenginu - en sumar konur móðgast herfilega ef þær heyra makann segja: „Ég er bara hjá kerlingunni“ eða eitthvað sambærilegt.
Það er ekki eins og þeir meini þetta í slæmri merkingu!
Ef þeir myndu hvæsa á þær „Helvítis kerling“ þá skil ég það, en það er hægt að nota þetta orð á margan jákvæðan hátt líka.
Til dæmis man ég að þegar ég skreið upp í fangið á pabba hérna í gamla daga (og stundum enn í dag) þá sagði hann gjarnan: „Æ ertu þarna elsku kerlingin mín“ eða eitthvað sambærilegt.
Og mér fannst mjög þægilegt að vera „elsku kerlingin“ hans pabba míns.

Ég hef líka lent í því með fyrrverandi að einn þeirra var t.d. að tala í síma og sagðist vera hjá kerlingunni - ég kippti mér lítið upp við það, en þegar ég leit á hann sá ég þvílíkan skelfingarsvip á andlitinu á honum, þegar hann áttaði sig á hvað hann hafði sagt, að ég gat ekki annað en skellt upp úr.

Afhverju er þetta svona mikið mál?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 16/2/08 12:26

Ég held að orðin karl og kerling hafi tvær merkingar eða öllu heldur tvenns konar andrúmsloft eða blæbrigði, jafnvel þrenns konar. Í ævintýrum er oft sagt Karl og kerling bjuggu í koti sínu, frekar hlutlaust. Í sögum er líka talað um karlinn eða kerlinguna í neikvæðu samhengi, um vonda og helst ljóta líka manninn eða konuna. Svo er þetta oft notað eins og Tigra talar um í gælutón. Ég hef oft sagt við son min: "Komdu karlinn minn og gefðu mömmu knús". (Það er reyndar kallað nús á mínu heimili).

Oft er talað um karl og kerling, karl og kona. Svo er talað um mann og konu, en aldrei mann og kerlingu. Athyglisvert.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/2/08 12:33

Finnst fleirum en oss blæbrigðamunur á merkingu karl / kerling annarsvegar og kall / kelling hinsvegar ? Vjer vitum að þetta 'á' að þýða það sama en í huga vorum er merkingin ekki nákvæmlega sú sama.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 16/2/08 12:39

Vladimir Fuckov mælti:

Finnst fleirum en oss blæbrigðamunur á merkingu karl / kerling annarsvegar og kall / kelling hinsvegar ? Vjer vitum að þetta 'á' að þýða það sama en í huga vorum er merkingin ekki nákvæmlega sú sama.

Já, mér finnst til dæmis blæbrigðamunur á þessu tvennu. Ég hef grun um að sú tilfinning sé nokkuð almenn.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 16/2/08 12:42

Já. Kall og kelling er einhvernvegin neikvæðara. Amk kelling.
Kall getur líka verið e-ð sem börn nota: kallinn þarna.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 15/3/08 02:00

Í dag heyrði ég í útvarpinu viðtal við einhvurn speking sem talaði um „fjórar til fimm íbúðir“ í einhverju samhengi. Hvurnig má það vera? Voru þær ekki fjórar eða fimm? Varla einhvers staðar þar á milli. Kannski fjórar komma eitthvað íbúðir? ‹hnussar›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 15/3/08 14:46

Þetta er endalaust í fjölmiðlum, þessi vandræði með magn og fjölda. "Þvílíkt magn af fólki" Sem þýðir þá að þar hafa verið mörg tonn af fólki eða kannski margir lítrar af fólki.
Eins með verð. Talað um "dýra" leigu, er einhver að kaupa leigu? Leigan er há eða lág.
‹Blótar herfilega og rífur töluvert magn af rándýru hári af höfði sínu›

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 26/3/08 17:18

Menn fá ekki lengur íslenskukennsku í viðskiptafræðinni. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Vegvísir Landsbankans mælti:

Motorola missti töluverða markaðshlutdeild til keppinauta sinna eftir að hafa mistekist að finna síma til að fylgja eftir hinum geysivinsæla Razr síma sem hefur verið flaggstöng fyrirtækisins í þónokkurn tíma.

Þessi er mest áberandi í setningunni. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Sjálfum finnst mér miklu betra að tala um flaggskip en flaggstöng í þessu samhengi, enda eru flaggstangir ekkert sérstakar frá einum garði til annars. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 26/3/08 17:33

Einhventíma auglýsti Hagkaup nýslátrað lambakjöt. Spurning hvernig menn slátra kjöti?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 26/3/08 17:41

Auglýsingar Lyfja og heilsu eru heldur ekki eyrum bjóðandi. Þar er stöðugt auglýst: "þetta og hitt frá Lyf og heilsa".

‹Fær hroll›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 26/3/08 20:38

Ávallt þykir mér skondin auglýsingin frá flatbökusteypu Dómínós. Þar segir orðrétt: "Þú hringir og við birtumst með pizzuna við dyrnar sem þú pantaðir í símtalinu" Ekki vissi ég til að þeir flatbökublesarnir væru farnir að senda mönnum dyr, enda á ég örðugt með að átta mig á hvernig sú þjónusta fer fram. Dyr eru jú aðeins op á vegg sem ætlað er til að ganga um. Það skyldi þó ekki vera að þetta væri steypusögunarþjónusta. ‹Gleðst nokkuð yfir hugmyndaauðgi pizzupjakkanna›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: