— GESTAPÓ —
Hver orti?
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 86, 87, 88 ... 158, 159, 160  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Skabbi skrumari mælti:

Hver orti?

Kvæði:

Soðin eggin borða
allir ýtar snjallir.
Goðin safna forða.

Forðabúrið spillist.
Langir dagar svangir.
Morðavargur tryllist.

Trylltur jötnaskari
æðir svo úr blæðir.
Villtur fer á bari.

Tjah - ég átta mig ekki vel á hver hér gæti verið að verki... þetta er nefnilega alveg þokkalega gert, ef litið er framhjá stuðlaleysinu. Höfundur virðist semsagt hafa næmt auga fyrir rími, en skortir brageyra, a.m.k. í þessu tilviki... Ég segi pass í bili.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 28/2/08 02:29

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Það vantar eiginlega alla ljóðstafi í þetta, svo ég hef ekki trú á að þetta kvæði sé frá Riddaranum komið, þósvoað hinn bráðsnjalli þrískeytti háttur sé vissulega hans uppfinning.

Z. Natan Ó. Jónatanz þér eruð hér með og ævinlega, skrásettur sem maður sem ber af öllum öðrum mönnum...næmni þín og eyra fyrir hinu bundna máli á sé fáa líka.

Tilfellið er þó; að sá er þetta samdi er sennilega með mun betra brageyra en Riddarinn; og þó fleiri væru kallaðir til. Billi Bilaði sendi þetta inn á sínum tíma ef að Riddarinn man rétt.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/2/08 21:28

Heiðglyrnir fer með rétt mál... hér var Billi Bilaði að yrkja þrískeytlu... Skál

Það skal tekið fram að mér þykir alltaf flottara að stuðla þrískeytluna, en þrískeytlan er góð eigi að síður stuðlalaus og prýðileg þraut fyrir þá sem eru að æfa innrímið...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/2/08 00:42

Hvur orkti.
.
Uppvöknuð í einum kút
ausin sæði og lofi.
Strengjabrúðan stígur út
stirð og aum í klofi.

,
.
.
.

Þrískeytunni var nú aldrei ætlað og á hreint ekkert að vera stuðlalaus. Heldur aðeins lokalínan (lokaorð). Hún má hvort heldur sem er vera með tvo sjálfstæða stuðla eða vera stuðlalaus.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 29/2/08 00:54

Vímus?‹Glottir eins og fífl›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/2/08 01:10

Neibbs! ekki var það hann Vímus okkar.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 29/2/08 01:16

Venni vinur?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/2/08 01:34

Og ekki var það hann Venni Vinur okkar.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 29/2/08 01:41

Galdri?

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/2/08 02:46

Og ekki okkar kæri Galdrameistari...(Smá erfið þessi sko)

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/2/08 22:52

Mjási?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 1/3/08 01:21

Og ekki var það hann meistari Mjási minn....(Sem svo gjarnan mætti sjást oftar, hér hjá okkur) (Sá er þetta samdi er nú því miður líka hvítur hrafn, þó svo hagmæltur að takandi er eftir.)

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/3/08 01:41

Ullargoði?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 1/3/08 05:43

Kveldúlfur.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 1/3/08 12:16

Og ekki eru það þeir eðaldrengir. (Þessi er mun eldri á Gestapó)

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 1/3/08 14:44

Skabbi? ‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 1/3/08 15:14

Er þetta þá ekki bara Enter sjálfur?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 1/3/08 16:04

Nei hvorki var það okkar átkæra, ylhýra skál-d og kennari; Skabbi, né ritstjórnar goðið hann Enter.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
        1, 2, 3 ... 86, 87, 88 ... 158, 159, 160  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: