— GESTAPÓ —
Ristað brauð
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 17/2/08 23:46

Þörf umræða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 17/2/08 23:46

Ég er þeirrar skoðunnar þeir sem setja fyrst marmelaðið og svo ostinn ofan á hafi þörf fyrir að fela eitthvað. Þeir eru að breiða yfir einhver vandamál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 17/2/08 23:50

Ég setti alltaf marmelaðið ofan á ostinn, þangað til ég komst að því að ef maður setur marmelaðið undir ostinn þá límist osturinn betur við og rennur ekki af helvítis brauðinu ef maður hallar því eitthvað örlítið.
Svo ef brauðið dettur er gólfið/borðið ekki útklístrað í marmelaði.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 17/2/08 23:50

Nei nei, Lopi minn. Það er einungis skynsamlegt að setja marmelaðið á undan ostinum. Ef þú setur ostinn á undan, er hætt við að marmelaðið renni af hálum ostinum og ofan á fötin þín, alveg eins og Tigra er að benda á hér á undan mér.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 17/2/08 23:52

Ehem ég var reyndar búinn að ræða um hve þörf jafnvægislist það er að setja marmelaðið ofan á ostinn fyrr á þessum þræði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 17/2/08 23:52

Brunalúðurinn fór af stað hjá mér um daginn þegar ég var að rista hálffrosnar brauðsneiðar í ristavelinni. Síðan hef ég ekki þorað að snerta hana.

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 17/2/08 23:52

Ég fatta ekki marmelaði. Mér finnst það bara ekki gott! Af hverju að búa til nammilega og sæta sultu úr appelsínum, og setja svo beiskan og ógeðslegan börk út í? Það skemmileggur allt! Jarðarberjasulta er meira fyrir mig.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 17/2/08 23:52

Nú er ég orðinn svangur af þessu bulli í ykkur. ‹Ristar sér brauð›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 17/2/08 23:53

Andþór mælti:

Nú er ég orðinn svangur af þessu bulli í ykkur. ‹Ristar sér brauð›

Hah það var nákvæmlega það sem ég gerði áðan þegar ég las þennan þráð fyrst.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 17/2/08 23:53

Hehe, ég líka! Og ég ætla sko að fá mér Nesquick með.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 17/2/08 23:54

„Let's have a toast to bread, for with out bread, we would have no toast.“

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 17/2/08 23:54

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 17/2/08 23:55

Þess má líka geta að ef ég er að nota marmelaðihnífinn í að smyrja það ofan á smjörið eru oftast einhverjar leiðindar smjörklípur að subba þann hníf út.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 18/2/08 10:20

Furðuvera mælti:

Ég fatta ekki marmelaði. Mér finnst það bara ekki gott! Af hverju að búa til nammilega og sæta sultu úr appelsínum, og setja svo beiskan og ógeðslegan börk út í? Það skemmileggur allt! Jarðarberjasulta er meira fyrir mig.

Mig minnir að það heiti ÖmmuSultur, appellsínumarmelaðið frá þeim er varla með neinum berki, annað en danska helvítið

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 18/2/08 11:13

Mig langar í apríkósumarmelaði.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/2/08 18:03

Fjölkorna brauð ristað vel brúnt, smurt meðan vel heitt og ostsneiðum skellt á í hvelli áður en smjörið bráðnar, gúrkur þar ofaná... toppurinn...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Helena 18/2/08 18:07

Tina St.Sebastian mælti:

Mig langar í apríkósumarmelaði.

Mig líka! ‹Stynur af unaði›

...hin fagra.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kondensatorinn 18/2/08 23:59

Ristað brauð með smjöri fyrst síðan ostsneið og dísætu rifsberjahlaupi ofan á.
Þetta þarf að snæða með lagni og hugarró svo að hlaupið fari ekki af stað.

        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: