— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 139, 140, 141 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 13/12/07 22:20



Í bjöllunum þá heyrist hátt
í hólasveit og víðar.
og jólasveinar byrtast brátt
brunandi niður hlíðar.

Jóla kattar kvikyndið
köttinn læðu tældi.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/12/07 16:21

Jóla kattar kvikyndið
köttinn læðu tældi.

Pæjan hlaut víst prikyndið
er piltinn við hún gældi.

Á að gefa bjórnum blút
ef byrtist hann í kvöld?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 16/12/07 18:56

Á að gefa bjórnum blút
ef byrtist hann í kvöld?
Já úr gambra kagga kút
þá kvennsemin tekur völd.

Jóla bjórin eflaust bætir
ef börnin ekki í hann ná.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 17/12/07 10:37

Jóla bjórin eflaust bætir
ef börnin ekki í hann ná.
Í búðirnar hann bráðum mætir,
blessuð jólin koma þá.

Hangiket er himneskt mjög
með hrúgu af laufabrauði.

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 17/12/07 11:09

Hangiket er himneskt mjög
með hrúgu af laufabrauði.
Einnig pungar, slátur, slög,
og slor af feitum sauði.

Jeg vil drekka jólaöl
og japla á skötubita.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 17/12/07 12:14


Ég vil drekka jólaöl
og japla skötubita.
Á öðru betra varla von
af vodka færðu hita.

Hangiketið kætir mig,
og kökurnar um jólin.

[b][i]

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 17/12/07 17:19

Ég verð að þakka Ullargoða fyrir síðasta framlag sem gersamlega lyfti skammdegisdrunganum af mér og sendi hann út í hafsauga.

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 18/12/07 00:27

Leira skal bent á að botna ekki lágkveðustuðlaðan fyrripart. ‹Spilar Blús fyrir Leira á munnhörpuna›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 18/12/07 00:31

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 18/12/07 00:54

Hangiketið kætir mig,
og kökurnar um jólin.
Færist upp á æðra stig
eldhundgömul sólin.

Lindin mín er limanett,
loðnan burtu skafin

Leifur Eiríksson geri ég ráð fyrir.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geöff Tré 18/12/07 13:59

Lindin mín er limanett,
loðnan burtu skafin
á veiðina nú verð er sett
vertíðin er hafin

Hægri, vinstri, horfi ég
heilla allar saman,

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/12/07 15:31

Hægri, vinstri, horfi ég
heilla allar saman,
Ef að mey er ekki treg
eflaust verður gaman.

Gróðurset hér Geöff tré
í Gestapóalundinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 18/12/07 16:12

Gróðurset hér Geöff tré
í Gestapóalundinn.
Kannski fylgir spaug og spé,
ef sparar hann nú blundinn.

Grátlegt er nú gamanið,
gelgjur skemma þræði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 19/12/07 02:09

Grátlegt er nú gamanið,
gelgjur skemma þræði.
Samt er ágætt saman við
að sjá hér léleg kvæði.

Botninn fyrst þarf framan við
fyrripart af stöku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/12/07 09:51

Botninn fyrst þarf framan við
fyrripart af stöku.
Það endist stutt svo strýk ég kvið
styn og laga böku.

Alltaf klikkar kvæðaból
er kem ég hér og bulla.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 19/12/07 12:02

Altaf klikkar kvæðaból
er kem ég hér og bulla.
Áðan sá ég fanta fól
fötu í stóra drulla.

Aftur komið regn og rok
rætist oftast spáinn.

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geöff Tré 19/12/07 12:45

Aftur komið regn og rok
rætist oftast spáin.
Bráðum undir líða lok
loks verðum við dáin.

Kistan lá þar kylliflöt
komin út á bakka

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 19/12/07 13:53


Kistan lá þar kylliflöt
komin út á bakka.
Mikið var hún Lára löt
læra gjólan skakka.

Okkar bíður tíðin tær
töpum ekki neinu,

lappi
        1, 2, 3 ... 139, 140, 141 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: