— GESTAPÓ —
Það versta sem kom fyrir mig í dag.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 14, 15, 16 ... 46, 47, 48  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 15/12/07 22:20

Ég týndi nálinni sem ég fann um daginn.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 15/12/07 22:27

Þú ert þó ekki byrjuð að sprauta þig aftur?

‹Hlær að eigin fyndni og étur jarðhnetur›

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 15/12/07 22:29

Ég sprauta mig ekki með javanál, kjáni.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 15/12/07 23:22

Að falla á tíma í prófi og reyna að skrifa þrjár 3ja blaðsíðna ritgerðir á hálftíma, er enn með skrifkrampa... já og svo mundi ég ekki hvað fusion prótein var.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 15/12/07 23:31

Stelpið mælti:

Að falla á tíma í prófi og reyna að skrifa þrjár 3ja blaðsíðna ritgerðir á hálftíma, er enn með skrifkrampa... já og svo mundi ég ekki hvað fusion prótein var.

Er það ekki orkudrykkur fyrir sterahnakka?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 15/12/07 23:57

Jarmi mælti:

Stelpið mælti:

Að falla á tíma í prófi og reyna að skrifa þrjár 3ja blaðsíðna ritgerðir á hálftíma, er enn með skrifkrampa... já og svo mundi ég ekki hvað fusion prótein var.

Er það ekki orkudrykkur fyrir sterahnakka?

Jú, hvernig gat ég gleymt því! Eða prótein sem er myndað með því að splæsa saman tveimur mismunandi genabútum sem kóða fyrir sitt hvort próteinhlutann, ég rugla þessu alltaf saman.
Annars hef ég það svona eiginlega fyrir reglu að fletta aldrei upp vafaatriðum þegar ég kem úr prófi - það sem er gert er gert og það þýðir ekkert að svekkja sig á því.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/12/07 00:12

Það versta sem komið hefur fyrir oss það sem af er þessum sólarhring er að óvinir ríkisins voru á einhvern dularfullan hátt rjett í þessu að merkja öll innlegg hjá oss sem lesin. Finnum vjer því engin ný innlegg til að svara ‹Brestur í óstöðvandi grát›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 17/12/07 00:13

Vladimir Fuckov mælti:

Það versta sem komið hefur fyrir oss það sem af er þessum sólarhring er að óvinir ríkisins voru á einhvern dularfullan hátt rjett í þessu að merkja öll innlegg hjá oss sem lesin. Finnum vjer því engin ný innlegg til að svara ‹Brestur í óstöðvandi grát›.

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 17/12/07 00:23

Ég las bloggfærslu eftir öfgafulla feministabelju á pávertrippi. Vildi að ég gæti slegið svona fólk með silung.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 17/12/07 01:31

Það versta sem kom fyrir mig í dag... það er ekkert bara í dag. Þetta er viðvarandi ástand.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 17/12/07 05:17

Vakna allt of snemma, einnig að uppgötva að það eru víst að koma jól og ég á eftir að kaupa flestar gjafir og hef ábyggilega engan tíma til þess vegna vinnu alla vikuna...‹Dæsir mæðulega og hoppar út um gluggann›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 17/12/07 10:03

Ég er ekkert afar hress með að vera að vakna í dag, þ.e.a.s. of snemma. Ætli ég verði ekki að bæta mér það upp með afréttara.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 17/12/07 10:07

Sama og Grágrímur... og svo auðvitað sú staðreynd að ég er enn veik.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 17/12/07 11:33

Ég þurfti að fara á fætur klukkan sjö. Afhverju er svona ógeðslega erfitt að fara á fætur á morgnana á þessum árstíma? Það er alveg sama hvort ég sofni klukkan 23 eða 03, alltaf jafn erfitt að vakna.

Er reyndar hálfþunn af svefnleysi í dag.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 17/12/07 16:05

Það versta sem kom fyrir mig var að ég dottaði milli heimilisverka og svaf hálfan daginn af mér.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tígri 17/12/07 22:35

Týndi næstum töskunni minni eftir innanlandsflugferð úti og þurfti síðan að bíða rúman klukkutíma í röð til að bóka farið til Íslands og þar á ofan að borga 450 dkr vegna yfirviktar og kortinu synjað þegar á reyndi.
Hjartað á 250 á mín, hringja í bankann og fá aukaheimild og sem betur fer tókst það en þá var líka byrjað að hleypa inn í vél.
Lenti síðan aftast í bölvuðu flakinu í gluggalausu sæti og ekkert hægt að sofa þar sem fjandanns hreyfillinn var við eyrað á mér.

Sem sé ömurleg ferð í alla staði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 18/12/07 00:38

Mér tókst klippa í vísifingurinn þegar ég var að pakka inn jólagjöfum - er svona með því leiðinlegra sem kom fyrir mig í dag. Það er bara ekki gott fyrir sálina að telja mikið meira upp.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ríkisarfinn 22/12/07 22:57

Það sprakk dekk á bílum mínum, ég braut felgulykilinn við það að reyna að losa rærnar, þetta gerðist allt í miðri Heiðmörk frekar snemma dags og engin á ferli, síðan ók ég á sprungnu dekkinu á bensínstöð, fékk lánuð tól til að losa felguna en þá var hún pikk föst við bremsudiskinn og enginn hamar á staðnum, þetta olli því síðan að ég verð töluvert of seinn í nafngiftarathöfn.
Afsakið öll sem þetta snerti.‹Brestur í óstöðvandi grát›

Bezti vinur aðal.
        1, 2, 3 ... 14, 15, 16 ... 46, 47, 48  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: