— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 92, 93, 94 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 12/12/07 22:45

Enn lýsi ég Gestapó

Himnaríki heiðursmanns,
heldri manna staður.
Svíf þar um í æðistrans,
obboslega glaður. xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/12/07 22:45

Áminningar ýmsar fékk
ekkert samt hann mundi.
Skabbi oní ámu hékk,
í ákavítið hrundi.

‹Glottir eins og fífl›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 12/12/07 22:46

Ég er heiladauð... en hér er Gestapó

Glimrandi og glæsilegt með getnó „tvisti“.
Ótæmandi æðislisti...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/12/07 22:47

6. Laumuefni: Hvað stendur upp úr á þessu ári?

Föður minn og móður,
moldin gleypti kalda.
Ljóða- safnast –sjóður,
sorgar- bókin -gjalda.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 12/12/07 22:47

6. Leyniefnið: Það sem stendur upp úr á árinu.

Árshátíð ég eina nefni öðru betri,
þokka veitir þessum vetri,
þagna nú með smáu letri.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/12/07 22:47

Útvarpsstjóri mælti:

Þá skulum við vinda okkur í næsta yrkisefni, hvað langar ykkur í jólagjöf?

Mig langar í laglegan pela
með ljóma sem frostið og héla
sem drykki í set
og dágóðan met
og alldrei þarf fagran að fela.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/12/07 22:50

Útvarpsstjóri mælti:

Ekki veit ég hvort þessi útúrdúr stenst reglur hagyrðingamóta, en þar sem ég stjórna er mér alveg sama.

Lýsið nú Gestapó í stuttu máli.

Þá fyrst er Hagyrðingamót gott er útúrdúr sem þessi nær sér á strik.

í alnets erfiða þys
einn ég þekki stað
sem er bjartast blys
bera gestir það (það er að segja gestirnir bera uppi gestapóið og gera að besta og bjartasta stað gagnvarpsins alls.)

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 12/12/07 22:50

Billi bilaði mælti:

Áminningar ýmsar fékk
ekkert samt hann mundi.
Skabbi oní ámu hékk,
í ákavítið hrundi.

‹Glottir eins og fífl›

Billi karlinn bilaður,
bætir vísna hagi.
Spurning ef að spilaður,
sé spjátrungur í lagi. ‹Glottir›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hávarður 12/12/07 22:52

Sælt veri fólkið
Ég er með ritstíflu og fylgist bara með

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 12/12/07 22:52

Það sem bar af á árinu

Mikla gæfu gleði hlaut,
gáskafullur kútur.
Er hann fann hér ljúfa laut,
LIFI BAGGALÚTUR!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/12/07 22:52

Útvarpsstjóri mælti:

Næsta yrkisefni:

4. Hvernig viltu eggið þitt?

Það skal vera hvítt og hrátt með hálfum lauk
hrákasmíðin þarna fauk.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 12/12/07 22:53

Jæja, ég ætla að kveðja og sinna skyldustörfum í raunheimum svolitla stund.

Elsku krakkar kveður frúin,
krossa heldur lúin.
Kvæðin öll nú alveg búin,
afar þreytt og fúin.

Takk fyrir mig.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/12/07 22:54

Andþór getur grínast með
gamla virta póa,
eða mig, sem aurinn veð
upp í signa þjóa.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/12/07 22:55

Árshátíðin var minnisstæðasti Gestapóviðburðurinn. Sýklavopnaárás óvina ríkisins er vjer urðum fyrir daginn fyrir árshátíð setti þó óæskilegan svip á þessa daga og kann að hafa haft áhrif á fleiri en oss. Hún skemmdi þó eigi hátíðina sjálfa:

Á Ásláki á árshátíð
ei bar krúttið hæst.
Vona jeg að verði fátíð
vopnin sýkla næst.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 12/12/07 22:55

(Ég má ekki segja hvað mest stendur upp úr,
svo máske ég sný út úr síðasta lið).
Tróna' ekki urtir og ýmisleg strúktúr
enn uppúr jörðinni? Því býst ég við...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/12/07 22:57

Útvarpsstjóri mælti:

Ekki veit ég hvort þessi útúrdúr stenst reglur hagyrðingamóta, en þar sem ég stjórna er mér alveg sama.

Lýsið nú Gestapó í stuttu máli.

Alldrei það er ósköp kalt
undarlegt hvað það er svalt
frábært og frumlega snjallt
finnst mér að þar með sé allt.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/12/07 22:58

Laumuefnið var það sem stendur uppúr á árinu. Því miður er Offari í svartsýniskasti núna og því stendur uppúr hjá honum það sem miður fór núna. Fyrirgefið þessi þunglyndis kvæði mín í kvöld vonandi verður bjartara yfir hjá mér næst.

Ömurlegt var árið
ónýt heilsan fór.
Seint mun lagast sárið
og seðlaeklan stór.
Hef samt ennþá hárið
haus minn er enn frjór.
Tendra mér við tárið
og teiga ennþá bjór.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/12/07 22:58

Atburður sumarsins einn upp úr stendur
Arnarvatnsheiðar ég kannaði lendur.
Árshátið Gestapó gleðistund mesta,
gleðistund fyrradags tel ég þó besta.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
        1, 2, 3 ... 92, 93, 94 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: