— GESTAPÓ —
Þá um hátt er spurt, skal ei fátt um svör.
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 24/11/06 16:38

Nú er fátt um svör

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 6/12/06 23:56

Einhvers konar ríma? Þess má geta að oss var eigi vel skenkt af Suttungamiði.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 8/2/07 17:21

Billi bilaði mælti:

Úps.

Eitthvað verður maður að gera.
Hvers konar háttur er þetta? (Ég veit það ekki sjálfur, en langar að vita það.)

Hátíð ársins hefst nú brátt
hef ég grun þar verði kátt.
Gestapóagaman.
Galdramenn með gítarspil
gestum skemmta af og til
syngja allir saman.

.
.
Jæja það var kominn tími á að svara þessari spurningu Billa Bilaða og eftir víðtækar rannsóknir, fyrirspurnir og öflunar fróðleiks með öllum tiltækum ráðum. Þá liggur þetta nú nokkuð ljóst fyrir.
.
Þessi háttur eins og svo ótalmargir aðrir hefur ekkert þekkt nafn (þekkt er sá fyrirvari sem ég tel þörf á að taka mér, því vel getur verið að höfundur hafi kallað þessa taktskipan e-rju nafni án þess að það komi nokkurs staðar fram)
.
Hér er um Íslenskt þjóðlag að ræða og gaman er að velta fyrir sér hvort hafi orðið til á undan textinn eða lagið. Hafi t.d. lagið orðið til á undan þá ræður það að sjálfsögðu miklu eða öllu um atkvæða, takt og línuskipan. Það á við í öllum tilvikum þar sem lag er samið á undan texta.
.
Nú er það svo að t.d. við skoðun vítt og breitt um víðan völl; að ótrúlega mikið er til af verkum, sem standast allar stuðla og bragreglur; en falla ekki að þeim „liggur mér við að segja" sárafáu skilgreiningum, sem í boðið er upp á í nafngreindum háttum.
.
Þar sem möguleikarnir á að raða saman orðum í samræmi við góðar og gildar bragreglur, virðast nánast endalausir; og oft hefur hugsanlega ekki verið samið nema eitt verk í viðkomandi hætti. Þá virðist vera góð leið að kenna háttinn hreinlega við umrætt verki.
.
Hér væri þá um að ræða „í eða með sama hætti og Krummi svaf í klettagjá./.Íslenskt þjóðlag."
.
Næsta spurning er á leiðinni....

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 18/2/07 07:11

Hvað er: Rekstuðlun, rekstuðlar og hvernig eru þeir notaðir. Setja hér inn dæmi um rekstuðlun.

‹Fyrirgefið átti ekkert að standa þarna ferskeytlu, bara hugsunarleysi sko.›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 18/2/07 10:44

Eru það ekki þegar stuðlar eru settir í langar ljóðlínur þar sem þeir njóta sín best?
Sem sagt ekki farið nákvæmlega eftir atkvæðafjöldanum á milli þeirra.
Dæmi já. Hvað með þetta?

Í næturmyrkri köldu, ég notið fæ mín best.

Þetta er að sjálfsögðu ekki byrjun á ferskeytlu og satt að segja hélt ég að rekstuðlar pössuðu ekki í þær.
Svona veit ég lítið um bragfræði.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 18/2/07 11:26

Eftir því sem að ég best veit er þetta rétt svar. Spurninga-rétturinn er þinn.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 19/2/07 03:34

Hvað mundi þetta kallast?
Ljóðaþáttur heyrast hjá
hallarbúum skyldi.
Óðarháttum eyra ljá
allur grúinn vildi.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 21/3/07 23:57

Frumvíxlhent?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 22/3/07 01:20

Sléttubönd?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/3/07 09:39

(Sléttubönd verða alltaf að vera síðstuðluð, þannig að ekki eru þetta sléttubönd.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 22/3/07 10:48

Vímus mælti:

Hvað mundi þetta kallast?
Ljóðaþáttur heyrast hjá
hallarbúum skyldi.
Óðarháttum eyra ljá
allur grúinn vildi.

Er þetta ekki alrímuð ferskeytla?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 21/11/07 11:10

Vímus!

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
LOKAÐ
        1, 2, 3
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: