— GESTAPÓ —
ÁRSHÁTÍÐARUPPLÝSINGAR
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 31/10/07 12:33

Hér er (flestallt) sem þú þarft að vita um árshátíðina.

Í árshátíðarnefnd eru (meira og minna):

Þarfagreinir
Anna Panna
Dularfulli maðurinn
Næturdrottningin
Billi bilaði
Tina St. Sebastian

Árshátíð Gestapó 2007 verður haldin þann 17. nóvember klukkan 20:00 á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ. Við höfum staðinn algjörlega út af fyrir okkur til miðnættis; eftir það verður opnað fyrir almenningi, en slíkt útilokar vitaskuld ekki frekara sumbl fram eftir nóttu af okkar hálfu.

Rúta verður í boði til að sækja fólk og ferja á staðinn, sem og keyra í bæinn þegar herlegheitunum lýkur, sem verður einhvern tímann eftir miðnætti.

Aðalþema árshátíðarinnar verður mafíutengt, en því fylgja engar kvaðir um klæðaburð, hegðun, né annað. Þó væri mjög skemmtilegt ef fólk gæti annað hvort mætt í grunsamlegum eða mafíutengdum klæðnaði. Hins vegar skal aftur ítrekað að slikt er engan veginn skylda. Ekki er heldur skylda að mæta í pörum, né að pör séu í sama stíl. Makar Gestapóa eru annars mjög svo velkomnir, og nýliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta svo hægt sé að innvígja þá almennilega í okkar sérlega sérstaka samfélag.

Árshátíðarmiðinn mun kosta 2000 krónur, með nokkru magni af fríkeypis blúti. Þeir sem kjósa að neyta ekki áfengis greiða einungis 1000 krónur, en verða þá vitaskuld stimplaðir bindindismafíósar fyrir vikið.

Rútan kostar síðan 1000 krónur aukalega, ef hún verður í boði.

Þeir sem vilja mæta geta staðfest mætingu annað hvort hér í þræðinum, eða með því að senda Dulu einkapóst. Ef þið viljið taka rútuna þurfið þið að taka það fram, sem og gefa upp hvar þið viljið láta sækja ykkur. Þeir sem hafa nú þegar sent Dulu einkapóst þurfa þó ekki að gera það aftur, nema þeir vilji koma því á framfæri að þeir ætli að taka rútuna.

Í tengslum við árshátíðina fer fram vinsældakosning, sem við mælum eindregið með að þú takir þátt í. Atkvæði þitt gæti ráðið úrslitum!

Hér er svo rútuplanið:

18.55 Aktu Taktu Garðabæ
19.00 Hamraborg, Skiptistöð
19.05 Bústaðavegur við Litluhlíð
19.15 Hringbraut við Framnesveg
19.25 Hlemmur við Kaupþing, Rauðarárstíg
19.30 Laugavegur við Kauphöllina
19.35 Afrein af Miklubraut við Háaleitisbraut
19.45 Mjódd, við Nettó
19.50 Select við Suðurfell
19.55 Sjoppan við Hundavað í Norðlingaholti
20.00 Bónus við Hraunbæ
20.10 Spöng
20.20 Áslákur

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
LOKAÐ
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: