— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 30/5/07 19:23

Hefja skulum nýjan leik á lútnum góða.
Ríman gengur útá það að gera eina
sögu heildstæða'
um garpinn mikla: Hörð Jónsson
Hún þarf ekki að vera mikið meistarastykki,
þó ég viti nokkuð vel að slíkt við gætum,
heldur verður erindi hvert aðeins að passa
framan við hin undangengnu erindi og
fylgja söguþræði
, er við saman byggjum.
Hafa skulum þetta' í fyrstu aðeins ferskeytt,
en undantekningar leyfast ef lagleg verður kveðið.
Miðað er við eitt til fjögur erindi í
senn
, en verði fagurt kveðið endilega
bregðum útaf, höfum nokkuð fleiri í einu.

Ekki veit ég nú hvort svona nokkuð hafi
áður verið prófað, eflaust er því best að
gera ekki fleiri reglur til að fylgja.

Til að hafa einhvern útgangspunktinn nefni
ég til sögu hetjuna okkar, Hörð Jónsson.
Hann lendir í ýmsum ævintýrum og þurfa
þau ekki endilega að vera hetjuleg,
og viðurnefnum megum gjarnan hlaða á garpinn.

Að lokum tek ég fram að skemmtilegra er að
númera erindin svona rétt svo við getum fengið
einhverja hugmynd um verðandi umfang rímunnar góðu.
Þá væri kannski sniðugt að breyta um formið þegar
við náum 100 (eða 50?) erindum o.s.frv.
Hefst þá leikurinn, áður en gestapó lokar í sumar.

1.
Verði Iðunn okkur góð,
og anda vaxi megin,
Yrkja skulum laglegt ljóð,
leggja kvæðaveginn.

2.
Hörður gríðar garpur er,
gerum honum kvæði,
Skiljum ekkert undan hér,
eflum sagna fræði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/5/07 09:30

Góður leikur, ég stofnaði svipaðan leik hér fyrir nokkrum árum síðan... fékk lítil viðbrögð (held að Barbapabbi hafi verið sá eini sem svaraði fyrir utan mig)... ég skal mögulega taka þátt næsta haust... eftir opnun...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 31/5/07 09:39

Já, þetta er heldur seint núna til að ríman verði löng. En hugmyndin er bráðskemmtileg. ‹Ljómar upp›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 5/10/07 02:39

Væri þá ekki tilvalið að gera þetta að þræði vikunnar?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/10/07 09:53

Jú... í næstu viku verður þetta þráður vikunnar...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/10/07 16:21

3.
Harðarríma hér er ort
um halinn sem allt getur
leynt var það og ljóst ei hvort
lifa myndi vetur.

4.
Í kafaldsbil óð kona ein
í kviði hreyfðist snáði
eftir stund kom ákaft vein
út kom Hörður bráði.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 7/10/07 17:51

5
Úti lágu eina nótt
ungur sveinn og móðir
Hörkutaktar Harðar fljótt
heldur þóttu góðir.

6
Hörður þannig lífið leit
liggjandi í skafli.
Harðar sögu heimur veit
hefst því næsti kafli.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 8/10/07 21:33

7.undi kafli.
-------------

Upp til himins Hörður leit
hafði upp raustu sína.
Ó þú halta gamla geit
gerðu vel við þína.

(8.undi kafli,
------------
Ótti gripið hafði Hörð
hræddur,lá undir feldi,
vofur er læðast bal'og börð
og bjarna, af varineldi.

9,undi kafli.
---------------
Tíminn líður heldur hratt
Hörður þarf í skólan.
Laga þakið,bísna bratt
bregst þá Herði rólan,.



lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 9/10/07 04:57

10.

Frækinn þótti Hörður helst
um hildar ótta þagð'ann.
Fram hann sótti ætíð elst
aldrei á flótta lagð'ann.

11.

Í rimmum snúnum reyndist vel
rákir lúnar brýndi.
Dró að hún sitt drengskapsþel
dyggan trúnað sýndi.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/07 11:53

12.
Eitt sinn dáðadrengur gekk
til drauma sinna glaður
villta martröð vota fékk
og vaknaði svo maður

13.
Þó hann væri varla smár
vitið beið oft hnekki.
Fullvaxinn í húð og hár
en hugur fylgdi ekki.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/07 22:19

Þessi þráður er ekki lengur þráður vikunnar.... ég mæli þó með að fólk gleymi honum ekki og haldi rímunni áfram þegar það fær andagift...

To live outside the law, you must be honest.
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: