— GESTAPÓ —
Kort af Kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/9/07 20:37

Kort af kveðist á. Reglur eru ekki mínar heldur túlkun á hefð eða tekið upp eftir þráðarstofnanda. Þetta hjálpar vonandi einhverjum nýliðum og gæti verið skemmtilegt fyrir aðra. Hugmyndin er að halda utan um vinsælustu þræðina með þessum hætti. (Í vinnslu.)

Keðjur:
Kveðist á
- Yngri útgáfa af Enn er kveðist á sem yfirfylltist
- Tímabundið var kveðist á hér: Kveðist á III
- Síðasta orðið verður fyrst í vísunni á eftir (keðja), þær eru oftast ferskeytlur en það er ekki regla.

Afhendingarkeðja

Vikhendukeðja
- Yngri útgáfa af Vikhendukeðja
- Sett er inn vikhenda sem hefst á orðinu sem sú síðasta endaði á.

Braghendukeðja
- Yngri útgáfa af Braghendukeðju
- Setja skal inn braghendur í keðju.

Dverghendukeðja
- Yngri útgáfa af Dverghendukeðju

Samhenduþráður

Klifað
- Klifaðar stafhendur í keðju.

Stikluvikakeðja
- Yngri útgáfa af samnefndum þræði

Oddhendukeðja
- Yngri útgáfa af Oddhendukeðju þar sem þess var reyndar krafist að einnig vari oddhendan hringhend.

Enn er henst í hringi...

Botnar:
Hagyrðingar allra landa sameinist
- Yngri útgáfa af þræðinum Hagyrðingar allra landa sameinist, en sá fannst nýlega aftur við uppgröft.
- Botna fyrripart og koma með nýjan, venjulega ferskeytlur.

Hringhenduþráður
- Yngri útgáfa af þræðinum Hringhendusmiðir allra landa sameinizt
- Botna fyrripart og koma með nýjan undir hringhendum hætti

Línur:
Fullyrðingamót
- Yngri útgáfa samnefndum þræði
- Hver setur inn eina línu svo úr verði samhenda (öftustu bragliðir allra ljóðlína stýfðir og ríma saman).

Ljóðlínan
- Yngri útgáfa af Ljóðlínan II (ferskeytt) og Ljóðlínunni.
- Hver hagyrðingur setur inn eina línu svo úr verður ferskeytla

Vísur:

Slit-rur: Í hverri línu er a.m.k. eitt orð slitið í tvennt.

Fimmskeytlan: Ferskeytlur með aukalínu (einum bókstaf).

Öfugmælavísur

Langlokan - langþráður langlínuþráður
- Furðu lítið vinsæll langlokuþráður.

Þýzkhendur
- Ortar eru vísur sem enda að öðru jöfnu á erlendri línu.
- Þar sem þráðurinn týndist um tíma var haldið áfram hér: Þýzkhendur, sá þráður hefur hinsvegar fá innlegg.

Klúbburinn
- Hver og einn setur inn vísu eftir ákveðnum fyrirmælum þess sem á síðasta innlegg.

Ort um fréttina
- Ort er um nýjustu fréttir undir frjálsum hætti.
- Yngri útgáfa af Frásagnarverðum atburðum sem er enn yngri útgáfa af mjög stuttum þræði, Fréttaskot.

Skammast í Bundnu
- Yngri útgáfa af Rifist á
- Hagyrðingur sendir inn vísu sem er níð um þann sem reit á undan.
- Skyldur þráður er Hver þorir? Láttu það ganga leikur

Hagyrðingamót í Baggalútíu
- Valinn er stjórnandi til að koma með yrkisefni á einhverjum ákveðnum tíma.

Vísa dagsins
- Yngri útgáfa af Vísu dagsins
- Hagyrðingur leggur inn vísu undir einhverjum hætti. Ekki er ætlast til að menn setji inn fleiri en eina á dag og ekki er um að ræða keðju.

Orðaþröngvun
- Hagyrðingur neyðist til að búa til vísu sem inniheldur orðin sem sá fyrri nefnir.

Kveðið um myndina

Limruþráður
- Menn leggja fram limrur
- Einnig kennsla og umræða um limrugerð á fyrstu síðum.
- Nýrri þráður er: Lútverskar Limrur
- Einnig eru nokkrar limrur á Bestu limrunum.
- Nokkrar á Sjóaralimrum, Limrusögu og hér eru nokkrar blaðsíður i viðbót.

Bændaspeki
- Yngri útgáfa af Bændaspeki.
- Lagðar eru fram sjálfstæðar tveggja línu vísur sem innihalda djúpa speki (reglur). Byggðar á þýskri fyrirmynd, Bauernregeln en íslenskun reglna er komin frá Bölverki.

Öfugmæli
- Yngri útgáfa af ...

Sléttubönd
- Fleiri þræðir: Besta sléttubandið

Afdráttarháttur (áskorun)
- Náði ekki vinsældum, enda gríðarlega erfið þraut.

Þjófabálkur
- Hluti vísu skal vera stuldur.

Hringvegurinn
- Hagyrðingar ferðast hringveginn og yrkja um þá staði sem ferðast er um.

Nafnavísur
- Síðasta lína samanstendur aðeins af nafni.

Annað:
Vísnagátur
- Yngri útgáfa af þræðinum Vísnagátuleikur
- Hagyrðingar leggja fram vísur sem fela í sér gátu, venjulega þannig að hver lína lýsir ákveðnu orði í mismunandi merkingu.
- Sjá líka: Vísnagátur: Spurt er um persónur.

Dróttkvæð þraut ok slóttug
- Svipað og vísnagátur nema að um er að ræða dróttkvæði og finna skal rétta orðaröð og leysa úr kenningum.

Eftirteiti hagyrðingamóta
- Fyllerísþráður fyrir þá sem voru á hagyrðingamóti.

Hver orti?
- Spurt er um vísu einhvers Gestapóa
- Eldri útgáfa af Sálmagetraun

Umræða um bragfræði

Skólastofan
- Leggja má inn fyrirspurnir um bragfræðireglur og fleira í þeim dúr.
- Yngri útgáfa af þræðinum Hagyrðingaverksmiðjan - bragfræðispjall sem er enn yngri útgáfa af [http://baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?t=5412]Bragfræðipælingum[/url]

Bragorðasafn Riddarans

Bætið við athugasemdum fyrir neðan og ég mun breyta þessu innleggi til samræmis þegar ég er í stuði. Ég vona að það fyrirgefist að líma þennan þráð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 4/9/07 20:40

Þráðurinn hét fyrst Test:

....osterone?
‹Lagfærir›

Snjallt.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/9/07 23:45

Flott framtak.

Þess má geta að á Næturgeltinum eru einhverjir næturvísuþræðir.
Ég hef ekki fundið þann sem var í gangi síðasta tímabil (hann er sennilega að tjilla með Leikhúsinu mínu), en ég fann annan eldri sem heitir "Næturbögur". (Ég keðjaði þar síðast við sjálfan mig, en það var bara upp á grín.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/9/07 20:59

Mjög hentugt... hjálpar manni að fóta sig í hinu nýja kaótíska umhverfi Gestapó... ‹Stígur varlega og ringlaður til jarðar›

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/9/07 21:04

Skabbi skrumari mælti:

Mjög hentugt... hjálpar manni að fóta sig í hinu nýja kaótíska umhverfi Gestapó... ‹Stígur varlega og ringlaður til jarðar›

Já, ég tók það ekki fram en það er einmitt helsta ástæða þessa: Það að fyrir þessa lokun var hellingur af týndum þráðum sem olli því margir nýir voru búnir til með sama efni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 8/9/07 04:03

Jíhaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa!

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 8/9/07 04:03

Nei... jíííííííííha

aha

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/9/07 07:21

Mig langar rosalega að taka til á Kveðist á... en ég þori því ekki... ég er þó að spá í að aflíma gamla þræði sem ættu ekki að vera hérna efst...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/9/07 11:51

Uss, taktu bara til eins og þú vilt. Svo framarlega sem allt er til, þá er lífið gott.
‹Færir Skabba hreingerningargræjurnar úr Leikhúsinu sem er nú skínandi hreint og fínt›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 8/9/07 14:02

Skabbi skrumari mælti:

Mig langar rosalega að taka til á Kveðist á... en ég þori því ekki...

Er ekki bara þörf á því?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/9/07 17:54

Ég held að þetta sé næg tiltekt í bili... ég loka kannske einhvern tíman gömlum úrelltum þráðum... svona þegar ég hef tíma..

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Úlvur 10/9/07 16:52

Gamla og úr sér gengna þræði
það er sama hvar maður ber niður
er sama sagan að ekkert má kverfa
af lútnum. en Stjórnin ræður.

Gott framtak þetta með niðurröðun á þráðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/9/07 12:32

Jæja... búinn að loka slatta... látið mig vita ef ég hef lokað einhverju sem ætti ekki að vera lokað eða gleymt að loka einhverju sem ætti að vera lokað... Látið mig einnig vita ef þið eruð sátt við þá þræði sem eru límdir...
Mér datt í hug ein tilraun:
En það er að vera með þráð vikunnar... þá tek ég einhvern gamlan þráð og lími efst á síðuna og hef það þannig í viku... kýli á það...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 30/9/07 03:46

Vantar ekki slitruþráðinn?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 30/9/07 21:51

hvurslags mælti:

Vantar ekki slitruþráðinn?

Jú. Skellti honum inn.

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: